Fyrstu laxarnir komnir í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2021 08:48 Mynd: Veida.is fb Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Soginu en það er von unnenda Sogsins að þessi magnaða á sæki í sig veðrið eftir neta uppkaup. Fyrstu tveir laxarnir sem við vitum af komu á land á efsta svæðinu kennt við Syðri Brú og voru það tveir vænir eins árs laxar, annars þeirra sést á meðfylgjandi mynd og er 86 sm hrygna. Eins höfum við fréttir af einum öðrum laxi á land við Ásgarð en það svæði hefur verið feyknagott í sumar í bleikjuveiði og vonandi verður laxveiðin þar ekki síðri í sumar. Sogið er án efa ein af magnaðri veiðiám landsins og það verður ákaflega fróðlegt og spennandi að sjá hvernig næstu ár verða í ljósi þess að líklega verður nær öllum löxum sleppt aftur í sumar, fleiri laxar komast í ánna þar sem netin verða fæst til að taka þá á leiðinni upp í ánna og hægt og rólega mun hrygning styrkjast. Þetta er ferli sem getur tekið nokkur ár að koma í jafnvægi en góðum hlutum skal fagna og unnendur Sogsins gera það sannarlega í dag. Stangveiði Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði
Fyrstu tveir laxarnir sem við vitum af komu á land á efsta svæðinu kennt við Syðri Brú og voru það tveir vænir eins árs laxar, annars þeirra sést á meðfylgjandi mynd og er 86 sm hrygna. Eins höfum við fréttir af einum öðrum laxi á land við Ásgarð en það svæði hefur verið feyknagott í sumar í bleikjuveiði og vonandi verður laxveiðin þar ekki síðri í sumar. Sogið er án efa ein af magnaðri veiðiám landsins og það verður ákaflega fróðlegt og spennandi að sjá hvernig næstu ár verða í ljósi þess að líklega verður nær öllum löxum sleppt aftur í sumar, fleiri laxar komast í ánna þar sem netin verða fæst til að taka þá á leiðinni upp í ánna og hægt og rólega mun hrygning styrkjast. Þetta er ferli sem getur tekið nokkur ár að koma í jafnvægi en góðum hlutum skal fagna og unnendur Sogsins gera það sannarlega í dag.
Stangveiði Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Fréttir af svæðum SVFR Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði