Umfjöllun: Valur - Bodø/Glimt 0-3 | Norsku meistararnir í kjörstöðu eftir sigur á Hlíðarenda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2021 20:56 Kristinn Freyr Sigurðsson gegn Alfonsi Sampsted. vísir/bára Noregsmeistarar Bodø/Glimt unnu öruggan sigur á Íslandsmeisturum Vals, 0-3, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Ulrik Saltnes kom Bodø/Glimt undir lok fyrri hálfleiks og Marcus Berg skoraði svo tvö mörk í upphafi þess seinni. Norðmennirnir eru því svo gott sem komnir í 3. umferð þar sem þeir mæta líklega Prishtina frá Kósovó. Valsmenn léku vel í fyrri hálfleiknum í kvöld, sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar, en byrjunin á seinni hálfleik reyndist afar dýrkeypt. Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar hjá Bodø/Glimt og stóð fyrir sínu. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og var opinn í báða enda. Valsmenn voru hugaðir í byrjun og fengu ágætis tækifæri. Guðmundur Andri Tryggvason slapp í gegn en náði ekki að hemja boltann og átti svo skot sem Nikita Khakin varði. Patrick Pedersen skaut síðan framhjá eftir frábæra sókn og fyrirgjöf Birkis Más Sævarssonar. Marius Höbråten komst næst því að skora fyrir Bodø/Glimt en skallaði framhjá eftir hornspyrnu. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti.vísir/bára Eftir mjög fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn mjög. Gestirnir héldu boltanum en gerðu lítið með hann. Ekki fyrr en á 40. mínútu þegar þeir spændu sig í gegn og Saltnes skoraði með góðu skoti eftir að Erik Botheim skallaði boltann fyrir hann. Á lokamínútu fyrri hálfleiks komst Kristinn Freyr Sigurðsson í gott færi en náði ekki almennilegu skoti á markið og Khakin varði auðveldlega. Norsku meistararnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og gengu hreint til verks. Á 50. mínútu braut Hannes Þór Halldórsson klaufalega á Saltnes. Berg fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hann skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Bodø/Glimt fimm mínútum síðar með skoti í báðar stangirnar og inn eftir að gestirnir splundruðu vörn heimamanna með góðu samspili. Eftir þessa frábæru byrjun á seinni hálfleik tók Bodø/Glimt fótinn af bensíngjöfinni og gerði lítið það sem eftir lifði leiks. Leikur Valsliðsins lagaðist nokkuð eftir að Heimir Guðjónsson gerði skiptingar og Andri Adolphsson átti tvö skot að marki Bodø/Glimt og Sverrir Páll Hjaltested eitt sem Halkin varði. Undir blálokin kom svo mikill kraftur í Valsliðið. Arnór Smárason átti frábært skot á lofti sem small í slánni og Valsmenn fengu nokkrar hornspyrnur. Inn vildi boltinn hins vegar ekki og Valsmenn fara með 0-3 tap á bakinu til Noregs. Christian Køhler rennir sér fótskriðu.vísir/bára Af hverju vann Bodø/Glimt? Norðmennirnir voru rólegir í tíðinni lengst af fyrri hálfleiks en sýndu hversu góðir þeir eru í fyrsta markinu. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn svo af fítonskrafti og kláruðu þá leikinn. Bodø/Glimt hefur eflaust oft spilað betur en sýndi inn á milli takta sem skýra af hverju liðið rúllaði yfir norsku úrvalsdeildina í fyrra. Hverjir stóðu upp úr? Berg var mjög góður aftastur á miðju Bodø/Glimt og skoraði auk þess tvö mörk. Saltnes kom svo mikið við sögu, skoraði eitt mark, lagði upp annað og fiskaði víti. Kristinn Freyr var mjög líflegur í upphafi leiks og Birkir Már átti nokkra spretti. Hvað gekk illa? Bodø/Glimt hafði mikla yfirburði á miðjunni og nýttu aukamanninn sinn þar vel. Birkir Heimisson og Christian Køhler máttu sín lítils og fengu ekki nógu mikla hjálp. Í seinni hálfleik slitnaði Valsliðið svo mikið í sundur sem Bodø/Glimt hefði getað nýtt sér betur. Hvað gerist næst? Valur sækir HK heim á sunnudaginn. Eftir viku er svo komið að seinni leiknum gegn Bodø/Glimt á Aspmyra vellinum í Bodø í Norður-Noregi. Sambandsdeild Evrópu Valur
Noregsmeistarar Bodø/Glimt unnu öruggan sigur á Íslandsmeisturum Vals, 0-3, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Ulrik Saltnes kom Bodø/Glimt undir lok fyrri hálfleiks og Marcus Berg skoraði svo tvö mörk í upphafi þess seinni. Norðmennirnir eru því svo gott sem komnir í 3. umferð þar sem þeir mæta líklega Prishtina frá Kósovó. Valsmenn léku vel í fyrri hálfleiknum í kvöld, sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar, en byrjunin á seinni hálfleik reyndist afar dýrkeypt. Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar hjá Bodø/Glimt og stóð fyrir sínu. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og var opinn í báða enda. Valsmenn voru hugaðir í byrjun og fengu ágætis tækifæri. Guðmundur Andri Tryggvason slapp í gegn en náði ekki að hemja boltann og átti svo skot sem Nikita Khakin varði. Patrick Pedersen skaut síðan framhjá eftir frábæra sókn og fyrirgjöf Birkis Más Sævarssonar. Marius Höbråten komst næst því að skora fyrir Bodø/Glimt en skallaði framhjá eftir hornspyrnu. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti.vísir/bára Eftir mjög fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn mjög. Gestirnir héldu boltanum en gerðu lítið með hann. Ekki fyrr en á 40. mínútu þegar þeir spændu sig í gegn og Saltnes skoraði með góðu skoti eftir að Erik Botheim skallaði boltann fyrir hann. Á lokamínútu fyrri hálfleiks komst Kristinn Freyr Sigurðsson í gott færi en náði ekki almennilegu skoti á markið og Khakin varði auðveldlega. Norsku meistararnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og gengu hreint til verks. Á 50. mínútu braut Hannes Þór Halldórsson klaufalega á Saltnes. Berg fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hann skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Bodø/Glimt fimm mínútum síðar með skoti í báðar stangirnar og inn eftir að gestirnir splundruðu vörn heimamanna með góðu samspili. Eftir þessa frábæru byrjun á seinni hálfleik tók Bodø/Glimt fótinn af bensíngjöfinni og gerði lítið það sem eftir lifði leiks. Leikur Valsliðsins lagaðist nokkuð eftir að Heimir Guðjónsson gerði skiptingar og Andri Adolphsson átti tvö skot að marki Bodø/Glimt og Sverrir Páll Hjaltested eitt sem Halkin varði. Undir blálokin kom svo mikill kraftur í Valsliðið. Arnór Smárason átti frábært skot á lofti sem small í slánni og Valsmenn fengu nokkrar hornspyrnur. Inn vildi boltinn hins vegar ekki og Valsmenn fara með 0-3 tap á bakinu til Noregs. Christian Køhler rennir sér fótskriðu.vísir/bára Af hverju vann Bodø/Glimt? Norðmennirnir voru rólegir í tíðinni lengst af fyrri hálfleiks en sýndu hversu góðir þeir eru í fyrsta markinu. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn svo af fítonskrafti og kláruðu þá leikinn. Bodø/Glimt hefur eflaust oft spilað betur en sýndi inn á milli takta sem skýra af hverju liðið rúllaði yfir norsku úrvalsdeildina í fyrra. Hverjir stóðu upp úr? Berg var mjög góður aftastur á miðju Bodø/Glimt og skoraði auk þess tvö mörk. Saltnes kom svo mikið við sögu, skoraði eitt mark, lagði upp annað og fiskaði víti. Kristinn Freyr var mjög líflegur í upphafi leiks og Birkir Már átti nokkra spretti. Hvað gekk illa? Bodø/Glimt hafði mikla yfirburði á miðjunni og nýttu aukamanninn sinn þar vel. Birkir Heimisson og Christian Køhler máttu sín lítils og fengu ekki nógu mikla hjálp. Í seinni hálfleik slitnaði Valsliðið svo mikið í sundur sem Bodø/Glimt hefði getað nýtt sér betur. Hvað gerist næst? Valur sækir HK heim á sunnudaginn. Eftir viku er svo komið að seinni leiknum gegn Bodø/Glimt á Aspmyra vellinum í Bodø í Norður-Noregi.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti