Kína vill ekki áframhaldandi rannsókn WHO á uppruna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 07:44 Frá sýningu um kórónuveiruna á Náttúruminjasafni Wuhan. Getty Kína hefur hafnað tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um áframhaldandi rannsókn á uppruna kórónuveirunnar. Ein af tilgátum stofnunarinnar er sú að veiran hafi sloppið út af kínverskri tilraunarstofu en sú kenning hefur ekki fallið í kramið meðal kínverskra stjórnvalda. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, lagði til fyrr í þessum mánuði að rannsókn hennar á upprunar kórónuveirunnar færi upp á annað stig. Stofnunin hefur þegar sent teymi vísindamanna til Wuhan, þar sem fyrstu smitin greindust fyrir tæpum tveimur árum, en þeir gátu aðeins rannsakað málið í tvær vikur í það skiptið. Nú vill WHO senda teymi til Wuhan til að skoða markaði og rannsóknarstofur og hefur stofnunin kallað eftir því að kínversk stjórnvöld verði liðleg og tryggi algera gegnsæi við rannsóknina. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Við munum ekki samþykkja svona upprunarakningar áætlun, sem að mörgu leyti hundsar almenna þekkingu og fer gegn vísindum,“ sagði Zeng Yixin, aðstoðarráðherra í heilbrigðisnefnd Kína. Hann segist hafa verið hissa þegar hann hafi lesið tillögu WHO. Þar hafi Kína verið sakað um að reglur um rannsóknarstofur hafi verið brotnar og orðið til þess að veiran hafi lekið út í samfélagið á meðan á rannsókn á henni stóð. Yfirmaður WHO sagði fyrr í þessum mánuði að rannsókn á uppruna kórónuveirufaraldursins í Kína væri strand vegna skorts á frumgögnum frá fyrstu dögum faraldursins í Kína. Kína hefur haldið því fram að ekki sé hægt að afhenda gögnin vegna viðkvæmra upplýsinga um fólkið sem þar er að finna. „Við vonum að WHO taki til greina tillögur kínverskra sérfræðinga og hugsi um rannsókn á uppruna veirunnar sem vísindalegt mál og skilji pólitíkina eftir,“ sagði Zeng. Eins og flestir muna greindist fyrsta Covid-19 smitið í borginni Wuhan í nóvember 2019. Talið er að veiran hafi borist í mannfólk frá dýrum sem voru til sölu á matarmarkaði í borginni. Margir, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa velt upp þeirri spurningu hvort veiran hafi mögulega borist í dýrin eftir leka úr rannsóknarstofu í borginni. Kína hefur hins vegar harðneitað þeirri kenningu og hvatt WHO til að víkka sjóndeildarhringinn og rannsaka hvort uppruna veirunnar megi rekja til annarra landa. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25. maí 2021 23:40 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13. febrúar 2021 23:29 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, lagði til fyrr í þessum mánuði að rannsókn hennar á upprunar kórónuveirunnar færi upp á annað stig. Stofnunin hefur þegar sent teymi vísindamanna til Wuhan, þar sem fyrstu smitin greindust fyrir tæpum tveimur árum, en þeir gátu aðeins rannsakað málið í tvær vikur í það skiptið. Nú vill WHO senda teymi til Wuhan til að skoða markaði og rannsóknarstofur og hefur stofnunin kallað eftir því að kínversk stjórnvöld verði liðleg og tryggi algera gegnsæi við rannsóknina. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Við munum ekki samþykkja svona upprunarakningar áætlun, sem að mörgu leyti hundsar almenna þekkingu og fer gegn vísindum,“ sagði Zeng Yixin, aðstoðarráðherra í heilbrigðisnefnd Kína. Hann segist hafa verið hissa þegar hann hafi lesið tillögu WHO. Þar hafi Kína verið sakað um að reglur um rannsóknarstofur hafi verið brotnar og orðið til þess að veiran hafi lekið út í samfélagið á meðan á rannsókn á henni stóð. Yfirmaður WHO sagði fyrr í þessum mánuði að rannsókn á uppruna kórónuveirufaraldursins í Kína væri strand vegna skorts á frumgögnum frá fyrstu dögum faraldursins í Kína. Kína hefur haldið því fram að ekki sé hægt að afhenda gögnin vegna viðkvæmra upplýsinga um fólkið sem þar er að finna. „Við vonum að WHO taki til greina tillögur kínverskra sérfræðinga og hugsi um rannsókn á uppruna veirunnar sem vísindalegt mál og skilji pólitíkina eftir,“ sagði Zeng. Eins og flestir muna greindist fyrsta Covid-19 smitið í borginni Wuhan í nóvember 2019. Talið er að veiran hafi borist í mannfólk frá dýrum sem voru til sölu á matarmarkaði í borginni. Margir, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa velt upp þeirri spurningu hvort veiran hafi mögulega borist í dýrin eftir leka úr rannsóknarstofu í borginni. Kína hefur hins vegar harðneitað þeirri kenningu og hvatt WHO til að víkka sjóndeildarhringinn og rannsaka hvort uppruna veirunnar megi rekja til annarra landa.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25. maí 2021 23:40 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13. febrúar 2021 23:29 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25. maí 2021 23:40
Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08
Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13. febrúar 2021 23:29
Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21