Faraldurs-stíflan brestur loksins í haust Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 08:46 Frumsýningum fjölmargra kvikmynda hefur verið frestað á tíma nýju kórónuveirunnar en nú virðist sem að stíflan sé að bresta. Fram að jólum verða fjölmargar efnilegar kvikmyndir frumsýndar (vonandi). Þessar myndir fjalla meðal annars um ofurhetjur, njósnara, morðingja, skrímsli, blaðamenn, geimframtíðarkryddfólk, riddara og margt, margt fleira. Hér að neðan er stiklað á stóru yfir þær kvikmyndir sem frumsýna á í haust. Við byrjum á tveimur íslenskum. Leynilögga 27. ágúst Leynilögga, eða Cop Secret, er hasar- og gamanmynd sem Hannes Þór Halldórsson leikstýrir. Hún fjallar um harðhausinn og leynilögguna Bússa sem leikinn er af Auðunni Blöndal. Bússi er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur. Málin flækjast þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess, sem er leikinn af Agli Einarssyni. Bússi er í kjölfarið í mikilli baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Leikstjóri myndarinnar er Hannes Þór Halldórsson, eins og áður hefur komið fram, en hann er einnig handritshöfundur ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni en sagan sjálf er eftir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Dýrið 24. september Dýrið, eða Lamb, hefur vakið lukku í aðdraganda frumsýningar myndarinnar. Þar á meðal í Cannes þar sem kvikmyndin fékk verðlaun fyrir að vera frumlegast kvikmynd hátíðarinnar. Myndin segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni og í aðalhlutverkum eru þau Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason. Upprunalega stóð hér ofar að myndin yrði frumsýnd þann tíunda september. Það var rangt. Candyman 27. ágúst Nammimaðurinn svokallaði, Candyman, snýr aftur. Svo virðist sem að Jordan Peele beri sök á því að hafa sagt nafn hans fimm sinnum fyrir framan spegil. Tony Todd snýr aftur sem morðóða dusilmennið með krókshendina sem gerði allt vitlaust árið 1992. Myndina átti upprunalega að frumsýna í júní. Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings 3. september Fjórði fasi kvikmyndasöguheims Marvel hefur ekki farið gífurlega vel af stað og að mörgu leyti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem hefur komið niður á framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta. Kvikmyndin um fyrstu ofurhetjuna af asískum uppruna í þessum söguheimi verður frumsýnd í næsta mánuði. Þar má búast við sjónarspili að hætti Marvel, flottum bardagaatriðum og miklum hasar. Þessa mynd átti upprunalega að frumsýna í febrúar. The Many Saints of Newark 22. október Michael Gandolfini leikur ungan Tony Soprano í þessari kvikmynd um uppruna mafíósans fræga sem þættirnir The Sopranos fjölluðu um. James Gandolfini lék Tony Soprano í þáttunum en hann dó árið 2013. Nú hefur sonur hans tekið við keflinu. Þessa mynd átti upprunalega að frumsýna í september í fyrra. Venom: Let There Be Carnage 24. september Tom Hardy er mættur aftur í hlutverki blaðamannsins Eddie Brock og sambýlingsins Venom. Þessi kvikmynd og sú fyrri gerast í söguheimi Marvel en án þess þó að tilheyra kvikmyndasöguheimi fyrirtækisins. Venom hefur í gegnum tíðina verið einn helsti andstæðingur Spider-Man í teiknimyndabókunum. Auk Tom Hardy er Woody Harrelson einnig í myndinni sem Cletus Kasady eða Carnage en Andry Serkis, Gollum sjálfur, leikstýrði myndinni. Upprunalega átti að sýna myndina í október í fyrra. James Bond: No Time to die 8. október Það er (vonandi) loks komið að frumsýningu nýjustu kvikmyndarinnar um ofurnjósnarann James Bond. No Time To Die er síðasta kvikmynd Daniel Craig í hlutverkinu en frumsýningunni hefur verið frestað þrisvar sinnum. Upprunalega átti að sýna hana í apríl 2020. Þrátt fyrir allar þessar tafir og vandræði er lítið vitað um söguþráð kvikmyndarinnar. Myndin gerist í kjölfar Spectre og á Bond að vera að taka því rólega þegar vandræði banka upp á. Rami Malek leikur vonda-kallinn og Lashana Lynch leikur nýjan 007. Halloween Kills 15. október Einhverra hluta vegna er Mike Myers ekki enn dauður þó hann hafi margsinnis verið drepinn. Morðinginn trítilóði snýr aftur í október og mun hann enn eina ferðina reyna að drepa Jamie Lee Curtis, eða persónuna hennar Laurie Strode. Nú virðist sem allir íbúar Haddonfield komi Strode til aðstoðar. Þessi mynd er í raun framhald myndarinnar frá 2018, sem endurræsti sögunni um morðingjann grímuklædda en von er á þriðju myndinni á næsta ári. Hana átti upprunalega að frumsýna í október í fyrra. The Last Duel 15. október The last duel, nýjasta kvikmynd Ridley Scott, fjallar um sannsögulega atburði í Frakklandi á tímum hundrað ára stríðsins. Nánar tiltekið fjallar myndin um síðasta opinbera einvígið í Frakklandi sem var á milli þeirra Jean de Carrouges og Jacques Le Gris. Myndin státar af þeim Matt Damon, Adam Driver, Jodie Comer og Ben Affleck. Dune 22. október Sögu Frank Herbert um Paul Atreides, Arakkis, keisaraveldið og stjörnuþokuna hefur nokkrum sínum verið gerð skil í sjónvarpi og með misgóðum árangri. Nú er komið að leikstjóranum Denis Vileneuve að reyna. Vileneuve er hvað þekktastur fyrir gerð Blade Runner 2049, Sicario og Arrival. Frumsýningu Dune var frestað vegna faraldursins en hún átti fyrst að koma út um síðustu jól. Einnig var ákveðið að sýna myndina á streymisveitunni HBO Max, samhliða sýningum í kvikmyndahúsum, og leiddi það til deilna milli útgáfufyrirtækisins og Vileneuve. Sjá einnig: Leikstjóri Dune sendir AT&T og Warner Bros. kaldar kveðjur Timothée Chalamet leikur aðalhlutverk myndarinnar auk þeim Rebeccu Ferguson, Oscar Isaac, Josh Brolin, Stellan Skarsgård, Dave Batista og Jason Momoa. The French Dispatch 22. október Wes Anderson hefur ekki gefið út kvikmynd frá árinu 2018, þegar hann gaf út Isle of dogs. Í október verður kvikmyndin The French dispatch frumsýnd. Hún fjallar um hóp blaðamanna sem vinna á bandarísku dagblaði í ímyndaðri franskri borg. Myndin státar af gífurlegum fjölda vel þekktra leikara. Þar á meðal eru Benicio Del Toro, Tilda Swinton, Adrien Brody, Frances McDormand, Timothée Chalamet, Bill Murray, Owen Wilson, Léa Seydoux og Jeffrey Wright. Myndina átti upprunalega að sýna í júlí í fyrra. Eternals 5. nóvember Eternals er nýr hópur ofurhetja í kvikmyndasöguheimi Marvel. Eternals gerist strax í kjölfarið á Avengers Endgame og fjallar um hóp ódauðlegra ofurvera sem farið hafa leynt á jörðinni í þúsundir ára. Myndin státar af leikurum eins og Angelinu Jolie, Kumail Njiani, Richard Madden, Sölmu Hayek, Kit Harrington og mörgum öðrum. Myndina átti upprunalega að sýna í nóvember í fyrra. Ghostbusters: Afterlife 11. nóvember. Ghostbusters: Afterlife er beint framhald kvikmyndarinnar Ghostbusters II frá árinu 1989. Hún gerist í Oklahoma þar sem draugar herja á lítið samfélag. Þá virðist sem draugabanarnir þurfi að snúa saman bökum á nýjan leik. Myndin státar þeim Paul Rudd, Finn Wolfhard og auðvitað Dan Aykroyd, Bill Murray, Sigourney Weaver, Ernie Hudson og Annoe Potts svo einhverjir séu nefndir. Harold Ramis, sem var einn upprunalegu Draugabananna, lést árið 2014. Myndina átti upprunalega að frumsýna í júlí í fyrra. Top Gun Maverick 19. nóvember Það séu liðin 35 ár frá því upprunalega Top Gun kvikmyndin sló í gegn finnur Tom Cruise enn þörfina, þörfina fyrir hraða. Pete „Maverick“ Mitchell er orðinn kennari í orrustuþotuflugmanna-skólanum í San Diego og hittir þar fyrir son Goose, hans gamla aðstoðarflugmanns sem dó í upprunalegu myndinni. Þessa mynd átti upprunalega að birta í júní í fyrra. Spider-Man: No Way Home 17. desember Frumsýna á þriðju mynd Tom Holland í hlutverki Peter Parker og Spider-Man um jólin. Enn sem komið er hefur Marvel varist allra fregna um söguþráð myndarinnar en netið hefur þrátt fyrir það löðrað í hinum ýmsu kenningum. Þær sem þykja hvað líklegastar snúa að því að myndin muni gerast í mismunandi víddum (Multiverse) og að Tobey Maguire, Andrew Garfield og aðrir úr eldri myndum um ofurhetjuna muni einnig birtast í þessari. Sony hefur ekki birt stiklu fyrir myndina. Bara þessa kitlu. Upprunalega átti að sýna myndina í júlí í fyrra. The King‘s Man 22. desember Ralph Fiennes er í aðalhlutverki í þessari mynd sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni og fjallar um uppruna Kingsman-njósnaranna. Hann mun þurfa að koma heiminum til bjargar þar sem heimsins verstu einræðisherrar og glæpamenn hyggja á að myrða milljónir manna. Upprunalega átti að frumsýna myndina í september í fyrra. Matrix 4 22. desember Lana Wachowski, annar upprunalegu höfunda Matrix-þríleiksins hefur fengið til liðs við sig þau Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss til að gera nýja kvikmynd um Neo og Trinity. Lítið sem ekkert meira en það er vitað um myndina en upprunalega átti að sýna hana í maí í fyrra. Ekki er búið að gefa út stiklu eða kitlu. Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) James Bond Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þessar myndir fjalla meðal annars um ofurhetjur, njósnara, morðingja, skrímsli, blaðamenn, geimframtíðarkryddfólk, riddara og margt, margt fleira. Hér að neðan er stiklað á stóru yfir þær kvikmyndir sem frumsýna á í haust. Við byrjum á tveimur íslenskum. Leynilögga 27. ágúst Leynilögga, eða Cop Secret, er hasar- og gamanmynd sem Hannes Þór Halldórsson leikstýrir. Hún fjallar um harðhausinn og leynilögguna Bússa sem leikinn er af Auðunni Blöndal. Bússi er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur. Málin flækjast þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess, sem er leikinn af Agli Einarssyni. Bússi er í kjölfarið í mikilli baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Leikstjóri myndarinnar er Hannes Þór Halldórsson, eins og áður hefur komið fram, en hann er einnig handritshöfundur ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni en sagan sjálf er eftir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Dýrið 24. september Dýrið, eða Lamb, hefur vakið lukku í aðdraganda frumsýningar myndarinnar. Þar á meðal í Cannes þar sem kvikmyndin fékk verðlaun fyrir að vera frumlegast kvikmynd hátíðarinnar. Myndin segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni og í aðalhlutverkum eru þau Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason. Upprunalega stóð hér ofar að myndin yrði frumsýnd þann tíunda september. Það var rangt. Candyman 27. ágúst Nammimaðurinn svokallaði, Candyman, snýr aftur. Svo virðist sem að Jordan Peele beri sök á því að hafa sagt nafn hans fimm sinnum fyrir framan spegil. Tony Todd snýr aftur sem morðóða dusilmennið með krókshendina sem gerði allt vitlaust árið 1992. Myndina átti upprunalega að frumsýna í júní. Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings 3. september Fjórði fasi kvikmyndasöguheims Marvel hefur ekki farið gífurlega vel af stað og að mörgu leyti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem hefur komið niður á framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta. Kvikmyndin um fyrstu ofurhetjuna af asískum uppruna í þessum söguheimi verður frumsýnd í næsta mánuði. Þar má búast við sjónarspili að hætti Marvel, flottum bardagaatriðum og miklum hasar. Þessa mynd átti upprunalega að frumsýna í febrúar. The Many Saints of Newark 22. október Michael Gandolfini leikur ungan Tony Soprano í þessari kvikmynd um uppruna mafíósans fræga sem þættirnir The Sopranos fjölluðu um. James Gandolfini lék Tony Soprano í þáttunum en hann dó árið 2013. Nú hefur sonur hans tekið við keflinu. Þessa mynd átti upprunalega að frumsýna í september í fyrra. Venom: Let There Be Carnage 24. september Tom Hardy er mættur aftur í hlutverki blaðamannsins Eddie Brock og sambýlingsins Venom. Þessi kvikmynd og sú fyrri gerast í söguheimi Marvel en án þess þó að tilheyra kvikmyndasöguheimi fyrirtækisins. Venom hefur í gegnum tíðina verið einn helsti andstæðingur Spider-Man í teiknimyndabókunum. Auk Tom Hardy er Woody Harrelson einnig í myndinni sem Cletus Kasady eða Carnage en Andry Serkis, Gollum sjálfur, leikstýrði myndinni. Upprunalega átti að sýna myndina í október í fyrra. James Bond: No Time to die 8. október Það er (vonandi) loks komið að frumsýningu nýjustu kvikmyndarinnar um ofurnjósnarann James Bond. No Time To Die er síðasta kvikmynd Daniel Craig í hlutverkinu en frumsýningunni hefur verið frestað þrisvar sinnum. Upprunalega átti að sýna hana í apríl 2020. Þrátt fyrir allar þessar tafir og vandræði er lítið vitað um söguþráð kvikmyndarinnar. Myndin gerist í kjölfar Spectre og á Bond að vera að taka því rólega þegar vandræði banka upp á. Rami Malek leikur vonda-kallinn og Lashana Lynch leikur nýjan 007. Halloween Kills 15. október Einhverra hluta vegna er Mike Myers ekki enn dauður þó hann hafi margsinnis verið drepinn. Morðinginn trítilóði snýr aftur í október og mun hann enn eina ferðina reyna að drepa Jamie Lee Curtis, eða persónuna hennar Laurie Strode. Nú virðist sem allir íbúar Haddonfield komi Strode til aðstoðar. Þessi mynd er í raun framhald myndarinnar frá 2018, sem endurræsti sögunni um morðingjann grímuklædda en von er á þriðju myndinni á næsta ári. Hana átti upprunalega að frumsýna í október í fyrra. The Last Duel 15. október The last duel, nýjasta kvikmynd Ridley Scott, fjallar um sannsögulega atburði í Frakklandi á tímum hundrað ára stríðsins. Nánar tiltekið fjallar myndin um síðasta opinbera einvígið í Frakklandi sem var á milli þeirra Jean de Carrouges og Jacques Le Gris. Myndin státar af þeim Matt Damon, Adam Driver, Jodie Comer og Ben Affleck. Dune 22. október Sögu Frank Herbert um Paul Atreides, Arakkis, keisaraveldið og stjörnuþokuna hefur nokkrum sínum verið gerð skil í sjónvarpi og með misgóðum árangri. Nú er komið að leikstjóranum Denis Vileneuve að reyna. Vileneuve er hvað þekktastur fyrir gerð Blade Runner 2049, Sicario og Arrival. Frumsýningu Dune var frestað vegna faraldursins en hún átti fyrst að koma út um síðustu jól. Einnig var ákveðið að sýna myndina á streymisveitunni HBO Max, samhliða sýningum í kvikmyndahúsum, og leiddi það til deilna milli útgáfufyrirtækisins og Vileneuve. Sjá einnig: Leikstjóri Dune sendir AT&T og Warner Bros. kaldar kveðjur Timothée Chalamet leikur aðalhlutverk myndarinnar auk þeim Rebeccu Ferguson, Oscar Isaac, Josh Brolin, Stellan Skarsgård, Dave Batista og Jason Momoa. The French Dispatch 22. október Wes Anderson hefur ekki gefið út kvikmynd frá árinu 2018, þegar hann gaf út Isle of dogs. Í október verður kvikmyndin The French dispatch frumsýnd. Hún fjallar um hóp blaðamanna sem vinna á bandarísku dagblaði í ímyndaðri franskri borg. Myndin státar af gífurlegum fjölda vel þekktra leikara. Þar á meðal eru Benicio Del Toro, Tilda Swinton, Adrien Brody, Frances McDormand, Timothée Chalamet, Bill Murray, Owen Wilson, Léa Seydoux og Jeffrey Wright. Myndina átti upprunalega að sýna í júlí í fyrra. Eternals 5. nóvember Eternals er nýr hópur ofurhetja í kvikmyndasöguheimi Marvel. Eternals gerist strax í kjölfarið á Avengers Endgame og fjallar um hóp ódauðlegra ofurvera sem farið hafa leynt á jörðinni í þúsundir ára. Myndin státar af leikurum eins og Angelinu Jolie, Kumail Njiani, Richard Madden, Sölmu Hayek, Kit Harrington og mörgum öðrum. Myndina átti upprunalega að sýna í nóvember í fyrra. Ghostbusters: Afterlife 11. nóvember. Ghostbusters: Afterlife er beint framhald kvikmyndarinnar Ghostbusters II frá árinu 1989. Hún gerist í Oklahoma þar sem draugar herja á lítið samfélag. Þá virðist sem draugabanarnir þurfi að snúa saman bökum á nýjan leik. Myndin státar þeim Paul Rudd, Finn Wolfhard og auðvitað Dan Aykroyd, Bill Murray, Sigourney Weaver, Ernie Hudson og Annoe Potts svo einhverjir séu nefndir. Harold Ramis, sem var einn upprunalegu Draugabananna, lést árið 2014. Myndina átti upprunalega að frumsýna í júlí í fyrra. Top Gun Maverick 19. nóvember Það séu liðin 35 ár frá því upprunalega Top Gun kvikmyndin sló í gegn finnur Tom Cruise enn þörfina, þörfina fyrir hraða. Pete „Maverick“ Mitchell er orðinn kennari í orrustuþotuflugmanna-skólanum í San Diego og hittir þar fyrir son Goose, hans gamla aðstoðarflugmanns sem dó í upprunalegu myndinni. Þessa mynd átti upprunalega að birta í júní í fyrra. Spider-Man: No Way Home 17. desember Frumsýna á þriðju mynd Tom Holland í hlutverki Peter Parker og Spider-Man um jólin. Enn sem komið er hefur Marvel varist allra fregna um söguþráð myndarinnar en netið hefur þrátt fyrir það löðrað í hinum ýmsu kenningum. Þær sem þykja hvað líklegastar snúa að því að myndin muni gerast í mismunandi víddum (Multiverse) og að Tobey Maguire, Andrew Garfield og aðrir úr eldri myndum um ofurhetjuna muni einnig birtast í þessari. Sony hefur ekki birt stiklu fyrir myndina. Bara þessa kitlu. Upprunalega átti að sýna myndina í júlí í fyrra. The King‘s Man 22. desember Ralph Fiennes er í aðalhlutverki í þessari mynd sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni og fjallar um uppruna Kingsman-njósnaranna. Hann mun þurfa að koma heiminum til bjargar þar sem heimsins verstu einræðisherrar og glæpamenn hyggja á að myrða milljónir manna. Upprunalega átti að frumsýna myndina í september í fyrra. Matrix 4 22. desember Lana Wachowski, annar upprunalegu höfunda Matrix-þríleiksins hefur fengið til liðs við sig þau Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss til að gera nýja kvikmynd um Neo og Trinity. Lítið sem ekkert meira en það er vitað um myndina en upprunalega átti að sýna hana í maí í fyrra. Ekki er búið að gefa út stiklu eða kitlu.
Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) James Bond Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira