Oddvitaáskorunin: Hámhorfði á upplýsingafundina Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2021 21:01 Þorbjörg og dætur hennar. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum. „Ég heiti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. Ég er 43 ára og á þrjár dætur; Elísabetu Unu, Kristrúnu og Maríu Guðrúnu Ágústsdætur. Við búum í Smáíbúðahverfinu með kisunum okkar tveimur. Ég er lögfræðingur, lauk LL.M. gráðu frá Columbia háskóla í New York og er með diplómapróf í afbrotafræði frá HÍ. Stúdent frá MR, fornmáladeild. Foreldrar mínir eru Gunnlaugur A. Jónsson prófessor í guðfræði og Guðrún Helga Brynleifsdóttir hæstaréttarlögmaður.“ „Meistararitgerð mín fjallaði um afbrotið nauðgun. Þar lagði ég til að nauðgun yrði skilgreind út frá hugtakinu samþykki. Sú vinna varð til að ég fór að vinna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi sem leiddi mig svo áfram inn á það svið sem ég hef mest starfað við. Byrjaði sem aðstoðarsaksóknari og deildarstjóri ofbeldisbrotadeildar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Vann við rannsóknarstörf í Háskóla Íslands á meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu ásamt Hildi Fjólu Antonsdóttur. Önnur störf sem ég hef sinnt er að hafa verið aðstoðarmaður dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Pistlahöfundur á Fréttablaðinu til nokkurra ára. Áður en ég tók sæti á þingi í fyrra starfaði ég sem saksóknari hjá ríkissaksóknara. Þar var ég fyrst og fremst með kynferðisbrotamál til meðferðar, vann við málflutning fyrir dómi og flutti áfrýjuð dómsmál fyrir Landsrétti. Ég sit í allsherjar- og menntamálanefnd og í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í allsherjarnefnd eru m.a. til meðferðar kvennapólitísk málefni. Einnig menntamál sem ég hef mikinn áhuga á og finnst eiga að hafa meira vægi í stjórnmálum. Mér finnst ég njóta góðs af reynslu minni í þingstörfunum og hef mikinn áhuga á réttarbótum í réttarkerfinu.“ Verið í Viðreisn frá stofnun „Ég hef verið með í Viðreisn frá stofnun flokksins 2016. Í Viðreisn fann ég frjálslyndan flokk og alþjóðlega sinnaðan. Flokk sem er með jafnréttismálin sem gegnumgangandi stef í allri stefnu. Flokk sem er raunhæfur í tillögum og fer á ábyrgan hátt með fjármuni landsmanna. Ég skipaði 2. sæti í Reykjavík norður í þingkosningunum 2016 og aftur árið 2017. Eftir kosningar 2016 starfaði ég aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra. Þar vann ég m.a. að vinnu við lagasetningu um jafnlaunavottun, sem var eitt helsta mál Viðreisnar á þeim tíma. Ég hef alltaf verið pólitísk. Sat í stúdentaráði fyrir Vöku og var oddviti Vöku í stúdentaráði. Sat um tíma í skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík. Hef tekið virkan þátt í starfi félagasamtaka; um tíma í stjórn Kvennaathvarfsins, í stjórn landsnefndar UNIFEM, í fagráði Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrotamála, í stjórn Bjarkahlíðar. Baráttan gegn ofbeldi hefur verið leiðarstefið í minni vinnu. Ég hef sterka sannfæringu fyrir því að rödd Viðreisnar hafi aldrei verið mikilvægari en núna. Rödd frjálslyndis, ábyrgrar efnahagsstefnu, jafnréttis og alþjóðasamvinnu. Rödd miðjunnar í stjórnmálum. Ég er stolt af því að fá tækifæri til að gera gagn fyrir samfélagið okkar í starfi mínu sem þingmaður. Og hlakka til að halda því áfram.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þetta er skemmtileg og erfið spurning, því staðirnir eru svo margir sem hægt er að nefna. Ásbyrgi er hiklaust einn þeirra og svo myndi ég eiginlega nefna Snæfellsnesið í heild sinni. Það er eitthvað við orkuna á Snæfellsnesinu. Hvað færðu þér í bragðaref? Það hafa nokkrar útgáfur verið reyndar, en ég er föst í leikfléttunni Snickers og lakkrís og oft jarðarber með. Uppáhalds bók? Þær eru margar. Ég ætla að nefna bókaflokkinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni eftir Guðrúnu Helgadóttur. Elskaði þessar bækur sem stelpa og hef lesið þær fyrir allar stelpurnar mínar þrjár. Sjúklega fyndnar lýsingar á fjölskyldulífinu séð með augum Heiðu, en um leið um veruleika stríðsáranna. Systurnar Lóa Lóa og Abba hin eru í uppáhaldi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Islands In The Stream með Dolly Parton og Kenny Rogers er klassíker. Fyrsta lag í öllum betri karókípartýjum. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Kannski bara aftur heim á æskuslóðirnar. Ber alltaf taugar til Seltjarnarness. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Framan af var ég í hámhorfi á upplýsingafundina, settist niður með kaffibolla og kleinu klukkan tvö og hlustaði á þremenningana fara yfir stöðuna þann daginn. Man að mér fannst Alma með áberandi gott hár. En þetta var líka tímabil þar sem innanhúsmet í Netflix seríum féll. Í fyrstu bylgjunni fannst mér allir vera að baka súrdeigsbrauð og dóttir mín tók þá vakt. Súrinn hennar var einmitt nefndur Víðir, honum til heiðurs. Ég var meira að baka kökur og fyllti frystinn síðan reyndar af croissant sem ég keypti frosin. Veit ekki alveg hvaða kvíðaviðbrögð það voru að kaupa glás af frystu sætabrauði, en frystirinn minn hefði getað fætt allt hverfið. Og ég hef heldur aldrei gengið jafnmikið í Elliðaárdalnum og í fyrstu bylgjunni. Hvað tekur þú í bekk? Vandræðalegt að geta ekki svarað þessu! En ég er rígmontin af því að vera í góðum hópi vinkvenna sem æfir saman undir stjórn Hilmars Björns þjálfara í World Class. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Alltaf eftir fyrsta kaffibollann hér heima, áður en ég fer í vinnuna. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ég var mjög ánægð í mínu fyrra starfi sem saksóknari. Síðan á ég mér stundum þann draum að skrifa bók sem ég var byrjuð á fyrir nokkrum árum, sögu sem ég sagði stelpunum mínum og var byrjuð að skrifa. Mér finnst skemmtilegt að skrifa. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég gæti hugsað mér að spyrja hann að því hvort hann sofi vel á næturnar vitandi af þjóðinni sveltandi. Uppáhalds tónlistarmaður? Minn maður er Leonard Cohen. Svo heppin að hafa tvisvar séð hann á tónleikum, í New York og Amsterdam. Besti fimmaurabrandarinn? Ég man aldrei neina brandara. Ein sterkasta minningin úr æsku? Á meðal þeirra er sú að hafa verið í eltingaleik úti og hlaupið heim til mín, skellt hurðinni á puttann minn þannig að það fór biti framan af honum. Ég vann eltingaleikinn og puttinn ber þess merki. Ég var með hraustlegt ímyndunarafl og tókst oft að hræða sjálfa mig með hugsunum um ljón frammi á gangi og hákarla í sundi. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þær eru nokkrar. Ég er alin upp í Svíþjóð og fylgist þess vegna dálítið með stjórnmálunum þar. Mér fannst mikið koma til Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar. Hún var sterk í kosningabaráttu um upptöku evru í Svíþjóð árið 2003. Hún var myrt örfáum dögum fyrir kosningarnar eins og fólk man, 11. september 2003. Það var mikill missir fyrir Svía. Hún hefði án nokkurs vafa náð enn lengra og var aðeins 46 ára þegar hún lést. Eldklár, rökföst og rísandi stjarna í stjórnmálunum. Mér fannst Kamala Harris saksóknari sjarmerandi í forvali Demókrata um forsetaefni. Hún er sterk fyrirmynd fyrir konur og spennandi að sjá hvernig hún nýtir þetta kjörtímabil. Mér finnst merkjanlegt að hún hefur reynslu af málflutningi, hún er flink að setja fram mál sitt yfirvegað og þannig að á hana er hlustað. Síðan myndi ég vilja nefna Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómara í Bandaríkjunum. Pólitíkin er nefnilega ekki bara í stjórnmálunum. Pólitísk áhrif hennar eru gríðarleg. Ég fór að kynna mér hana þegar ég var í námi í New York. RBG er fyrirmynd um að það eru ekki alltaf mestu lætin sem mestum árangri skila, heldur einfaldlega að fylgja málum fast eftir. Besta íslenska Eurovision-lagið? Ég verð blóðheitur stuðningsmaður Íslands á hverju ári. Ég ætla bara að segja Nína hér. Besta frí sem þú hefur farið í? Ferð með dætrum mínum til Bali fyrir tveimur árum var frábær. Ég myndi gjarnan vilja ferðast meira um Indónesíu sem er ótrúlega heillandi. Í sumar átti ég svo mjög góða daga á Sardiníu, sem er guðdómlega falleg og maturinn sömuleiðis. Það var síðan skemmtilegt að vera á Ítalíu á meðan EM stóð sem hæst og fyndin upplifun að sjá fullorðna karlmenn hágrátandi þegar þeirra menn skoruðu. Uppáhalds þynnkumatur? Kók í gleri. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Dúettinn Plató er alltaf bestur. Lagið Heil þér íslenska móðir gnæfir yfir önnur frábær lög þeirra systkina. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Það voru alls konar uppátæki. Eitt klassískt var að mæta. Rómantískasta uppátækið? Rómantískasta uppátækið? Eru það ekki bara hversdagsleg almennilegheit, stöff eins og að fá kaffibolla á morgnana. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Viðreisn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum. „Ég heiti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. Ég er 43 ára og á þrjár dætur; Elísabetu Unu, Kristrúnu og Maríu Guðrúnu Ágústsdætur. Við búum í Smáíbúðahverfinu með kisunum okkar tveimur. Ég er lögfræðingur, lauk LL.M. gráðu frá Columbia háskóla í New York og er með diplómapróf í afbrotafræði frá HÍ. Stúdent frá MR, fornmáladeild. Foreldrar mínir eru Gunnlaugur A. Jónsson prófessor í guðfræði og Guðrún Helga Brynleifsdóttir hæstaréttarlögmaður.“ „Meistararitgerð mín fjallaði um afbrotið nauðgun. Þar lagði ég til að nauðgun yrði skilgreind út frá hugtakinu samþykki. Sú vinna varð til að ég fór að vinna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi sem leiddi mig svo áfram inn á það svið sem ég hef mest starfað við. Byrjaði sem aðstoðarsaksóknari og deildarstjóri ofbeldisbrotadeildar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Vann við rannsóknarstörf í Háskóla Íslands á meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu ásamt Hildi Fjólu Antonsdóttur. Önnur störf sem ég hef sinnt er að hafa verið aðstoðarmaður dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Pistlahöfundur á Fréttablaðinu til nokkurra ára. Áður en ég tók sæti á þingi í fyrra starfaði ég sem saksóknari hjá ríkissaksóknara. Þar var ég fyrst og fremst með kynferðisbrotamál til meðferðar, vann við málflutning fyrir dómi og flutti áfrýjuð dómsmál fyrir Landsrétti. Ég sit í allsherjar- og menntamálanefnd og í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í allsherjarnefnd eru m.a. til meðferðar kvennapólitísk málefni. Einnig menntamál sem ég hef mikinn áhuga á og finnst eiga að hafa meira vægi í stjórnmálum. Mér finnst ég njóta góðs af reynslu minni í þingstörfunum og hef mikinn áhuga á réttarbótum í réttarkerfinu.“ Verið í Viðreisn frá stofnun „Ég hef verið með í Viðreisn frá stofnun flokksins 2016. Í Viðreisn fann ég frjálslyndan flokk og alþjóðlega sinnaðan. Flokk sem er með jafnréttismálin sem gegnumgangandi stef í allri stefnu. Flokk sem er raunhæfur í tillögum og fer á ábyrgan hátt með fjármuni landsmanna. Ég skipaði 2. sæti í Reykjavík norður í þingkosningunum 2016 og aftur árið 2017. Eftir kosningar 2016 starfaði ég aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra. Þar vann ég m.a. að vinnu við lagasetningu um jafnlaunavottun, sem var eitt helsta mál Viðreisnar á þeim tíma. Ég hef alltaf verið pólitísk. Sat í stúdentaráði fyrir Vöku og var oddviti Vöku í stúdentaráði. Sat um tíma í skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík. Hef tekið virkan þátt í starfi félagasamtaka; um tíma í stjórn Kvennaathvarfsins, í stjórn landsnefndar UNIFEM, í fagráði Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrotamála, í stjórn Bjarkahlíðar. Baráttan gegn ofbeldi hefur verið leiðarstefið í minni vinnu. Ég hef sterka sannfæringu fyrir því að rödd Viðreisnar hafi aldrei verið mikilvægari en núna. Rödd frjálslyndis, ábyrgrar efnahagsstefnu, jafnréttis og alþjóðasamvinnu. Rödd miðjunnar í stjórnmálum. Ég er stolt af því að fá tækifæri til að gera gagn fyrir samfélagið okkar í starfi mínu sem þingmaður. Og hlakka til að halda því áfram.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þetta er skemmtileg og erfið spurning, því staðirnir eru svo margir sem hægt er að nefna. Ásbyrgi er hiklaust einn þeirra og svo myndi ég eiginlega nefna Snæfellsnesið í heild sinni. Það er eitthvað við orkuna á Snæfellsnesinu. Hvað færðu þér í bragðaref? Það hafa nokkrar útgáfur verið reyndar, en ég er föst í leikfléttunni Snickers og lakkrís og oft jarðarber með. Uppáhalds bók? Þær eru margar. Ég ætla að nefna bókaflokkinn Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni eftir Guðrúnu Helgadóttur. Elskaði þessar bækur sem stelpa og hef lesið þær fyrir allar stelpurnar mínar þrjár. Sjúklega fyndnar lýsingar á fjölskyldulífinu séð með augum Heiðu, en um leið um veruleika stríðsáranna. Systurnar Lóa Lóa og Abba hin eru í uppáhaldi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Islands In The Stream með Dolly Parton og Kenny Rogers er klassíker. Fyrsta lag í öllum betri karókípartýjum. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Kannski bara aftur heim á æskuslóðirnar. Ber alltaf taugar til Seltjarnarness. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Framan af var ég í hámhorfi á upplýsingafundina, settist niður með kaffibolla og kleinu klukkan tvö og hlustaði á þremenningana fara yfir stöðuna þann daginn. Man að mér fannst Alma með áberandi gott hár. En þetta var líka tímabil þar sem innanhúsmet í Netflix seríum féll. Í fyrstu bylgjunni fannst mér allir vera að baka súrdeigsbrauð og dóttir mín tók þá vakt. Súrinn hennar var einmitt nefndur Víðir, honum til heiðurs. Ég var meira að baka kökur og fyllti frystinn síðan reyndar af croissant sem ég keypti frosin. Veit ekki alveg hvaða kvíðaviðbrögð það voru að kaupa glás af frystu sætabrauði, en frystirinn minn hefði getað fætt allt hverfið. Og ég hef heldur aldrei gengið jafnmikið í Elliðaárdalnum og í fyrstu bylgjunni. Hvað tekur þú í bekk? Vandræðalegt að geta ekki svarað þessu! En ég er rígmontin af því að vera í góðum hópi vinkvenna sem æfir saman undir stjórn Hilmars Björns þjálfara í World Class. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Alltaf eftir fyrsta kaffibollann hér heima, áður en ég fer í vinnuna. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ég var mjög ánægð í mínu fyrra starfi sem saksóknari. Síðan á ég mér stundum þann draum að skrifa bók sem ég var byrjuð á fyrir nokkrum árum, sögu sem ég sagði stelpunum mínum og var byrjuð að skrifa. Mér finnst skemmtilegt að skrifa. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég gæti hugsað mér að spyrja hann að því hvort hann sofi vel á næturnar vitandi af þjóðinni sveltandi. Uppáhalds tónlistarmaður? Minn maður er Leonard Cohen. Svo heppin að hafa tvisvar séð hann á tónleikum, í New York og Amsterdam. Besti fimmaurabrandarinn? Ég man aldrei neina brandara. Ein sterkasta minningin úr æsku? Á meðal þeirra er sú að hafa verið í eltingaleik úti og hlaupið heim til mín, skellt hurðinni á puttann minn þannig að það fór biti framan af honum. Ég vann eltingaleikinn og puttinn ber þess merki. Ég var með hraustlegt ímyndunarafl og tókst oft að hræða sjálfa mig með hugsunum um ljón frammi á gangi og hákarla í sundi. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þær eru nokkrar. Ég er alin upp í Svíþjóð og fylgist þess vegna dálítið með stjórnmálunum þar. Mér fannst mikið koma til Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar. Hún var sterk í kosningabaráttu um upptöku evru í Svíþjóð árið 2003. Hún var myrt örfáum dögum fyrir kosningarnar eins og fólk man, 11. september 2003. Það var mikill missir fyrir Svía. Hún hefði án nokkurs vafa náð enn lengra og var aðeins 46 ára þegar hún lést. Eldklár, rökföst og rísandi stjarna í stjórnmálunum. Mér fannst Kamala Harris saksóknari sjarmerandi í forvali Demókrata um forsetaefni. Hún er sterk fyrirmynd fyrir konur og spennandi að sjá hvernig hún nýtir þetta kjörtímabil. Mér finnst merkjanlegt að hún hefur reynslu af málflutningi, hún er flink að setja fram mál sitt yfirvegað og þannig að á hana er hlustað. Síðan myndi ég vilja nefna Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómara í Bandaríkjunum. Pólitíkin er nefnilega ekki bara í stjórnmálunum. Pólitísk áhrif hennar eru gríðarleg. Ég fór að kynna mér hana þegar ég var í námi í New York. RBG er fyrirmynd um að það eru ekki alltaf mestu lætin sem mestum árangri skila, heldur einfaldlega að fylgja málum fast eftir. Besta íslenska Eurovision-lagið? Ég verð blóðheitur stuðningsmaður Íslands á hverju ári. Ég ætla bara að segja Nína hér. Besta frí sem þú hefur farið í? Ferð með dætrum mínum til Bali fyrir tveimur árum var frábær. Ég myndi gjarnan vilja ferðast meira um Indónesíu sem er ótrúlega heillandi. Í sumar átti ég svo mjög góða daga á Sardiníu, sem er guðdómlega falleg og maturinn sömuleiðis. Það var síðan skemmtilegt að vera á Ítalíu á meðan EM stóð sem hæst og fyndin upplifun að sjá fullorðna karlmenn hágrátandi þegar þeirra menn skoruðu. Uppáhalds þynnkumatur? Kók í gleri. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Dúettinn Plató er alltaf bestur. Lagið Heil þér íslenska móðir gnæfir yfir önnur frábær lög þeirra systkina. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Það voru alls konar uppátæki. Eitt klassískt var að mæta. Rómantískasta uppátækið? Rómantískasta uppátækið? Eru það ekki bara hversdagsleg almennilegheit, stöff eins og að fá kaffibolla á morgnana.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Viðreisn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira