Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 2 - 1 Tindastóll | Þrjú mikilvæg stig urðu eftir í Eyjum Einar Kárason skrifar 25. júlí 2021 17:45 Þóra Björg, lengst til vinstri, jafnaði leikinn fyrir ÍBV. visir/Bára Tindastóll hafði unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum fyrir leikinn í dag og með sigri á Hásteinsvelli hefði liðið komist upp fyrir ÍBV í Pepsi Max deild kvenna. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru erfiðar í Vestmannaeyjum en mikið hafði rignt og lognið hreyfðist hratt. Leikurinn fór tiltölulega rólega af stað á meðan liðin voru að leita að taktinum og fátt var um marktækifæri í upphafi leiks. ÍBV áttu fyrstu skot leiksins að marki áður en gestirnir létu loks til sín taka. Murielle Tiernan, leikmaður Tindastóls átti fínt skot úr teig en boltinn yfir markið. Nokkrum mínútum eftir það komust gestirnir yfir. Laufey Harpa Halldórsdóttir tók hornspyrnu og boltinn fleyttist af blautu grasinu í Aldísi Maríu Jóhannsdóttur og þaðan í netið. Þegar þetta er skrifað er ekki víst hvort markið skráist á Aldísi eða sjálfsmark hjá leikmanni ÍBV. Eyjastúlkur létu mark gestanna ekki á sig fá og eftir að Amber Kristin Michel hafði varið vel frá Olgu Sevcovu jafnaði Þóra Björg Stefánsdóttir stuttu síðar. Kristjana Sigurz átti þá góða sendingu á Liönu Hinds sem fann Þóru inni í teig. Þóra gerði afar vel í að koma skoti á markið sem hafnaði í horninu fjær og staðan orðin jöfn á ný eftir hálftíma leik. Lítið markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og fóru liðin inn til búningsherbergja í stöðunni 1-1. ÍBV hóf síðari hálfleikinn mun betur og sóttu af krafti án þess þó að ná að opna vörn gestanna. Eftir tæplega klukkustundar leik skiluðu yfirburðir heimastúlkna sér loksins þegar Olga Sevcova fékk langa sendingu innfyrir vörn Tindastóls. Varnarmaður gestanna missti fæturna í blautu grasinu sem varð til þess að Olga komst alein og yfirgefin inn í teig og skoraði framhjá Amber í markinu. Yfirburðir ÍBV héldu áfram og virtust þær líklegri til að bæta við þriðja markinu heldur en gestirnir að jafna leikinn. Amber varði nokkrum sinnum vel í markinu og góð færi fóru forgörðum. Murielle fékk besta tækifæri Tindastóls en fyrsta snerting hennar varð henni að falli sem varð til þess að vörn heimastúlkna kom boltanum burt. Ekki voru fleiri mörk skoruð og eins marks sigur ÍBV því staðreynd erfiðum fótboltaleik sem, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, var fjörugur og vel spilaður. Ian Jeffs: Ég var aldrei rólegur Ian Jeffs, þjálfari ÍBV.vísir/daníel ,,Þetta var mjög erfiður leikur," sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Heilt yfir vorum við sterkari aðilinn í dag. Fyrri hálfleikurinn var jafn en við komum sterkari inn í seinni hálfleikinn og skoruðum eitt mark og áttum góð tækifæri til að skora fleiri." ,,Það er góður karakter í okkur að svara því að lenda undir og við skorum gott mark í fyrri hálfleik og svo var seinni hálfleikur heilt yfir mjög góður hjá okkur. Ég er mjög ánægður með okkur og sérstaklega seinni hálfleikinn." Eftir að ÍBV komust yfir í síðari hálfleiknum fundu gestirnir fá svör og ógnuðu marki Eyjastúlkna lítið. Ian var þó aldrei rólegur. ,,Það er alltaf hættulegt að vera bara einu marki yfir. Við vorum að leita að þriðja markinu til að reyna að drepa leikinn en mér fannst við taka yfir leikinn í seinni hálfleik. Vorum að skapa fullt af færum og hefðum átt að nýta stöður í kringum vítateig betur. Slaka aðeins á, anda og velja okkur betri möguleika og klára leikinn. En 2-1 sigur, þrjú stig. Ég er mjög ánægður." ,,Ég var aldrei rólegur. Það koma alltaf augnablik og þau komu í seinni hálfleik, sérstaklega þegar lítið er eftir. Þú ert alltaf að bíða eftir augnablikinu sem kemur í bakið á þér ef þú ert ekki búinn að klára þín færi. Það kom ekki í dag og eins og ég sagði þá voru þetta bara sanngjörn úrslit. Við áttum skilið að vinna þennan leik. Frábær þrjú stig," sagði Ian að lokum. Óskar Smári: Liðið sem að gerir fleiri mistök tapar Óskar Smári hér fyrir miðju.Vísir/Hulda Margrét Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Tindastóls, var svekktur að leik loknum. ,,Það er svekkelsi að hafa tapað þessum leik. Þetta var jafn leikur og hefði getað dottið beggja megin. Stelpurnar eru svekktar. Við gerðum kannski ekki nóg til að vinna leikinn en jafntefli hefði kannski verið sanngjarnt að mínu mati." ,,Við erum búin að fá svona mörk á okkur í sumar, svo það kemur mér á óvart að við fáum svona mark á okkur," sagði Óskar um jöfnunarmarkið eftir að Tindastóll komst yfir. ,,Við höfum æft hvernig við komum í veg fyrir það en þetta virðist vera vandamál hjá okkur. Þegar boltinn fer út úr teignum eftir fast leikatriði, að telja rétt og gera rétt. Við fáum aftur á okkur svona mark og verðum að læra af því." ,,Annað mark þeirra er hálfgerð gjöf af okkar hálfu," hélt Óskar áfram. ,,Það kemur langur bolti og við tölum ekki saman. Enginn tekur ábyrgð og hún (Olga) stingur sér á milli, vel gert. Við getum gert margt miklu betur hvað varðar það mark. Við gefum frá okkur tvö mörk í leik en oftast er það þannig í fótbolta að liðið sem að gerir fleiri mistök, það tapar. Við gerðum klárlega fleiri mistök í dag og þess vegna vann ÍBV leikinn." Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tindastóll
Tindastóll hafði unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum fyrir leikinn í dag og með sigri á Hásteinsvelli hefði liðið komist upp fyrir ÍBV í Pepsi Max deild kvenna. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru erfiðar í Vestmannaeyjum en mikið hafði rignt og lognið hreyfðist hratt. Leikurinn fór tiltölulega rólega af stað á meðan liðin voru að leita að taktinum og fátt var um marktækifæri í upphafi leiks. ÍBV áttu fyrstu skot leiksins að marki áður en gestirnir létu loks til sín taka. Murielle Tiernan, leikmaður Tindastóls átti fínt skot úr teig en boltinn yfir markið. Nokkrum mínútum eftir það komust gestirnir yfir. Laufey Harpa Halldórsdóttir tók hornspyrnu og boltinn fleyttist af blautu grasinu í Aldísi Maríu Jóhannsdóttur og þaðan í netið. Þegar þetta er skrifað er ekki víst hvort markið skráist á Aldísi eða sjálfsmark hjá leikmanni ÍBV. Eyjastúlkur létu mark gestanna ekki á sig fá og eftir að Amber Kristin Michel hafði varið vel frá Olgu Sevcovu jafnaði Þóra Björg Stefánsdóttir stuttu síðar. Kristjana Sigurz átti þá góða sendingu á Liönu Hinds sem fann Þóru inni í teig. Þóra gerði afar vel í að koma skoti á markið sem hafnaði í horninu fjær og staðan orðin jöfn á ný eftir hálftíma leik. Lítið markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og fóru liðin inn til búningsherbergja í stöðunni 1-1. ÍBV hóf síðari hálfleikinn mun betur og sóttu af krafti án þess þó að ná að opna vörn gestanna. Eftir tæplega klukkustundar leik skiluðu yfirburðir heimastúlkna sér loksins þegar Olga Sevcova fékk langa sendingu innfyrir vörn Tindastóls. Varnarmaður gestanna missti fæturna í blautu grasinu sem varð til þess að Olga komst alein og yfirgefin inn í teig og skoraði framhjá Amber í markinu. Yfirburðir ÍBV héldu áfram og virtust þær líklegri til að bæta við þriðja markinu heldur en gestirnir að jafna leikinn. Amber varði nokkrum sinnum vel í markinu og góð færi fóru forgörðum. Murielle fékk besta tækifæri Tindastóls en fyrsta snerting hennar varð henni að falli sem varð til þess að vörn heimastúlkna kom boltanum burt. Ekki voru fleiri mörk skoruð og eins marks sigur ÍBV því staðreynd erfiðum fótboltaleik sem, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, var fjörugur og vel spilaður. Ian Jeffs: Ég var aldrei rólegur Ian Jeffs, þjálfari ÍBV.vísir/daníel ,,Þetta var mjög erfiður leikur," sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Heilt yfir vorum við sterkari aðilinn í dag. Fyrri hálfleikurinn var jafn en við komum sterkari inn í seinni hálfleikinn og skoruðum eitt mark og áttum góð tækifæri til að skora fleiri." ,,Það er góður karakter í okkur að svara því að lenda undir og við skorum gott mark í fyrri hálfleik og svo var seinni hálfleikur heilt yfir mjög góður hjá okkur. Ég er mjög ánægður með okkur og sérstaklega seinni hálfleikinn." Eftir að ÍBV komust yfir í síðari hálfleiknum fundu gestirnir fá svör og ógnuðu marki Eyjastúlkna lítið. Ian var þó aldrei rólegur. ,,Það er alltaf hættulegt að vera bara einu marki yfir. Við vorum að leita að þriðja markinu til að reyna að drepa leikinn en mér fannst við taka yfir leikinn í seinni hálfleik. Vorum að skapa fullt af færum og hefðum átt að nýta stöður í kringum vítateig betur. Slaka aðeins á, anda og velja okkur betri möguleika og klára leikinn. En 2-1 sigur, þrjú stig. Ég er mjög ánægður." ,,Ég var aldrei rólegur. Það koma alltaf augnablik og þau komu í seinni hálfleik, sérstaklega þegar lítið er eftir. Þú ert alltaf að bíða eftir augnablikinu sem kemur í bakið á þér ef þú ert ekki búinn að klára þín færi. Það kom ekki í dag og eins og ég sagði þá voru þetta bara sanngjörn úrslit. Við áttum skilið að vinna þennan leik. Frábær þrjú stig," sagði Ian að lokum. Óskar Smári: Liðið sem að gerir fleiri mistök tapar Óskar Smári hér fyrir miðju.Vísir/Hulda Margrét Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Tindastóls, var svekktur að leik loknum. ,,Það er svekkelsi að hafa tapað þessum leik. Þetta var jafn leikur og hefði getað dottið beggja megin. Stelpurnar eru svekktar. Við gerðum kannski ekki nóg til að vinna leikinn en jafntefli hefði kannski verið sanngjarnt að mínu mati." ,,Við erum búin að fá svona mörk á okkur í sumar, svo það kemur mér á óvart að við fáum svona mark á okkur," sagði Óskar um jöfnunarmarkið eftir að Tindastóll komst yfir. ,,Við höfum æft hvernig við komum í veg fyrir það en þetta virðist vera vandamál hjá okkur. Þegar boltinn fer út úr teignum eftir fast leikatriði, að telja rétt og gera rétt. Við fáum aftur á okkur svona mark og verðum að læra af því." ,,Annað mark þeirra er hálfgerð gjöf af okkar hálfu," hélt Óskar áfram. ,,Það kemur langur bolti og við tölum ekki saman. Enginn tekur ábyrgð og hún (Olga) stingur sér á milli, vel gert. Við getum gert margt miklu betur hvað varðar það mark. Við gefum frá okkur tvö mörk í leik en oftast er það þannig í fótbolta að liðið sem að gerir fleiri mistök, það tapar. Við gerðum klárlega fleiri mistök í dag og þess vegna vann ÍBV leikinn."
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti