Virti tilmæli lögreglu að vettugi Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2021 00:02 Tími pysjanna er runninn upp. Samsett Lundapysja sem fannst á Kirkjuvegi í Vestmannaeyjum í gærnótt virti tilmæli lögreglu að vettugi og lagði á flótta undan laganna verði. Að eltingaleik loknum lét fanginn öllum illum látum, klóraði og neitaði að vera til friðs en féllst loks á að vera samvinnuþýður við myndatöku. Pysjan verður í haldi lögreglu fram á morgundag en þá er stefnt að því að sleppa henni út á haf. Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, greinir frá þessu skemmtilega lögreglumáli en ólíklegt verður að teljast að slík örsaga myndi rata í dagbók annarra lögregluembætta. Pétur segir í samtali við Vísi að pysjutímabilið sé greinilega gengið í garð í Eyjum en árlega lenda fjölmargir ungar bjarglausir á götum Heimaeyjar eftir að hafa elt ljósin í mannabyggð. Þá er ekkert annað í stöðunni en að reyna að hirða fuglana upp og reyna að bjarga þeim frá því að fara sér að voða. Mörgum annt um lundann Pétur segir að börn og fullorðnir séu nú byrjuð að hlaupa á eftir pysjum og fanga í pappakassa við misjafnar viðtökur. „Þetta er aðalmálið næstu daga og vikur þegar lundaungarnir fara að fljúga úr fjöllunum og á ljósin í bænum og verða svo ósjálfbjarga hérna á götunum.“ Næst sé þeim sleppt út á haf en þá sé mikilvægt að passa að ekki sé mikill dúnn á fuglunum sem geti blotnað og leitt til drukknunar. Pétur bætir við að íbúum sé mjög annt um lundana og að fjölmargir brottfluttir Eyjamenn geri sér sérstaka ferð með fjölskyldum sínum til að aðstoða þennan einkennisfugl svæðisins. Dýr Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Pysjan verður í haldi lögreglu fram á morgundag en þá er stefnt að því að sleppa henni út á haf. Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, greinir frá þessu skemmtilega lögreglumáli en ólíklegt verður að teljast að slík örsaga myndi rata í dagbók annarra lögregluembætta. Pétur segir í samtali við Vísi að pysjutímabilið sé greinilega gengið í garð í Eyjum en árlega lenda fjölmargir ungar bjarglausir á götum Heimaeyjar eftir að hafa elt ljósin í mannabyggð. Þá er ekkert annað í stöðunni en að reyna að hirða fuglana upp og reyna að bjarga þeim frá því að fara sér að voða. Mörgum annt um lundann Pétur segir að börn og fullorðnir séu nú byrjuð að hlaupa á eftir pysjum og fanga í pappakassa við misjafnar viðtökur. „Þetta er aðalmálið næstu daga og vikur þegar lundaungarnir fara að fljúga úr fjöllunum og á ljósin í bænum og verða svo ósjálfbjarga hérna á götunum.“ Næst sé þeim sleppt út á haf en þá sé mikilvægt að passa að ekki sé mikill dúnn á fuglunum sem geti blotnað og leitt til drukknunar. Pétur bætir við að íbúum sé mjög annt um lundana og að fjölmargir brottfluttir Eyjamenn geri sér sérstaka ferð með fjölskyldum sínum til að aðstoða þennan einkennisfugl svæðisins.
Dýr Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira