Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 13:43 Söngkonan Bríet heldur loksins útgáfutónleika vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet sem kom út á síðasta ári. Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september. Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet í október á síðasta ári. Sökum heimsfaraldurs Covid-19 hélt hún enga hefðbundna útgáfutónleika. Hún frumflutti þó plötuna með bílahlustun í yfirgefinni námu í Krýsuvík fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Aðdáendur gleðjast yfir væntanlegum útgáfutónleikum, en söngkonan sjálf er þó ekki síður spennt. „Ég er svo spennt að ég gæti fallið í yfirlið!“ segir í tilkynningu frá söngkonunni. Meðspilarar eru þeir Rubin Pollock, Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann og Magnús Tryggvason. Þá munu nokkrir leynigestir stíga á svið. Listamaðurinn Krassasig mun sjá um listræna stjórnun og tryggja að tónleikarnir verði einstök upplifun. View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Platan hefur slegið í gegn og hefur vinsælasta lag plötunnar, Rólegur kúreki, fengið tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins og hlaut fern verðlaun á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún var bæði valin söngkona ársins og poppflytjandi ársins. Þá var platan Kveðja, Bríet var valin plata ársins og lagið Esjan var valið lag ársins. Hægt er að kaupa miða á útgáfutónleikana hér. Tónlist Harpa Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet í október á síðasta ári. Sökum heimsfaraldurs Covid-19 hélt hún enga hefðbundna útgáfutónleika. Hún frumflutti þó plötuna með bílahlustun í yfirgefinni námu í Krýsuvík fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Aðdáendur gleðjast yfir væntanlegum útgáfutónleikum, en söngkonan sjálf er þó ekki síður spennt. „Ég er svo spennt að ég gæti fallið í yfirlið!“ segir í tilkynningu frá söngkonunni. Meðspilarar eru þeir Rubin Pollock, Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann og Magnús Tryggvason. Þá munu nokkrir leynigestir stíga á svið. Listamaðurinn Krassasig mun sjá um listræna stjórnun og tryggja að tónleikarnir verði einstök upplifun. View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Platan hefur slegið í gegn og hefur vinsælasta lag plötunnar, Rólegur kúreki, fengið tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins og hlaut fern verðlaun á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún var bæði valin söngkona ársins og poppflytjandi ársins. Þá var platan Kveðja, Bríet var valin plata ársins og lagið Esjan var valið lag ársins. Hægt er að kaupa miða á útgáfutónleikana hér.
Tónlist Harpa Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira