Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 14:40 Zhou Xiaoxuan fyrir utan dómshús í Peking í gær. AP/Mark Schiefelbein Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. Í frétt Reuters segir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir Zhou fullnægðu ekki kröfum um sönnunarbyrði. Fréttaveitan segir Zhou hafa rætt við stuðningsmenn sína eftir að niðurstaðan varð ljós. Þar sagðist hún vonsvikin og úrvinda. Hún sagðist ekki viss um að hún hefði styrk til að áfrýja ákvörðuninni og eiga aftur þrjú erfið ár, eins og þau síðustu þrjú hefðu verið. Seinna í gærkvöldi sendi hún þó út tilkynningu þar sem hún sagðist ætla að áfrýja málinu og þá sérstaklega vegna þess að dómurinn hafi ekki skoðað myndefni úr öryggismyndavélum frá 2014. Steig fram árið 2018 Zhou, sem er 28 ára gömul, steig fram árið 2018 og sakaði Zhu Jun, þáttastjórnenda hjá ríkisreknu sjónvarpsstöðinni CCTV, um að káfa á sér og kyssa sig gegn vilja hennar árið 2014. Þá var hún í starfsnámi hjá CCTV. Frásögn hennar leiddi til þess að fjölmargar aðrar konur stigu fram með eigin frásagnir af kynferðisbrotum. Ákvörðunin þykir mikið högg fyrir hreyfingu sem er þegar undir miklum þrýstingi yfirvalda í Kína. Þar hafa ráðamenn haldið því fram að áköll eftir auknum réttindum kvenna eigi rætur að rekja í vesturlöndum og þeim sé ætlað að grafa undan stöðugleika í Kína. Mál Zhou beinir líka ljósi að áhyggjum forsvarsmanna Kommúnistaflokks Kína varðandi aktívisma og kvenréttindi. Í frétt Washington Post segir að umræða um ákvörðunina hafi verið ritskoðuð á kínverskum samfélagsmiðlum í gær. Þar að auki hafi samfélagsmiðlasíður þar sem fjallað var um kvenréttindi verið fjarlægðar í nótt. Þar að auki hafi örfáir kínverskir fjölmiðlar fjallað um úrskurðinn frá því í gær. Kína MeToo Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Í frétt Reuters segir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir Zhou fullnægðu ekki kröfum um sönnunarbyrði. Fréttaveitan segir Zhou hafa rætt við stuðningsmenn sína eftir að niðurstaðan varð ljós. Þar sagðist hún vonsvikin og úrvinda. Hún sagðist ekki viss um að hún hefði styrk til að áfrýja ákvörðuninni og eiga aftur þrjú erfið ár, eins og þau síðustu þrjú hefðu verið. Seinna í gærkvöldi sendi hún þó út tilkynningu þar sem hún sagðist ætla að áfrýja málinu og þá sérstaklega vegna þess að dómurinn hafi ekki skoðað myndefni úr öryggismyndavélum frá 2014. Steig fram árið 2018 Zhou, sem er 28 ára gömul, steig fram árið 2018 og sakaði Zhu Jun, þáttastjórnenda hjá ríkisreknu sjónvarpsstöðinni CCTV, um að káfa á sér og kyssa sig gegn vilja hennar árið 2014. Þá var hún í starfsnámi hjá CCTV. Frásögn hennar leiddi til þess að fjölmargar aðrar konur stigu fram með eigin frásagnir af kynferðisbrotum. Ákvörðunin þykir mikið högg fyrir hreyfingu sem er þegar undir miklum þrýstingi yfirvalda í Kína. Þar hafa ráðamenn haldið því fram að áköll eftir auknum réttindum kvenna eigi rætur að rekja í vesturlöndum og þeim sé ætlað að grafa undan stöðugleika í Kína. Mál Zhou beinir líka ljósi að áhyggjum forsvarsmanna Kommúnistaflokks Kína varðandi aktívisma og kvenréttindi. Í frétt Washington Post segir að umræða um ákvörðunina hafi verið ritskoðuð á kínverskum samfélagsmiðlum í gær. Þar að auki hafi samfélagsmiðlasíður þar sem fjallað var um kvenréttindi verið fjarlægðar í nótt. Þar að auki hafi örfáir kínverskir fjölmiðlar fjallað um úrskurðinn frá því í gær.
Kína MeToo Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira