Dusty Stórmeistarar í CS:GO annað árið í röð Snorri Rafn Hallsson skrifar 5. september 2021 14:07 Það var svo sannarlega veisla í beinni útsendingu þegar sýnt var frá úrslitaleik Stórmeistaramótsins í CS:GO á Stöð 2 Esport í gærkvöldi. Ríkjandi meistarar Dusty mættu reynslumiklu liði Vallea í Arena á Smáratorgi. Kvöldið hófst á æsispennandi stjörnuliðsleik milli Kúrekanna og Nautanna þar sem liðin skildu jöfn. Dusty gerði sér hins vegar lítið fyrir og skellti Vallea til að verja titilinn og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna stórmeistaramótið tvö ár í röð. Kúrekarnir gegn Nautunum Mikil eftirvænting ríkti fyrir kvöldinu, enda ekki á hverjum degi sem tvö stór lið mætast á leikvangi sem þessum. Til að kynda undir stemningunni höfðu lýsendur CS:GO, þeir Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson sett saman stjörnulið. Kristján fékk StebbaC0C0, Varg, Capping, Peterr og miNideGreez til liðs við Kúrekana, en Nautin skipuðu Demantur, Snky, Clver, Allee og Bóndi. Sá háttur var hafður á að leikstjórnendur kepptu ekki þetta árið, en þeim til halds og trausts í myndveri mættu Donna Cruz og Egill Ploder til að lýsa flugeldasýningunni með þeim. Í sýningarleik sem þessum er engin ástæða til að takmarka leikinn við hefðbundið kortaval og því fór fyrri leikurinn fram í Cache-kortinu, en það hefur ekki sést lengi í keppnisleikjum. Nautin hófu leik í sókn (Terrorist) og unnu fyrstu lotuna. miNideGreez og StebbiC0C0 mættu heitir til leiks í vörninni fyrir Kúreka og náðu báðir þreföldum fellum snemma í leiknum. Clvr fór einnig vel af stað fyrir Nautin og náði fjórfaldri fellu í fimmtu lotu, en þá náðu Kúrekar örlitlu forskoti. Í stöðunni 5-3 fyrir Kúrekum fór að halla undan fæti og unnu Nautin 12 lotur í röð. Demantur lék á als oddi í þessari endurkomu og það sem byrjaði sem smá hóll var orðið að risastórri brekku fyrir Kúrekana. Staða í hálfleik: Kúrekarnir 5 - 15 Nautin. Í síðari hálfleik var komið að Kúrekunum að sýna hvað í þeim býr. Lítið hafði sést til Vargs, sem er kempa af annarri kynslóð en þeirri sem keppir í CS:GO í dag, en hann kom sterkur til leiks í síðari hálfleik. Kúrekar unnu fyrstu fimm loturnar og jöfnuðu leika, en eftir það var keppnin ekkert nema stál í stál. StebbiC0C0 lét finna til sín á vappanum og fengu deiglurnar að syngja, enda allir keppendur gríðarlega færir á því vopni. Kúrekar komust svo yfir í tuttugustu og þriðju lotu, en þurftu að passa upp á efnahaginn eftir það. Í þeirri tuttugustu og sjöundu höfðu Nautin tækifæri til að komast í sigurstöðu eftir fullkomin leik í lotunni á undan en miNideGreez var ekki á því að það mætti gerast. Einn gegn fjórum leikmönnum kom hann sprengjunni fyrir og felldi bæði Demant og Snky til að bjarga lotunni fyrir horn og komast í 32 fellur áður en leikurinn var úti. Eftir venjulegan leiktíma voru liðin þó jöfn og því þurfti að grípa til framlengingar. Þeirri fyrstu af mörgum. Staða eftir 30 lotur: Kúrekarnir 15 - 15 Nautin Í framlengingu gripu Kúrekar til þess að leika með tvo vappa en það skilaði litlu. Liðin skiptust á mönnum og lotum á meðan Egill og Tómas ræddu ólíkar gerðir af bumbum og eftir 36 lotur var staðan ennþá jöfn. Staða eftir fyrstu framlengingu: Kúrekarnir 18 - 18 Nautin Enn var lítið sem ekkert til að skilja liðin að, Kúrekarnir héldu áfram að elta Nautin án þess að ná að smala þeim og voru aldrei í þeirri stöðu að geta tryggt sér sigurinn. Staða eftir aðra framlengingu: Kúrekarnir 21 - 21 Nautin Kúrekarnir fengu smá aukaviðspyrnu í þriðju framlengingu og komust yfir, en afdrifarík mistök í næst síðustu lotunni kostaði þá sigurinn. Nautin voru nýbúin að jafna og hófst lota fjörutíu og sjö á miklum hasar. Nautin settu sprengjuna niður en voru fljótlega felld af Kúrekunum, sem höfðu hins vegar gleymt að kaupa aftengingarbúnað. Þeim gafst því ekki tími til að gera sprengjuna óvirka og lotan sem hefði átt að vera þeirra féll í skaut Nautanna. Í síðustu lotu byrjaði Clvr með tvöfaldri fellu og tókst Demanti að tryggja Nautunum sigurinn einn á móti tveimur andstæðingum. Lokastaða: Kúrekarnir 23 - 25 Nautin Eftir þessa gífurlega spennandi og löngu viðureign voru Nautin í góðri stöðu til að vinna Stjörnuleikinn. Spennan hélt áfram í síðari leiknum sem leikinn var eftir úrslitaleikinn. Hann fór fram í Train og er því síðasti Train leikurinn á mótinu ef svo má segja, en á næsta tímabili kemur Ancient kortið inn í staðinn. Kúrekar létu smella í svipunum í upphafi og komust í 3-0, en Nautin létu í kjölfarið finna fyrir sér með því að þétta vörnina svo um munaði. Kúrekarnir sóttu hratt en gengu ítrekað í gildrur Nautanna sem kláruðu fyrri hálfleikinn með stæl þar sem Allee varðist vel og kom Nautunum yfir. Staða í hálfleik: Kúrekarnir 7 - 8 Nautin Nautin nýttu meðbyrinn vel, stráfelldu Kúrekana og sprengdu sprengjur. Fellurnar dreifðust jafnt á leikmenn beggja liða sem skemmtu sér konunglega í afslöppuðum sýningarleiknum. Mikill hasar var á útisvæðunum við lestirnar þar sem Kúrekarnir komust upp á lagið með að aftengja sprengjur Nautanna. StebbiC0C0 átti stórglæsilega lotu til að jafna leikinn þegar hann aftengdi sprengju á síðustu stundu á meðan kúlunum rigndi yfir hann. Þetta var innblásturinn sem Kúrekarnir þurftu á að halda og unnu þeir síðustu loturnar hratt og örugglega í frábærri endurkomu. Lokastaða: Kúrekarnir 16 - 12 Nautin Enn og aftur var því jafntefli í Stjörnuleiknum þegar upp var staðið og ekki hægt að biðja um betri skemmtun til að hleypa kvöldinu af stað. Úrslitaleikurinn Þá var komið að aðalatriðinu. Yrði Dusty fyrsta liðið sem næði að verja Stórmeistaratitilinn, eða tækist Vallea, sem hafði veitt þeim góða samkeppni í deildinni að hrifsa bikarinn úr höndum þeirra? Eftir glæsilegan sigur gegn KR í undanúrslitunum hafði Vallea sýnt að þeir ættu fullt erindi í úrslitaleikinn og munaði þar mestu um vel samstilltar aðgerðir liðsins sem þurfti ekki að reiða sig á einstaklingsframtak til að ná árangri. Helsti styrkur Vallea felst í liðsheildinni og góðri ákvarðanatöku. Dusty er hins vegar með stjörnu í hverju hlutverki og þrátt fyrir ungan aldur býr liðið yfir mikilli reynslu. Hafandi unnið alla mögulega titla hér á landi undanfarin ár urðu Dusty þó að teljast örlítið sigurstranglegri. Fyrir leikinn var boltinn því Vallea-megin að finna upp á einhverju sem gæti komið Dusty á óvart. Það gerðist strax í kortavalinu þar sem Vallea valdi Inferno kortið en bannaði ekki Overpass líkt og liðið hafði gert allt síðasta tímabil. Dusty valdi Overpass en það er eins konar heimakort liðsins. Verður þetta því að teljast óvenjulegt útspil hjá Vallea. Vallea gegn Dusty Fyrsti leikurinn í úrslitunum fór af stað með látum Vallea byrjaði í sókn (Terrorist) en EddezeNNN átti fyrstu fellu kvöldsins. LeFluff bætti um betur og felldi tvo til viðbótar, en Vallea náði að setja sprengjuna niður. Narfi var vel staðsettur gegn síðasta andstæðingnum og náði að hafa betur. Vallea sýndu sínar bestu hliðar í upphafi leiks, samstilltir og óhræddir tóku þeir á móti leikmönnum Dusty og felldu þá trekk í trekk. Dusty þurfti að spara við sig í vopnakaupum og unnu Vallea því fyrstu fimm loturnar af miklu öryggi. Í sjöttu lotu snerist leikurinn við. Þá var komið að annarri byssulotunni og Dusty máttu ekki við því að tapa henni. Vallea mætti með sterkt plan en Dusty lokaði á allt saman. Bjarni varðist gríðarlega vel, felldi þrjá og fékk ókeypis byssu í kaupbæti. Dusty-vélin var komin í gang, og hana er enginn leikur að stöðva. Í næstu lotu róaði Vallea leikinn til að breyta hraðanum en allt kom fyrir ekki. Þegar leikmenn liðsins reyndu að sækja sér upplýsingar voru þeir felldir hver af öðrum og Dusty náði að aftengja sprengjuna með miklum látum. Svona átti þetta eftir að vera það sem eftir var leiks. Dusty tók sex lotur í röð með því að hafa betur í svo gott sem öllum einvígum og gefa engin færi á sér. Vallea rétt náði að klóra í bakkann og jafna í 6-6. ThorsteinnF sem er nýtekinn við vappanum hjá Dusty eftir að StebbiC0C0 fór úr liðinu, sýndi að hann unir sér vel í því hlutverki á meðan leikstjórnandinn Bjarni sem hefur verið nokkuð atkvæðalítill þegar kemur að fellum sótti hverja felluna á fætur annarri. Hvorki gekk né rak hjá Vallea að sjá við þeim og voru Dusty því komnir yfir í lok fyrri hálfleiks. Staða í hálfleik: Vallea 6 - 9 Dusty EddezeNNN hleypti síðari hálfleik af stað með þrefaldri fellu í skammbyssulotunni. Dusty hélt uppteknum hætti og stillti Vallea algjörlega upp við vegg. Stundum var mjótt á munum þegar liðin skiptust á leikmönnum en Dusty hafði betur í öllum lotum það sem eftir var leiks. Þrátt fyrir gott leikskipulag Vallea fundu Dusty alltaf lausnir sem virkuðu og nýttu búnað virkilega vel til að veikja vörn Vallea. Lokastaða: Vallea 6 - 16 Dusty Með þessu hafði Dusty stolið kortinu af Vallea. Loturnar sem þeir töpuðu í upphafi skiptu í raun litlu máli þegar upp var staðið. Hefðu hlutirnir fallið örlítið meira með Vallea hefði leikurinn verið jafnari en stórgott lið Dusty gaf engin færi á sér. Rísí og Félagsmálaráðuneytið undirrita samkomulag Áður en haldið var í annan leik liðanna á heimakorti Dusty, mættu Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í myndver þar sem þeir undirrituðu samkomulag um áframhaldandi samstarf á sviði geðheilbrigðismála. Með samkomulaginu staðfestir Félagsmálaráðuneytið mikilvægi RÍSÍ í málefnum barna. Markmiðið er að þróa aðferðir og úrræði sem ná til barna og ungmenna í vanda, og byggir á nýrri nálgun sem miðar að því að byggja upp jákvæðni og stuðla að bættri andlegri líðan. Lokaleikurinn Ef Vallea átti að eiga einhvern möguleika á að skáka Dusty í Overpass hefði liðið þurft að stúdera allar aðgerðir Dusty og finna leiðir til að gera leikinn óþægilegan fyrir þá. Þetta gekk síðustu helgi þegar Vallea mætti KR í Nuke en allt kom fyrir ekki í þetta skiptið. Aftur komst Vallea yfir í upphafi leiks í vörninni (Counter-Terrorist) en Dusty voru fljótir að sjá við þeim. Liðið sýndi yfirburði sína strax í þriðju lotu þegar Vallea komust í góða stöðu og leikmenn Dusty voru heilsulitlir en samt tókst þeim að hafa betur og senda Vallea í spar í næstu lotu. Dusty var í essinu sínu enda þekkja þeir kortið vel, flæddu inn á sprengjusvæðin á hárréttum tímum og gátu séð fyrir svör Vallea. Hægt og rólega þjörmuðu þeir meira og meira að andstæðingum sínum eins og kyrkislanga og felldu þá einn af öðrum með skipulegum hætti. Vallea brá á það ráð að leika með tvo vappa sem virtist ætla að lofa góðu, en eins og í öllu öðru voru Dusty fljótir að sjá við þeim og fella vappana snemma. Það reyndist Vallea dýrkeypt og efnahagurinn ekki upp á marga fiska það sem eftir var hálfleiks. Allar tímasetningar gengu upp hjá leikmönnum Dusty sem víluðu ekki fyrir sér að veiða uppi leikmenn Vallea og setja pressuna yfir á þá. Dusty nýtti sér snúninga Vallea til að skapa sóknarfæri og sækja þar sem glufurnar birtust. Í lok hálfleik var Dusty því í kjör stöðu til að tryggja sér sigurinn og verja titilinn. Staða í hálfleik: Vallea 4 - 11 Dusty Síðari hálfleikur var ekki langur. Leikmenn Dusty voru orðnir kokhraustir og sýndu Vallea litla sem enga virðingu til að tryggja sér sigurinn. Þeir stilltu sér upp í umsátur og stráfelldu leikmenn Vallea sem gátu litla viðspyrnu veitt. Í síðustu lotunni felldi LeFluff þrjá andstæðinga, EddezeNN felldi einn og nýi leikmaður Dusty, Midgard kláraði leikinn fyrir Dusty. Lokastaða Vallea 4 - 16 Þegar á réð áttu Vallea litla möguleika á sigri gegn Dusty sem voru upp á sitt allra besta. Á bak við hvert sprengjukast, hverja tímasetningu, hverja einustu aðgerð liðsins býr mikil hugsun sem leikmenn þekkja. Vallea átti erfitt með að sækja sér upplýsingar og náði einungis tíu lotum í tveimur kortum. Ekkert lát á sigurgöngu Dusty Dusty sýndu enn og aftur að þeir eru langbesta liðið á landinu um þessar mundir og voru leikmenn liðsins kátir í myndveri eftir leikinn. Dusty eru Stórmeistarar í CS:GO annað árið í röð og ekki sér fyrir endann á sigurgöngu liðsins. Deildarkeppnin hefst að nýju í október á Stöð 2 Esport og þurfa önnur lið að taka á honum stóra sínum til að eiga roð við meisturunum. Rafíþróttir Dusty Tengdar fréttir Dusty tryggði sér sæti í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO Fyrsti keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Rafmos, Dusty, Þórs og XY kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. 29. ágúst 2021 12:16 Vallea mætir Dusty í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO Annar keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Kórdrengja, Vallea, KR og Fylkis kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. 30. ágúst 2021 14:58 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Kvöldið hófst á æsispennandi stjörnuliðsleik milli Kúrekanna og Nautanna þar sem liðin skildu jöfn. Dusty gerði sér hins vegar lítið fyrir og skellti Vallea til að verja titilinn og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna stórmeistaramótið tvö ár í röð. Kúrekarnir gegn Nautunum Mikil eftirvænting ríkti fyrir kvöldinu, enda ekki á hverjum degi sem tvö stór lið mætast á leikvangi sem þessum. Til að kynda undir stemningunni höfðu lýsendur CS:GO, þeir Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson sett saman stjörnulið. Kristján fékk StebbaC0C0, Varg, Capping, Peterr og miNideGreez til liðs við Kúrekana, en Nautin skipuðu Demantur, Snky, Clver, Allee og Bóndi. Sá háttur var hafður á að leikstjórnendur kepptu ekki þetta árið, en þeim til halds og trausts í myndveri mættu Donna Cruz og Egill Ploder til að lýsa flugeldasýningunni með þeim. Í sýningarleik sem þessum er engin ástæða til að takmarka leikinn við hefðbundið kortaval og því fór fyrri leikurinn fram í Cache-kortinu, en það hefur ekki sést lengi í keppnisleikjum. Nautin hófu leik í sókn (Terrorist) og unnu fyrstu lotuna. miNideGreez og StebbiC0C0 mættu heitir til leiks í vörninni fyrir Kúreka og náðu báðir þreföldum fellum snemma í leiknum. Clvr fór einnig vel af stað fyrir Nautin og náði fjórfaldri fellu í fimmtu lotu, en þá náðu Kúrekar örlitlu forskoti. Í stöðunni 5-3 fyrir Kúrekum fór að halla undan fæti og unnu Nautin 12 lotur í röð. Demantur lék á als oddi í þessari endurkomu og það sem byrjaði sem smá hóll var orðið að risastórri brekku fyrir Kúrekana. Staða í hálfleik: Kúrekarnir 5 - 15 Nautin. Í síðari hálfleik var komið að Kúrekunum að sýna hvað í þeim býr. Lítið hafði sést til Vargs, sem er kempa af annarri kynslóð en þeirri sem keppir í CS:GO í dag, en hann kom sterkur til leiks í síðari hálfleik. Kúrekar unnu fyrstu fimm loturnar og jöfnuðu leika, en eftir það var keppnin ekkert nema stál í stál. StebbiC0C0 lét finna til sín á vappanum og fengu deiglurnar að syngja, enda allir keppendur gríðarlega færir á því vopni. Kúrekar komust svo yfir í tuttugustu og þriðju lotu, en þurftu að passa upp á efnahaginn eftir það. Í þeirri tuttugustu og sjöundu höfðu Nautin tækifæri til að komast í sigurstöðu eftir fullkomin leik í lotunni á undan en miNideGreez var ekki á því að það mætti gerast. Einn gegn fjórum leikmönnum kom hann sprengjunni fyrir og felldi bæði Demant og Snky til að bjarga lotunni fyrir horn og komast í 32 fellur áður en leikurinn var úti. Eftir venjulegan leiktíma voru liðin þó jöfn og því þurfti að grípa til framlengingar. Þeirri fyrstu af mörgum. Staða eftir 30 lotur: Kúrekarnir 15 - 15 Nautin Í framlengingu gripu Kúrekar til þess að leika með tvo vappa en það skilaði litlu. Liðin skiptust á mönnum og lotum á meðan Egill og Tómas ræddu ólíkar gerðir af bumbum og eftir 36 lotur var staðan ennþá jöfn. Staða eftir fyrstu framlengingu: Kúrekarnir 18 - 18 Nautin Enn var lítið sem ekkert til að skilja liðin að, Kúrekarnir héldu áfram að elta Nautin án þess að ná að smala þeim og voru aldrei í þeirri stöðu að geta tryggt sér sigurinn. Staða eftir aðra framlengingu: Kúrekarnir 21 - 21 Nautin Kúrekarnir fengu smá aukaviðspyrnu í þriðju framlengingu og komust yfir, en afdrifarík mistök í næst síðustu lotunni kostaði þá sigurinn. Nautin voru nýbúin að jafna og hófst lota fjörutíu og sjö á miklum hasar. Nautin settu sprengjuna niður en voru fljótlega felld af Kúrekunum, sem höfðu hins vegar gleymt að kaupa aftengingarbúnað. Þeim gafst því ekki tími til að gera sprengjuna óvirka og lotan sem hefði átt að vera þeirra féll í skaut Nautanna. Í síðustu lotu byrjaði Clvr með tvöfaldri fellu og tókst Demanti að tryggja Nautunum sigurinn einn á móti tveimur andstæðingum. Lokastaða: Kúrekarnir 23 - 25 Nautin Eftir þessa gífurlega spennandi og löngu viðureign voru Nautin í góðri stöðu til að vinna Stjörnuleikinn. Spennan hélt áfram í síðari leiknum sem leikinn var eftir úrslitaleikinn. Hann fór fram í Train og er því síðasti Train leikurinn á mótinu ef svo má segja, en á næsta tímabili kemur Ancient kortið inn í staðinn. Kúrekar létu smella í svipunum í upphafi og komust í 3-0, en Nautin létu í kjölfarið finna fyrir sér með því að þétta vörnina svo um munaði. Kúrekarnir sóttu hratt en gengu ítrekað í gildrur Nautanna sem kláruðu fyrri hálfleikinn með stæl þar sem Allee varðist vel og kom Nautunum yfir. Staða í hálfleik: Kúrekarnir 7 - 8 Nautin Nautin nýttu meðbyrinn vel, stráfelldu Kúrekana og sprengdu sprengjur. Fellurnar dreifðust jafnt á leikmenn beggja liða sem skemmtu sér konunglega í afslöppuðum sýningarleiknum. Mikill hasar var á útisvæðunum við lestirnar þar sem Kúrekarnir komust upp á lagið með að aftengja sprengjur Nautanna. StebbiC0C0 átti stórglæsilega lotu til að jafna leikinn þegar hann aftengdi sprengju á síðustu stundu á meðan kúlunum rigndi yfir hann. Þetta var innblásturinn sem Kúrekarnir þurftu á að halda og unnu þeir síðustu loturnar hratt og örugglega í frábærri endurkomu. Lokastaða: Kúrekarnir 16 - 12 Nautin Enn og aftur var því jafntefli í Stjörnuleiknum þegar upp var staðið og ekki hægt að biðja um betri skemmtun til að hleypa kvöldinu af stað. Úrslitaleikurinn Þá var komið að aðalatriðinu. Yrði Dusty fyrsta liðið sem næði að verja Stórmeistaratitilinn, eða tækist Vallea, sem hafði veitt þeim góða samkeppni í deildinni að hrifsa bikarinn úr höndum þeirra? Eftir glæsilegan sigur gegn KR í undanúrslitunum hafði Vallea sýnt að þeir ættu fullt erindi í úrslitaleikinn og munaði þar mestu um vel samstilltar aðgerðir liðsins sem þurfti ekki að reiða sig á einstaklingsframtak til að ná árangri. Helsti styrkur Vallea felst í liðsheildinni og góðri ákvarðanatöku. Dusty er hins vegar með stjörnu í hverju hlutverki og þrátt fyrir ungan aldur býr liðið yfir mikilli reynslu. Hafandi unnið alla mögulega titla hér á landi undanfarin ár urðu Dusty þó að teljast örlítið sigurstranglegri. Fyrir leikinn var boltinn því Vallea-megin að finna upp á einhverju sem gæti komið Dusty á óvart. Það gerðist strax í kortavalinu þar sem Vallea valdi Inferno kortið en bannaði ekki Overpass líkt og liðið hafði gert allt síðasta tímabil. Dusty valdi Overpass en það er eins konar heimakort liðsins. Verður þetta því að teljast óvenjulegt útspil hjá Vallea. Vallea gegn Dusty Fyrsti leikurinn í úrslitunum fór af stað með látum Vallea byrjaði í sókn (Terrorist) en EddezeNNN átti fyrstu fellu kvöldsins. LeFluff bætti um betur og felldi tvo til viðbótar, en Vallea náði að setja sprengjuna niður. Narfi var vel staðsettur gegn síðasta andstæðingnum og náði að hafa betur. Vallea sýndu sínar bestu hliðar í upphafi leiks, samstilltir og óhræddir tóku þeir á móti leikmönnum Dusty og felldu þá trekk í trekk. Dusty þurfti að spara við sig í vopnakaupum og unnu Vallea því fyrstu fimm loturnar af miklu öryggi. Í sjöttu lotu snerist leikurinn við. Þá var komið að annarri byssulotunni og Dusty máttu ekki við því að tapa henni. Vallea mætti með sterkt plan en Dusty lokaði á allt saman. Bjarni varðist gríðarlega vel, felldi þrjá og fékk ókeypis byssu í kaupbæti. Dusty-vélin var komin í gang, og hana er enginn leikur að stöðva. Í næstu lotu róaði Vallea leikinn til að breyta hraðanum en allt kom fyrir ekki. Þegar leikmenn liðsins reyndu að sækja sér upplýsingar voru þeir felldir hver af öðrum og Dusty náði að aftengja sprengjuna með miklum látum. Svona átti þetta eftir að vera það sem eftir var leiks. Dusty tók sex lotur í röð með því að hafa betur í svo gott sem öllum einvígum og gefa engin færi á sér. Vallea rétt náði að klóra í bakkann og jafna í 6-6. ThorsteinnF sem er nýtekinn við vappanum hjá Dusty eftir að StebbiC0C0 fór úr liðinu, sýndi að hann unir sér vel í því hlutverki á meðan leikstjórnandinn Bjarni sem hefur verið nokkuð atkvæðalítill þegar kemur að fellum sótti hverja felluna á fætur annarri. Hvorki gekk né rak hjá Vallea að sjá við þeim og voru Dusty því komnir yfir í lok fyrri hálfleiks. Staða í hálfleik: Vallea 6 - 9 Dusty EddezeNNN hleypti síðari hálfleik af stað með þrefaldri fellu í skammbyssulotunni. Dusty hélt uppteknum hætti og stillti Vallea algjörlega upp við vegg. Stundum var mjótt á munum þegar liðin skiptust á leikmönnum en Dusty hafði betur í öllum lotum það sem eftir var leiks. Þrátt fyrir gott leikskipulag Vallea fundu Dusty alltaf lausnir sem virkuðu og nýttu búnað virkilega vel til að veikja vörn Vallea. Lokastaða: Vallea 6 - 16 Dusty Með þessu hafði Dusty stolið kortinu af Vallea. Loturnar sem þeir töpuðu í upphafi skiptu í raun litlu máli þegar upp var staðið. Hefðu hlutirnir fallið örlítið meira með Vallea hefði leikurinn verið jafnari en stórgott lið Dusty gaf engin færi á sér. Rísí og Félagsmálaráðuneytið undirrita samkomulag Áður en haldið var í annan leik liðanna á heimakorti Dusty, mættu Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í myndver þar sem þeir undirrituðu samkomulag um áframhaldandi samstarf á sviði geðheilbrigðismála. Með samkomulaginu staðfestir Félagsmálaráðuneytið mikilvægi RÍSÍ í málefnum barna. Markmiðið er að þróa aðferðir og úrræði sem ná til barna og ungmenna í vanda, og byggir á nýrri nálgun sem miðar að því að byggja upp jákvæðni og stuðla að bættri andlegri líðan. Lokaleikurinn Ef Vallea átti að eiga einhvern möguleika á að skáka Dusty í Overpass hefði liðið þurft að stúdera allar aðgerðir Dusty og finna leiðir til að gera leikinn óþægilegan fyrir þá. Þetta gekk síðustu helgi þegar Vallea mætti KR í Nuke en allt kom fyrir ekki í þetta skiptið. Aftur komst Vallea yfir í upphafi leiks í vörninni (Counter-Terrorist) en Dusty voru fljótir að sjá við þeim. Liðið sýndi yfirburði sína strax í þriðju lotu þegar Vallea komust í góða stöðu og leikmenn Dusty voru heilsulitlir en samt tókst þeim að hafa betur og senda Vallea í spar í næstu lotu. Dusty var í essinu sínu enda þekkja þeir kortið vel, flæddu inn á sprengjusvæðin á hárréttum tímum og gátu séð fyrir svör Vallea. Hægt og rólega þjörmuðu þeir meira og meira að andstæðingum sínum eins og kyrkislanga og felldu þá einn af öðrum með skipulegum hætti. Vallea brá á það ráð að leika með tvo vappa sem virtist ætla að lofa góðu, en eins og í öllu öðru voru Dusty fljótir að sjá við þeim og fella vappana snemma. Það reyndist Vallea dýrkeypt og efnahagurinn ekki upp á marga fiska það sem eftir var hálfleiks. Allar tímasetningar gengu upp hjá leikmönnum Dusty sem víluðu ekki fyrir sér að veiða uppi leikmenn Vallea og setja pressuna yfir á þá. Dusty nýtti sér snúninga Vallea til að skapa sóknarfæri og sækja þar sem glufurnar birtust. Í lok hálfleik var Dusty því í kjör stöðu til að tryggja sér sigurinn og verja titilinn. Staða í hálfleik: Vallea 4 - 11 Dusty Síðari hálfleikur var ekki langur. Leikmenn Dusty voru orðnir kokhraustir og sýndu Vallea litla sem enga virðingu til að tryggja sér sigurinn. Þeir stilltu sér upp í umsátur og stráfelldu leikmenn Vallea sem gátu litla viðspyrnu veitt. Í síðustu lotunni felldi LeFluff þrjá andstæðinga, EddezeNN felldi einn og nýi leikmaður Dusty, Midgard kláraði leikinn fyrir Dusty. Lokastaða Vallea 4 - 16 Þegar á réð áttu Vallea litla möguleika á sigri gegn Dusty sem voru upp á sitt allra besta. Á bak við hvert sprengjukast, hverja tímasetningu, hverja einustu aðgerð liðsins býr mikil hugsun sem leikmenn þekkja. Vallea átti erfitt með að sækja sér upplýsingar og náði einungis tíu lotum í tveimur kortum. Ekkert lát á sigurgöngu Dusty Dusty sýndu enn og aftur að þeir eru langbesta liðið á landinu um þessar mundir og voru leikmenn liðsins kátir í myndveri eftir leikinn. Dusty eru Stórmeistarar í CS:GO annað árið í röð og ekki sér fyrir endann á sigurgöngu liðsins. Deildarkeppnin hefst að nýju í október á Stöð 2 Esport og þurfa önnur lið að taka á honum stóra sínum til að eiga roð við meisturunum.
Rafíþróttir Dusty Tengdar fréttir Dusty tryggði sér sæti í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO Fyrsti keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Rafmos, Dusty, Þórs og XY kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. 29. ágúst 2021 12:16 Vallea mætir Dusty í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO Annar keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Kórdrengja, Vallea, KR og Fylkis kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. 30. ágúst 2021 14:58 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Dusty tryggði sér sæti í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO Fyrsti keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Rafmos, Dusty, Þórs og XY kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. 29. ágúst 2021 12:16
Vallea mætir Dusty í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO Annar keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Kórdrengja, Vallea, KR og Fylkis kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær. 30. ágúst 2021 14:58
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti