Verstappen hundóánægður og sendir Hamilton pillu: „Vanvirðing og óíþróttamannsleg framkoma“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. júlí 2021 20:28 Úr kappakstri dagsins. vísir/Getty Baráttan um heimsmeistaratignina í Formúlu 1 hefur ekki verið jafnhörð í langan tíma og kappakstur dagsins gæti dregið dilk á eftir sér. Strax á fyrsta hring lentu Max Verstappen og Lewis Hamilton í árekstri en þeir eru í harðri baráttu um fyrsta sætið í heildarkeppni ökuþóra og hafði Verstappen unnið þrjár keppnir í röð þegar kom að kappakstri dagsins. Áreksturinn hafði mismikil áhrif á ökuþórana því Verstappen kom öllu verr út úr honum; þurfti að hætta keppni og var fluttur á sjúkrahús á meðan Hamilton fékk tíu sekúndna refsingu; kláraði kappaksturinn og náði að koma fyrstur í mark. Glad I m ok. Very disappointed with being taken out like this. The penalty given does not help us and doesn t do justice to the dangerous move Lewis made on track. Watching the celebrations while still in hospital is disrespectful and unsportsmanlike behavior but we move on pic.twitter.com/iCrgyYWYkm— Max Verstappen (@Max33Verstappen) July 18, 2021 Verstappen gat ekki leynt vonbrigðum sínum og skaut föstum skotum að Hamilton á Twitter aðgangi sínum, líklega skrifað beint úr sjúkrarúminu. „Ánægður með að vera í lagi en mjög vonsvikinn að hafa verið tekinn svona úr leik. Þetta var hættulegur leikur hjá Lewis.“ „Að sjá hann fagna á meðan ég er enn á sjúkrahúsi. Þetta er vanvirðing og óíþróttamannslegt en við höldum áfram,“ segir Verstappen. Tengdar fréttir Áttundi sigur Hamilton á Silverstone í rosalegum kappakstri Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Hamilton var á heimavelli en keppni helgarinnar fór fram á Silverstone brautinni í Northamptonskíri. 18. júlí 2021 16:16 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Strax á fyrsta hring lentu Max Verstappen og Lewis Hamilton í árekstri en þeir eru í harðri baráttu um fyrsta sætið í heildarkeppni ökuþóra og hafði Verstappen unnið þrjár keppnir í röð þegar kom að kappakstri dagsins. Áreksturinn hafði mismikil áhrif á ökuþórana því Verstappen kom öllu verr út úr honum; þurfti að hætta keppni og var fluttur á sjúkrahús á meðan Hamilton fékk tíu sekúndna refsingu; kláraði kappaksturinn og náði að koma fyrstur í mark. Glad I m ok. Very disappointed with being taken out like this. The penalty given does not help us and doesn t do justice to the dangerous move Lewis made on track. Watching the celebrations while still in hospital is disrespectful and unsportsmanlike behavior but we move on pic.twitter.com/iCrgyYWYkm— Max Verstappen (@Max33Verstappen) July 18, 2021 Verstappen gat ekki leynt vonbrigðum sínum og skaut föstum skotum að Hamilton á Twitter aðgangi sínum, líklega skrifað beint úr sjúkrarúminu. „Ánægður með að vera í lagi en mjög vonsvikinn að hafa verið tekinn svona úr leik. Þetta var hættulegur leikur hjá Lewis.“ „Að sjá hann fagna á meðan ég er enn á sjúkrahúsi. Þetta er vanvirðing og óíþróttamannslegt en við höldum áfram,“ segir Verstappen.
Tengdar fréttir Áttundi sigur Hamilton á Silverstone í rosalegum kappakstri Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Hamilton var á heimavelli en keppni helgarinnar fór fram á Silverstone brautinni í Northamptonskíri. 18. júlí 2021 16:16 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Áttundi sigur Hamilton á Silverstone í rosalegum kappakstri Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Hamilton var á heimavelli en keppni helgarinnar fór fram á Silverstone brautinni í Northamptonskíri. 18. júlí 2021 16:16