Hyundai kynnir nettan Bayon Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. ágúst 2021 07:01 Hyundai Bayon. Hyundai á Íslandi frumsýnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16 fólksbílinn Bayon sem er nýjasta viðbót framleiðandans hér á landi. Bayon er ríkulega búinn bíll með góðri veghæð og hárri yfirbyggingu í ætt við jepplinga, þar sem sest er beint inn og setið hátt. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Bayon fremur rúmgóður og auðveldur í umgengni. Það á ekki síst við þegar hlaða þarf farangri í 411 lítra farangursrýmið þar sem afturhlerinn opnast einstaklega hátt. Hægt er að stækka farangursrýmið í 1.205 lítra, sem er með því mesta í þessum stærðarflokki. Góður afþreyingar- og öryggisbúnaður Staðalbúnaður Bayon er sérlega góður, einkum þegar kemur að öryggi og akstursaðstoð. Meðal staðalbúnaðar í grunnútgáfunni Comfort er t.d. 8“ afþreyingarskjár, hraðastillir, brekkubremsa, akgreinavari og árekstrarvörn ásamt bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara og aðvörun sé opin hurð. Meðal þægindabúnaðar má svo nefna lyklalaust aðgengi, skyggðar rúður, hita í stýri, upphitaða hliðarspegla, armpúða við framsæti, Bluetooth, USB og þráðlausa farsímahleðslu svo nokkuð sé nefnt. Í dýrari útfærslu Bayon, Style, bætast svo við fleiri eiginleikar á bæði öryggis- og þægindasviði, svo sem 10,25 tommu afþreyingar- og upplýsingaskjár, hljómtæki frá Bose, meiri öryggisbúnaður og akstursaðstoð og fleira eins og hægt er að kynna sér nánar á Hyundai.is. Hyundai Bayon. Einkennandi útlit nýrrar línu Hyundai Eins og nýr Tucon, Kona og Santa Fe er einkennismerki Bayon hið nýja ytra útlit fólksbílalínu Hyundai, þar sem framendinn er sérlega svipsterkur og grípur augað í umferðinni vegna samspils ljósabúnaðar og heildareiningar framendans. Þá er eftirtektarvert hve Bayon hefur háan lægsta punkt sem eru 18,3 cm sem er raunar með því besta sem gerist í stærðarflokknum. Bakssvipur Bayon ekki síður einkennandi þar sem búmeranglaga afturljósin eru einkennandi ásamt stalllaga afturhleranum en hvort tveggja innrammar sterka heildarhönnun Bayon. Snörp 100 hestafla vél með forþjöppu Hér á landi er Bayon til að byrja með boðinn með snarpri þriggja strokka eitt hundrað hestafla bensínvél við sjálfskiptingu og forþjöppu. Bayon er boðinn í tveimur búnaðarútfærslum, Comfort og Style, og er grunnverð bílsins 3.890.000 krónur. Eins og hægt er að kynna sér nánar hjá Hyundai við Kauptún á morgun, laugardag milli 12 og 16 þar sem reynsluakstursbílar eru til taks fyrir þá sem vilja koma og prófa nýja fjölskyldumeðliminn. Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Bayon fremur rúmgóður og auðveldur í umgengni. Það á ekki síst við þegar hlaða þarf farangri í 411 lítra farangursrýmið þar sem afturhlerinn opnast einstaklega hátt. Hægt er að stækka farangursrýmið í 1.205 lítra, sem er með því mesta í þessum stærðarflokki. Góður afþreyingar- og öryggisbúnaður Staðalbúnaður Bayon er sérlega góður, einkum þegar kemur að öryggi og akstursaðstoð. Meðal staðalbúnaðar í grunnútgáfunni Comfort er t.d. 8“ afþreyingarskjár, hraðastillir, brekkubremsa, akgreinavari og árekstrarvörn ásamt bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara og aðvörun sé opin hurð. Meðal þægindabúnaðar má svo nefna lyklalaust aðgengi, skyggðar rúður, hita í stýri, upphitaða hliðarspegla, armpúða við framsæti, Bluetooth, USB og þráðlausa farsímahleðslu svo nokkuð sé nefnt. Í dýrari útfærslu Bayon, Style, bætast svo við fleiri eiginleikar á bæði öryggis- og þægindasviði, svo sem 10,25 tommu afþreyingar- og upplýsingaskjár, hljómtæki frá Bose, meiri öryggisbúnaður og akstursaðstoð og fleira eins og hægt er að kynna sér nánar á Hyundai.is. Hyundai Bayon. Einkennandi útlit nýrrar línu Hyundai Eins og nýr Tucon, Kona og Santa Fe er einkennismerki Bayon hið nýja ytra útlit fólksbílalínu Hyundai, þar sem framendinn er sérlega svipsterkur og grípur augað í umferðinni vegna samspils ljósabúnaðar og heildareiningar framendans. Þá er eftirtektarvert hve Bayon hefur háan lægsta punkt sem eru 18,3 cm sem er raunar með því besta sem gerist í stærðarflokknum. Bakssvipur Bayon ekki síður einkennandi þar sem búmeranglaga afturljósin eru einkennandi ásamt stalllaga afturhleranum en hvort tveggja innrammar sterka heildarhönnun Bayon. Snörp 100 hestafla vél með forþjöppu Hér á landi er Bayon til að byrja með boðinn með snarpri þriggja strokka eitt hundrað hestafla bensínvél við sjálfskiptingu og forþjöppu. Bayon er boðinn í tveimur búnaðarútfærslum, Comfort og Style, og er grunnverð bílsins 3.890.000 krónur. Eins og hægt er að kynna sér nánar hjá Hyundai við Kauptún á morgun, laugardag milli 12 og 16 þar sem reynsluakstursbílar eru til taks fyrir þá sem vilja koma og prófa nýja fjölskyldumeðliminn.
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent