Versta bylgjan hafin síðan veiran reið yfir Wuhan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 21:09 Yfirvöld hafa fyrirskipað að allar 9,3 milljónir íbúa í Nanjing skuli skimaðar fyrir Covid-19. Getty/Shao Ying Ný bylgja kórónuveirufaraldursins ríður nú yfir Kína og er hún sögð sú versta síðan fyrsta bylgja faraldursins reið yfir fyrir rúmu ári síðan. Nýjasta bylgjan hófst í borginni Nanjing og hefur breiðst út til fimm héraða auk Peking. Meira en 200 hafa smitast af veirunni frá því að hún greindist á flugvelli Nanjing þann 20. júlí síðastliðinn. Ríkisútvarp Kína segir að um verstu bylgju faraldursins sé að ræða síðan veiran greindist fyrst í Wuhan í nóvember 2019. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Flugvellinum í Nanjing hefur verið lokað og verður ekki flogið aftur um hann fyrr en 11. agúst næstkomandi. Þá hafa yfirvöld gripið til skimunarátaks: allar 9,3 milljónir íbúa Nanjing verða skimaðar fyrir veirunni. Langar raðir hafa myndast fyrir utan skimunarstöðvar en yfirvöld hafa hvatt íbúa til að bera grímur fyrir vitum, halda metra fjarlægð og takmarka tal á meðan á biðinni stendur. Samkvæmt yfirvöldum er það Delta-afbrigði veirunnar sem um er að ræða en afbrigðið er talið smitast mun auðveldar milli fólks og leiða til alvarlegri veikinda hjá fleirum. Yfirvöld segja að veiran hafi dreifst víðar vegna þess að smitaðir hafi verið staddir á mannmörgum flugvelli. Veiran er sögð hafa borist til Ninjang með rússneskum ræstitæknum sem voru um borð í flugvél sem lenti í Ninjang. Að sögn yfirvalda fylgdu þeir ekki ströngum sóttvarnareglum. Bylgjan er þó sögð á byrjunarstigi og enn sé hægt að ná utan um hana. Sjö af þeim tvö hundruð sem hafa greinst smitaðir liggja inni á sjúkrahúsi mikið veikir. Fjöldi smitaðra hefur leitt til þess að einhverjir hafi velt upp þeirri spurningu hvort kínversk bóluefni gegn veirunni virki nokkuð gegn Delta-afbrigðinu. Ekki liggur þó fyrir hvort hinir smituðu séu bólusettir. Fjöldi ríkja í Suðaustur-Asíu, sem keypt hafa kínversk bóluefni, tilkynntu í vikunni að þau hyggist snúa sér til annarra bóluefnaframleiðenda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Meira en 200 hafa smitast af veirunni frá því að hún greindist á flugvelli Nanjing þann 20. júlí síðastliðinn. Ríkisútvarp Kína segir að um verstu bylgju faraldursins sé að ræða síðan veiran greindist fyrst í Wuhan í nóvember 2019. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Flugvellinum í Nanjing hefur verið lokað og verður ekki flogið aftur um hann fyrr en 11. agúst næstkomandi. Þá hafa yfirvöld gripið til skimunarátaks: allar 9,3 milljónir íbúa Nanjing verða skimaðar fyrir veirunni. Langar raðir hafa myndast fyrir utan skimunarstöðvar en yfirvöld hafa hvatt íbúa til að bera grímur fyrir vitum, halda metra fjarlægð og takmarka tal á meðan á biðinni stendur. Samkvæmt yfirvöldum er það Delta-afbrigði veirunnar sem um er að ræða en afbrigðið er talið smitast mun auðveldar milli fólks og leiða til alvarlegri veikinda hjá fleirum. Yfirvöld segja að veiran hafi dreifst víðar vegna þess að smitaðir hafi verið staddir á mannmörgum flugvelli. Veiran er sögð hafa borist til Ninjang með rússneskum ræstitæknum sem voru um borð í flugvél sem lenti í Ninjang. Að sögn yfirvalda fylgdu þeir ekki ströngum sóttvarnareglum. Bylgjan er þó sögð á byrjunarstigi og enn sé hægt að ná utan um hana. Sjö af þeim tvö hundruð sem hafa greinst smitaðir liggja inni á sjúkrahúsi mikið veikir. Fjöldi smitaðra hefur leitt til þess að einhverjir hafi velt upp þeirri spurningu hvort kínversk bóluefni gegn veirunni virki nokkuð gegn Delta-afbrigðinu. Ekki liggur þó fyrir hvort hinir smituðu séu bólusettir. Fjöldi ríkja í Suðaustur-Asíu, sem keypt hafa kínversk bóluefni, tilkynntu í vikunni að þau hyggist snúa sér til annarra bóluefnaframleiðenda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira