Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 13:43 Söngkonan Bríet heldur loksins útgáfutónleika vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet sem kom út á síðasta ári. Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september. Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet í október á síðasta ári. Sökum heimsfaraldurs Covid-19 hélt hún enga hefðbundna útgáfutónleika. Hún frumflutti þó plötuna með bílahlustun í yfirgefinni námu í Krýsuvík fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Aðdáendur gleðjast yfir væntanlegum útgáfutónleikum, en söngkonan sjálf er þó ekki síður spennt. „Ég er svo spennt að ég gæti fallið í yfirlið!“ segir í tilkynningu frá söngkonunni. Meðspilarar eru þeir Rubin Pollock, Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann og Magnús Tryggvason. Þá munu nokkrir leynigestir stíga á svið. Listamaðurinn Krassasig mun sjá um listræna stjórnun og tryggja að tónleikarnir verði einstök upplifun. View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Platan hefur slegið í gegn og hefur vinsælasta lag plötunnar, Rólegur kúreki, fengið tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins og hlaut fern verðlaun á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún var bæði valin söngkona ársins og poppflytjandi ársins. Þá var platan Kveðja, Bríet var valin plata ársins og lagið Esjan var valið lag ársins. Hægt er að kaupa miða á útgáfutónleikana hér. Tónlist Harpa Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet í október á síðasta ári. Sökum heimsfaraldurs Covid-19 hélt hún enga hefðbundna útgáfutónleika. Hún frumflutti þó plötuna með bílahlustun í yfirgefinni námu í Krýsuvík fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Aðdáendur gleðjast yfir væntanlegum útgáfutónleikum, en söngkonan sjálf er þó ekki síður spennt. „Ég er svo spennt að ég gæti fallið í yfirlið!“ segir í tilkynningu frá söngkonunni. Meðspilarar eru þeir Rubin Pollock, Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann og Magnús Tryggvason. Þá munu nokkrir leynigestir stíga á svið. Listamaðurinn Krassasig mun sjá um listræna stjórnun og tryggja að tónleikarnir verði einstök upplifun. View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Platan hefur slegið í gegn og hefur vinsælasta lag plötunnar, Rólegur kúreki, fengið tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins og hlaut fern verðlaun á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún var bæði valin söngkona ársins og poppflytjandi ársins. Þá var platan Kveðja, Bríet var valin plata ársins og lagið Esjan var valið lag ársins. Hægt er að kaupa miða á útgáfutónleikana hér.
Tónlist Harpa Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira