Tesla ætlar að opna ofurhleðslustöðvar sínar fyrir öðrum framleiðendum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. júlí 2021 07:00 Hér ber að líta eina ofurhleðslustöð Tesla í Bandaríkjunum. Getty/Justin Sullivan Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla hefur sagt að fyrir árslok muni eigendur annarra tegunda rafbíla geta notað ofurhleðslustöðvar Tesla. Hingað til hafa Tesla eigendur verið þau einu sem geta notað stöðvarnar. Að opna á notkun annarra mun auðvelda aðgengi að hleðslustöðvum talsvert. „Við bjuggum til okkar eigin tengil þegar við byrjuðum, það var enginn staðall þá og Tesla var eini framleiðandi langdrægra rafbíla,“ skrifaði Musk á Twitter. We created our own connector, as there was no standard back then & Tesla was only maker of long range electric cars. It’s one fairly slim connector for both low & high power charging. That said, we’re making our Supercharger network open to other EVs later this year.— Elon Musk (@elonmusk) July 20, 2021 „Þetta er einn frekar grannur tengill fyrir bæði há- og lág spennu hleðslu. Að því sögðu munum við veita öðrum heimild til að nota ofurhleðsluinnviði okkar fyrir aðra framleiðendur seinna á árinu,“ bætti Musk við. Aðspurður á Twitter hvort þetta ætti einungis við um takmörkuð svæði svaraði Musk að þetta myndi ná til allra svæða að endingu. Smáatriðin eru ekki klár, eins og hvort alls staðar muni þurfa breytistykki. Eins er óljóst hvort ökumenn annarra en Tesla bifreiða muni þurfa að greiða meira eða hvort forgangur verður veittur fyrir Telsa eigendur, eða hvort hleðsluhraðinn verði takmarkaður fyrir aðra. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent
Að opna á notkun annarra mun auðvelda aðgengi að hleðslustöðvum talsvert. „Við bjuggum til okkar eigin tengil þegar við byrjuðum, það var enginn staðall þá og Tesla var eini framleiðandi langdrægra rafbíla,“ skrifaði Musk á Twitter. We created our own connector, as there was no standard back then & Tesla was only maker of long range electric cars. It’s one fairly slim connector for both low & high power charging. That said, we’re making our Supercharger network open to other EVs later this year.— Elon Musk (@elonmusk) July 20, 2021 „Þetta er einn frekar grannur tengill fyrir bæði há- og lág spennu hleðslu. Að því sögðu munum við veita öðrum heimild til að nota ofurhleðsluinnviði okkar fyrir aðra framleiðendur seinna á árinu,“ bætti Musk við. Aðspurður á Twitter hvort þetta ætti einungis við um takmörkuð svæði svaraði Musk að þetta myndi ná til allra svæða að endingu. Smáatriðin eru ekki klár, eins og hvort alls staðar muni þurfa breytistykki. Eins er óljóst hvort ökumenn annarra en Tesla bifreiða muni þurfa að greiða meira eða hvort forgangur verður veittur fyrir Telsa eigendur, eða hvort hleðsluhraðinn verði takmarkaður fyrir aðra.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent