Fresta réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum um ellefu vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 13:04 Ákærur á hendur lýðræðissinnanna 47 hafa verið harðlega gagnrýndar og stuðningsmenn þeirra krefjast að þeim verði sleppt úr haldi. Getty/Anthony Kwan Saksóknarar hafa frestað réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum í Hong Kong, sem blésu til prófkjörs sem dæmt var ólöglegt, um ellefu vikur. Búist var við því að saksóknarar myndu óska eftir að málið yrði flutt fyrir dómstóli sem getur gefið harðari refsingar en þess í stað óskuðu þeir eftir frestun, þar sem þeir segjast þurfa að undirbúa dómsmálið betur. Hinir 47 ákærðu voru í 55 manna hópi sem var handtekinn af þjóðaröryggislögreglunni þann 6. janúar síðastliðinn fyrir að hafa brotið umdeild öryggislög Hong Kong. Meðal ákærðu eru kennarar, opinberir starfsmenn og fyrrverandi, lýðræðissinnaðir, þingmenn Hong Kong. Fréttastofa Guardian greinir frá. Meirihluti fólksins í hópnum hefur setið í fangelsi síðan í febrúar síðastliðnum. Tólf voru leyst úr haldi gegn tryggingu eftir að fangelsisyfirvöld voru sökuð um að meina þeim að baða sig og hvílast og fjórir höfðu verið fluttir á sjúkrahús úr fangelsinu. Hópurinn hefur verið ákærður fyrir samsæri gegn stjórnvöldum, sem er brotlegt samkvæmt öryggislögunum sem voru innleidd fyrir rúmu ári, en hópurinn blés til óformlegs prófkjörs í júlí 2020 í aðdraganda þingkosninga í héraðinu, sem síðar var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Prófkjör fara almennt ekki fram í Hong Kong en ýmsir stjórnmálaflokkar hafa haldið prófkjör, þar á meðal stjórnarflokkar. Niðurstöður þeirra hafa þó aldrei verið bindandi. Stjórnvöld litu hins vegar á prófkjörið sem andstöðu gegn þáverandi yfirvöldum, í kjölfar árslangra mótmæla, og talið er að allt að 600 þúsund manns hafi tekið þátt í prófkjörinu. Yfirvöld í Peking lýstu því yfir að prófkjörið hafi verið ólöglegt og sex mánuðum seinna nýttu yfirvöld í Hong Kong sér öryggislögin, sem innleidd voru að frumkvæði Kína, og lét handtaka alla frambjóðendur og skipuleggjendur prófkjörsins. Öryggislögin voru lögð til af kínverskum stjórnvöldum og samþykkt af yfirvöldum í Hong Kong aðeins tíu dögum áður en prófkjörið fór fram. Öryggislögin eru mjög ströng og banna alla andstöðu gegn yfirvöldum í Kína. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Búist var við því að saksóknarar myndu óska eftir að málið yrði flutt fyrir dómstóli sem getur gefið harðari refsingar en þess í stað óskuðu þeir eftir frestun, þar sem þeir segjast þurfa að undirbúa dómsmálið betur. Hinir 47 ákærðu voru í 55 manna hópi sem var handtekinn af þjóðaröryggislögreglunni þann 6. janúar síðastliðinn fyrir að hafa brotið umdeild öryggislög Hong Kong. Meðal ákærðu eru kennarar, opinberir starfsmenn og fyrrverandi, lýðræðissinnaðir, þingmenn Hong Kong. Fréttastofa Guardian greinir frá. Meirihluti fólksins í hópnum hefur setið í fangelsi síðan í febrúar síðastliðnum. Tólf voru leyst úr haldi gegn tryggingu eftir að fangelsisyfirvöld voru sökuð um að meina þeim að baða sig og hvílast og fjórir höfðu verið fluttir á sjúkrahús úr fangelsinu. Hópurinn hefur verið ákærður fyrir samsæri gegn stjórnvöldum, sem er brotlegt samkvæmt öryggislögunum sem voru innleidd fyrir rúmu ári, en hópurinn blés til óformlegs prófkjörs í júlí 2020 í aðdraganda þingkosninga í héraðinu, sem síðar var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Prófkjör fara almennt ekki fram í Hong Kong en ýmsir stjórnmálaflokkar hafa haldið prófkjör, þar á meðal stjórnarflokkar. Niðurstöður þeirra hafa þó aldrei verið bindandi. Stjórnvöld litu hins vegar á prófkjörið sem andstöðu gegn þáverandi yfirvöldum, í kjölfar árslangra mótmæla, og talið er að allt að 600 þúsund manns hafi tekið þátt í prófkjörinu. Yfirvöld í Peking lýstu því yfir að prófkjörið hafi verið ólöglegt og sex mánuðum seinna nýttu yfirvöld í Hong Kong sér öryggislögin, sem innleidd voru að frumkvæði Kína, og lét handtaka alla frambjóðendur og skipuleggjendur prófkjörsins. Öryggislögin voru lögð til af kínverskum stjórnvöldum og samþykkt af yfirvöldum í Hong Kong aðeins tíu dögum áður en prófkjörið fór fram. Öryggislögin eru mjög ströng og banna alla andstöðu gegn yfirvöldum í Kína.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49
Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24
Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01