Nýjasta plata Hipsumhaps fjarlægð af Spotify vegna ágreinings Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júní 2021 13:11 Hipsumhaps gaf út sína aðra breiðskífu í maí. Fannar Ingi Friðjónsson samdi lögin og fjármagnaði upptöku plötunnar sjálfur. Það hefur vakið athygli aðdáenda hljómsveitarinnar Hipsumhaps að nýjasta plata þeirra, Lög síns tíma, hefur verið fjarlægð af streymisveitunni Spotify. Platan kom út í síðasta mánuði. „Platan er tímabundið niðri vegna ágreinings tveggja aðila sem þarf að leysa,“ segir Fannar Ingi Friðþjófsson annar forsprakki hljómsveitarinnar. Hann kveðst þó ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu, Jón Gunnar Ásbjörnsson, lögmaður hljómsveitarinnar, segir plötuna hafa verið fjarlægða vegna tilkynningar um höfundalagabrot sem barst Spotify. „Þá er verkferillinn hjá Spotify þannig að það efni sem er tilkynnt, það er bara tekið út á meðan það er verið að ráða fram úr því hvað sé rétt í þessu,“ segir Jón. Rifti samningnum Forsaga málsins er sú að hljómsveitin gerði samning við plötuútgáfuna Record Records. Jón segir þann samning hafa verið óhagstæðan og að hljómsveitin meti það svo að Record Records hafi vanefnt samninginn. Lífið sem mig langar í er líklega þekktasta lag Hipsumhaps. Sveitin flutti lagið ásamt stúlknakór á Hlustendaverðlaununum 2020. „Þá ákveður Fannar í rauninni að rifta samningnum sem honum er fullkomlega heimilt, af því hann á allan rétt á tónlistinni og hann hafði verið að veita þarna leyfi til þess að tónlistin yrði notuð til þess að dreifa plötunni. Með þessari riftun, þá fellur niður þetta leyfi og hann er þá bara eigandi af allri þessari tónlist.“ Í kjölfarið hafi Record Records sent inn tilkynningu um höfundalagabrot til Spotify. Jón segir Fannar Inga vera eiganda allrar tónlistar á plötunni. „Hann á lögin á henni og hann á upptökurnar. Hann fjármagnaði upptöku plötunnar algjörlega sjálfur. Þannig hann á öll réttindi á plötunni sem hægt er að tala um í höfundalagaskilningi.“ Segir útgáfu plötunnar ólöglega „Þetta er í rauninni mjög afdrifarík ákvörðun hjá einhverjum sem hafði bara samning um dreifingu tónlistarinnar sem búið er að rifta, að fara fram á að hún sé tekin út af streymisveitunni,“ segir Jón. Hann segist vona að málið leysist sem fyrst, það sé í vinnslu. „Það væri allra hagur að platan kæmi aftur inn á Spotify sem fyrst.“ Hér að neðan má heyra lagið Þjást sem er að finna á plötunni. Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi plötuútgáfunnar Record Records heldur því fram við Vísi að útgáfufyrirtæki hans eigi réttinn á plötunni. Hann segir þá útgáfu sem fór inn á Spotify ekki hafa verið komna frá Record Records og þar með sé hún ólögleg. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Haraldur situr bæði í stjórn Félags hljómplötuframleiðenda, hagsmunasamtaka fyrirtækja í hljómplötuútgáfu á Íslandi, og í stjórn Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, sem er innheimtusamtök tónlistaflytjenda og plötuframleiðenda. Uppfært klukkan 16:53 Eins og segir að ofan vildi Haraldur lítið segja við Vísi um málið við gerð fréttarinnar, en eftir að fréttin birtist sendi Record Records frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið greinir frá sinni hlið á málinu. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Meikaða en þegar það var frumsýnt sagði Fannar að gerð plötunnar hefði verið fjármögnuð með sölu á auglýsingum í myndbandinu. Klippa: Hipsumhaps - Meikaða Tónlist Höfundarréttur Menning Tengdar fréttir Hipsumhaps gefur út nýja plötu Önnur breiðskífa Hipsumhaps er komin út ber heitið Lög síns tíma. Um er að ræða samtímaverk sem að hefur verið í vinnslu frá því að samkomubannið var sett á í mars á síðasta ári 31. maí 2021 09:44 „Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. 12. apríl 2021 22:01 Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps. 27. maí 2021 17:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Platan er tímabundið niðri vegna ágreinings tveggja aðila sem þarf að leysa,“ segir Fannar Ingi Friðþjófsson annar forsprakki hljómsveitarinnar. Hann kveðst þó ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu, Jón Gunnar Ásbjörnsson, lögmaður hljómsveitarinnar, segir plötuna hafa verið fjarlægða vegna tilkynningar um höfundalagabrot sem barst Spotify. „Þá er verkferillinn hjá Spotify þannig að það efni sem er tilkynnt, það er bara tekið út á meðan það er verið að ráða fram úr því hvað sé rétt í þessu,“ segir Jón. Rifti samningnum Forsaga málsins er sú að hljómsveitin gerði samning við plötuútgáfuna Record Records. Jón segir þann samning hafa verið óhagstæðan og að hljómsveitin meti það svo að Record Records hafi vanefnt samninginn. Lífið sem mig langar í er líklega þekktasta lag Hipsumhaps. Sveitin flutti lagið ásamt stúlknakór á Hlustendaverðlaununum 2020. „Þá ákveður Fannar í rauninni að rifta samningnum sem honum er fullkomlega heimilt, af því hann á allan rétt á tónlistinni og hann hafði verið að veita þarna leyfi til þess að tónlistin yrði notuð til þess að dreifa plötunni. Með þessari riftun, þá fellur niður þetta leyfi og hann er þá bara eigandi af allri þessari tónlist.“ Í kjölfarið hafi Record Records sent inn tilkynningu um höfundalagabrot til Spotify. Jón segir Fannar Inga vera eiganda allrar tónlistar á plötunni. „Hann á lögin á henni og hann á upptökurnar. Hann fjármagnaði upptöku plötunnar algjörlega sjálfur. Þannig hann á öll réttindi á plötunni sem hægt er að tala um í höfundalagaskilningi.“ Segir útgáfu plötunnar ólöglega „Þetta er í rauninni mjög afdrifarík ákvörðun hjá einhverjum sem hafði bara samning um dreifingu tónlistarinnar sem búið er að rifta, að fara fram á að hún sé tekin út af streymisveitunni,“ segir Jón. Hann segist vona að málið leysist sem fyrst, það sé í vinnslu. „Það væri allra hagur að platan kæmi aftur inn á Spotify sem fyrst.“ Hér að neðan má heyra lagið Þjást sem er að finna á plötunni. Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi plötuútgáfunnar Record Records heldur því fram við Vísi að útgáfufyrirtæki hans eigi réttinn á plötunni. Hann segir þá útgáfu sem fór inn á Spotify ekki hafa verið komna frá Record Records og þar með sé hún ólögleg. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Haraldur situr bæði í stjórn Félags hljómplötuframleiðenda, hagsmunasamtaka fyrirtækja í hljómplötuútgáfu á Íslandi, og í stjórn Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, sem er innheimtusamtök tónlistaflytjenda og plötuframleiðenda. Uppfært klukkan 16:53 Eins og segir að ofan vildi Haraldur lítið segja við Vísi um málið við gerð fréttarinnar, en eftir að fréttin birtist sendi Record Records frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið greinir frá sinni hlið á málinu. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Meikaða en þegar það var frumsýnt sagði Fannar að gerð plötunnar hefði verið fjármögnuð með sölu á auglýsingum í myndbandinu. Klippa: Hipsumhaps - Meikaða
Tónlist Höfundarréttur Menning Tengdar fréttir Hipsumhaps gefur út nýja plötu Önnur breiðskífa Hipsumhaps er komin út ber heitið Lög síns tíma. Um er að ræða samtímaverk sem að hefur verið í vinnslu frá því að samkomubannið var sett á í mars á síðasta ári 31. maí 2021 09:44 „Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. 12. apríl 2021 22:01 Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps. 27. maí 2021 17:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hipsumhaps gefur út nýja plötu Önnur breiðskífa Hipsumhaps er komin út ber heitið Lög síns tíma. Um er að ræða samtímaverk sem að hefur verið í vinnslu frá því að samkomubannið var sett á í mars á síðasta ári 31. maí 2021 09:44
„Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. 12. apríl 2021 22:01
Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps. 27. maí 2021 17:30