Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2021 10:26 Nýgengin lax úr Eystri Rangá Mynd: KL Eystri Rangá hefur tekið vel við sér eftir að hafa verið lengi í gang en áinn er sú fyrsta til að fara yfir 1.000 laxa markið í sumar. Eystri Rangá hefur oft verið lengi í gang en á þannig sumrum fer hún oftar en ekki á skrið í lok júlí eða byrjun ágúst. Undanfarið hafa dagarnir verið að skila 60-70 löxum að meðaltali en inn á milli koma dagar með meiri veiði. Engin dagur hefur þó farið yfir 100 laxa ennþá en á sama tíma í fyrra var það daglegt brauð. Það er þó ekki alveg sanngjarnt að bera þessi tvö ár saman enda var sumarið í fyrra metsumar í ánni. Lax veiðist nú á öllum svæðum og göngur virðast vera stöðugar þó þær séu minni en í fyrra. Ekki ber mikið á tveggja ára laxi í það minnsta ekki í því magni sem menn áttu von á eftir jafn stórt smálaxaár og í fyrra en laxinn sem er að veiðast virðist engu að síður vera í góðum holdum svo það lítur út fyrir að hann hafi haft nóg að éta í sjónum. Nú verður áhugavert að fylgjast með næstu daga og vikur og sjá hvort það komi einhver stærri ganga í ánna en þeir sem hafa veitt í Eystri Rangá lengi þekkja vel þennan takt á henni þegar hún er lengi í gang en fer svo á fullt þegar áugst gengur í garð. Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Ytri Rangá á toppnum Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði
Eystri Rangá hefur oft verið lengi í gang en á þannig sumrum fer hún oftar en ekki á skrið í lok júlí eða byrjun ágúst. Undanfarið hafa dagarnir verið að skila 60-70 löxum að meðaltali en inn á milli koma dagar með meiri veiði. Engin dagur hefur þó farið yfir 100 laxa ennþá en á sama tíma í fyrra var það daglegt brauð. Það er þó ekki alveg sanngjarnt að bera þessi tvö ár saman enda var sumarið í fyrra metsumar í ánni. Lax veiðist nú á öllum svæðum og göngur virðast vera stöðugar þó þær séu minni en í fyrra. Ekki ber mikið á tveggja ára laxi í það minnsta ekki í því magni sem menn áttu von á eftir jafn stórt smálaxaár og í fyrra en laxinn sem er að veiðast virðist engu að síður vera í góðum holdum svo það lítur út fyrir að hann hafi haft nóg að éta í sjónum. Nú verður áhugavert að fylgjast með næstu daga og vikur og sjá hvort það komi einhver stærri ganga í ánna en þeir sem hafa veitt í Eystri Rangá lengi þekkja vel þennan takt á henni þegar hún er lengi í gang en fer svo á fullt þegar áugst gengur í garð.
Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Ytri Rangá á toppnum Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði