Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 1-2 | ÍBV með sterkan útisigur Dagur Lárusson skrifar 6. júlí 2021 21:16 Olga Sevcova skoraði seinna mark ÍBV. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann sinn fyrsta sigur í þremur leikjum í Pepsi Max deild kvenna er liðið bar sigurorð af Fylki á Wurth-vellinum í kvöld. Lokatölur 2-1, Eyjakonum í vil. Fyrstu mínúturnar í leiknum voru heldur rólegar en síðan fóru færin að koma. Fyrsta almennilega færið kom þegar Þórdís Elva slapp ein í gegn eftir flottan undirbúning hjá Bryndísi Örnu en Þórdís náði þó ekki að skora fram hjá Auði. Bryndís Arna kom síðan aftur við sögu á lokamínútum fyrri hálfleiksins en þá fékk hún frábæra fyrirgjöf inn á teig sem rataði beint á hausinn á henni en hún náði þó ekki að stýra boltanum í markið heldur fór hann rétt yfir. Það virtist stefna í það að hvorugt liðið næði að skora í fyrri hálfleiknum en þá fékk ÍBV aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Þórdís Björg Stefánsdóttir stillti boltanum upp og skaut honum beint undir vinkilinn, alveg óverjandi fyrir Tinnu Brá í markinu og staðan því 0-1 í hálfleiknum. ÍBV var síðan ekkert að tvínóna við hlutina í seinni hálfleiknum en Tinna Brá í marki Fylkis gerði sig seka um hræðileg mistök sem endaði með því að Olga var mætt ein í gegn og skoraði fram hjá Tinnu og staðan orðin 0-2. Fylkir náði að minnka muninn rétt fyrir leikslok en þar var á ferðinni Bryndís Arna með laglegu skoti vinstra megin í teignum. Nær komust þó Fylkisstelpur ekki og því fyrsta tap liðsins í þremur leikjum staðreynd. Liðið er nú komið í fallsæti. Afhverju vann ÍBV? Gestirnir einfaldlega nýttu færin sín betur. Það voru Fylkisstelpur sem fengu fleiri færi og þær fengu mjög góð færi en þær einfaldlega nýttu þau ekki. Eins og Gunnar Heiðar sagði í viðtali eftir leik þá var þetta ekkert endilega fallegasti fótboltinn hjá hans liði, en hann var skilvirkur. Hverjir stóðu uppúr? Olga var virkilega góð á vinstri hjá ÍBV og olli varnarmönnum Fylkis miklum vandræðum. Hún skoraði síðan seinna mark ÍBV þar sem hún lagði boltann virkilega vel í fjærhornið. Hvað fór illa? Sóknarmenn Fylkis hljóta að naga sig í handabökin eftir þennan leik því þær fengu urmul af færum og hefðu átt að gera betur. Þórdís Elva fékk dauðafæri strax á 7.mínútu þar sem hún var ein gegn Tinnu Brá en klikkaði og það sama má segja um Bryndísi Örnu aðeins mínútu áður en ÍBV skoraði fyrsta markið en þá skallaði hún boltann yfir markið þar sem hún var ein á auðum sjó í markteignum. Hvað gerist næst? Næsti leikur ÍBV er gegn Þór/KA fyrir norðan þann 11.júlí á meðan Fylkir tekur á móti toppliði Breiðabliks 12.júlí. Gunnar Heiðar: Ætluðum ekki að hafa þetta fallegt Gunnar Heiðar Þorvaldsson, tímabundinn þjálfari ÍBV, lék á sínum tíma 127 leiki með karlaliði Eyjamanna. Hann var ánægður með stigin þrjú í kvöld. Vísir/Ernir Þetta var fyrsti leikur Gunnars og Ian sem tímabundnir þjálfarar kvennaliðs ÍBV en þetta var einnig fyrsti sigurleikur liðsins í þremur leikjum í deildinni. ,,Ég er mjög sáttur, þetta var virkilega vel gert hjá stelpunum. Þetta var kannski ekki fallegasti fótboltinn en það var líka nákvæmlega það sem við ætluðum okkur, við ætluðum ekkert að reyna að hafa þetta fallegt, við vildum einfaldlega ná í þessi þrjú stig sem voru í boði,” byrjaði Gunnar á að segja. ,,Við vorum með nokkur svona grunnatriði sem við vildum vinna með í þessum leik sem þær fóru eftir og fóru vel eftir og virkaði vel gegn Fylki. Við náum síðan auðvitað í þessi færi sem við skorum úr og við vorum þéttar á miðjunni,” sagði Gunnar, aðspurður út í lykilinn í spilamennskunni. Gunnar Heiðar vildi síðan ekkert gefa upp hvort að það væri möguleiki á því að hann og Ian væru að taka við liðinu. ,,Það verður bara að koma í ljós,” sagði Gunnar að lokum og brosti. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir ÍBV Tengdar fréttir Þórdís Elva: Það gera allir mistök og við stöndum alltaf saman sem lið Þórdís Elva, fyrirliði Fylkis, var að vonum svekkt eftir tap síns liðs gegn ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 6. júlí 2021 20:51
ÍBV vann sinn fyrsta sigur í þremur leikjum í Pepsi Max deild kvenna er liðið bar sigurorð af Fylki á Wurth-vellinum í kvöld. Lokatölur 2-1, Eyjakonum í vil. Fyrstu mínúturnar í leiknum voru heldur rólegar en síðan fóru færin að koma. Fyrsta almennilega færið kom þegar Þórdís Elva slapp ein í gegn eftir flottan undirbúning hjá Bryndísi Örnu en Þórdís náði þó ekki að skora fram hjá Auði. Bryndís Arna kom síðan aftur við sögu á lokamínútum fyrri hálfleiksins en þá fékk hún frábæra fyrirgjöf inn á teig sem rataði beint á hausinn á henni en hún náði þó ekki að stýra boltanum í markið heldur fór hann rétt yfir. Það virtist stefna í það að hvorugt liðið næði að skora í fyrri hálfleiknum en þá fékk ÍBV aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Þórdís Björg Stefánsdóttir stillti boltanum upp og skaut honum beint undir vinkilinn, alveg óverjandi fyrir Tinnu Brá í markinu og staðan því 0-1 í hálfleiknum. ÍBV var síðan ekkert að tvínóna við hlutina í seinni hálfleiknum en Tinna Brá í marki Fylkis gerði sig seka um hræðileg mistök sem endaði með því að Olga var mætt ein í gegn og skoraði fram hjá Tinnu og staðan orðin 0-2. Fylkir náði að minnka muninn rétt fyrir leikslok en þar var á ferðinni Bryndís Arna með laglegu skoti vinstra megin í teignum. Nær komust þó Fylkisstelpur ekki og því fyrsta tap liðsins í þremur leikjum staðreynd. Liðið er nú komið í fallsæti. Afhverju vann ÍBV? Gestirnir einfaldlega nýttu færin sín betur. Það voru Fylkisstelpur sem fengu fleiri færi og þær fengu mjög góð færi en þær einfaldlega nýttu þau ekki. Eins og Gunnar Heiðar sagði í viðtali eftir leik þá var þetta ekkert endilega fallegasti fótboltinn hjá hans liði, en hann var skilvirkur. Hverjir stóðu uppúr? Olga var virkilega góð á vinstri hjá ÍBV og olli varnarmönnum Fylkis miklum vandræðum. Hún skoraði síðan seinna mark ÍBV þar sem hún lagði boltann virkilega vel í fjærhornið. Hvað fór illa? Sóknarmenn Fylkis hljóta að naga sig í handabökin eftir þennan leik því þær fengu urmul af færum og hefðu átt að gera betur. Þórdís Elva fékk dauðafæri strax á 7.mínútu þar sem hún var ein gegn Tinnu Brá en klikkaði og það sama má segja um Bryndísi Örnu aðeins mínútu áður en ÍBV skoraði fyrsta markið en þá skallaði hún boltann yfir markið þar sem hún var ein á auðum sjó í markteignum. Hvað gerist næst? Næsti leikur ÍBV er gegn Þór/KA fyrir norðan þann 11.júlí á meðan Fylkir tekur á móti toppliði Breiðabliks 12.júlí. Gunnar Heiðar: Ætluðum ekki að hafa þetta fallegt Gunnar Heiðar Þorvaldsson, tímabundinn þjálfari ÍBV, lék á sínum tíma 127 leiki með karlaliði Eyjamanna. Hann var ánægður með stigin þrjú í kvöld. Vísir/Ernir Þetta var fyrsti leikur Gunnars og Ian sem tímabundnir þjálfarar kvennaliðs ÍBV en þetta var einnig fyrsti sigurleikur liðsins í þremur leikjum í deildinni. ,,Ég er mjög sáttur, þetta var virkilega vel gert hjá stelpunum. Þetta var kannski ekki fallegasti fótboltinn en það var líka nákvæmlega það sem við ætluðum okkur, við ætluðum ekkert að reyna að hafa þetta fallegt, við vildum einfaldlega ná í þessi þrjú stig sem voru í boði,” byrjaði Gunnar á að segja. ,,Við vorum með nokkur svona grunnatriði sem við vildum vinna með í þessum leik sem þær fóru eftir og fóru vel eftir og virkaði vel gegn Fylki. Við náum síðan auðvitað í þessi færi sem við skorum úr og við vorum þéttar á miðjunni,” sagði Gunnar, aðspurður út í lykilinn í spilamennskunni. Gunnar Heiðar vildi síðan ekkert gefa upp hvort að það væri möguleiki á því að hann og Ian væru að taka við liðinu. ,,Það verður bara að koma í ljós,” sagði Gunnar að lokum og brosti. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir ÍBV Tengdar fréttir Þórdís Elva: Það gera allir mistök og við stöndum alltaf saman sem lið Þórdís Elva, fyrirliði Fylkis, var að vonum svekkt eftir tap síns liðs gegn ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 6. júlí 2021 20:51
Þórdís Elva: Það gera allir mistök og við stöndum alltaf saman sem lið Þórdís Elva, fyrirliði Fylkis, var að vonum svekkt eftir tap síns liðs gegn ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 6. júlí 2021 20:51
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti