Mercedes-Benz EQA - Rafjepplingur en klassískur Benz Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. september 2021 07:01 EQA 250. EQA er fimm manna rafjepplingur sem hentar fólki sem hefur fágaðan en einfaldan smekk. Bíllinn er augljóslega Mercedes-Benz, þegar setið er í honum og honum ekið. Útlit EQA er stílhreinn og klassískur í útliti. Eins og Benz er von og vísa, fyrir utan G-Class en það er annað mál. EQA er ekki mikil áskorun fyrir augað, línurnar virka og þær samsvara sér vel. Hann ber ekki með sér að vera rafbíll, fyrir utan bláa línu í teinum felganna. Það er alltaf eitthvað. Aksturseiginleikar Bíllinn er afar þéttur í akstri og góður í langkeyrslu. Hann er mjög Benz legur í akstri, hann er ekki settur upp til að keppa við Tesla í 0-100 km/klst. Heldur til að vera aflmikill en ekki asnalega snöggur, hann fer „mjúklega“ úr kyrrstöðu í hundrað á um 6 sekúndum í hröðustu útgáfu en 8,5 í grunnútgáfunni. Honum er ætlað að vera þægilegur og það tekst. EQA er eðli máls samkvæmt ekki ætlað að vera sportbíll svo hann er ekki sá snarpasti í stýrinu, sem er vel fyrir þennan bíl. Innra rými í EQA. Notagildi og innra rými Bíllinn er þægilegur í umgengi, eins og jepplingar eru flestir. Þægilegt að setjast inn í hann og ganga um hann. Innréttingin er mjög klassísk fyrir Mercedes, vantar ekkert upp á það. Það er bærilegt fótapláss aftur í en á sama tíma er skottið fremur lítið. Skottið á EQA er ekki fært um að gleypa samfellda barnakerru í heilu lagi, næstum því samt en þá fer ekki mikið annað með í skottið. Drægni og hleðsla Uppgefin drægni er 410 - 430 km. samkvæmt WLTP staðlinum. Askja gefur upp raundrægni að sumri til um 360 km og við íslenskar vetraraðstæður um 280 km. Ekkert í reynsluakstrinum gefur tilefni til efasemda um þær tölur. EQA getur tekið 100 kW í hraðhleðslu og 11 kW í heimahleðslu. EQA 250. Verð og samantekt EQA kostar frá 6.790.000 kr. og upp í 9.390.000 kr. Hann er vel verðlagður í grunnútgáfunni sem er vel búin, með hita í framsætum og nálgunarvara að framan og aftan, ásamt fleiru. Hann er fáanlegur fjórhjóladrifinn frá 7.590.000 kr. EQA er skemmtilegur rafjepplingur sem er svo greinilega afurð Mercedes-Benz. Hann er Benz út í gegn og verandi rafbíll er þetta sennilega þegar öllu er á botninn hvolft ódýrasti nýi Benz sem þú getur eignast. En það er ekki eins og skorið sé við nögl í neinu. Afar þéttur og góður bíll fyrir fólk sem er ekki mikið að ferja fullorðna aftur í né mikinn farangur að staðaldri. Vistvænir bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
Útlit EQA er stílhreinn og klassískur í útliti. Eins og Benz er von og vísa, fyrir utan G-Class en það er annað mál. EQA er ekki mikil áskorun fyrir augað, línurnar virka og þær samsvara sér vel. Hann ber ekki með sér að vera rafbíll, fyrir utan bláa línu í teinum felganna. Það er alltaf eitthvað. Aksturseiginleikar Bíllinn er afar þéttur í akstri og góður í langkeyrslu. Hann er mjög Benz legur í akstri, hann er ekki settur upp til að keppa við Tesla í 0-100 km/klst. Heldur til að vera aflmikill en ekki asnalega snöggur, hann fer „mjúklega“ úr kyrrstöðu í hundrað á um 6 sekúndum í hröðustu útgáfu en 8,5 í grunnútgáfunni. Honum er ætlað að vera þægilegur og það tekst. EQA er eðli máls samkvæmt ekki ætlað að vera sportbíll svo hann er ekki sá snarpasti í stýrinu, sem er vel fyrir þennan bíl. Innra rými í EQA. Notagildi og innra rými Bíllinn er þægilegur í umgengi, eins og jepplingar eru flestir. Þægilegt að setjast inn í hann og ganga um hann. Innréttingin er mjög klassísk fyrir Mercedes, vantar ekkert upp á það. Það er bærilegt fótapláss aftur í en á sama tíma er skottið fremur lítið. Skottið á EQA er ekki fært um að gleypa samfellda barnakerru í heilu lagi, næstum því samt en þá fer ekki mikið annað með í skottið. Drægni og hleðsla Uppgefin drægni er 410 - 430 km. samkvæmt WLTP staðlinum. Askja gefur upp raundrægni að sumri til um 360 km og við íslenskar vetraraðstæður um 280 km. Ekkert í reynsluakstrinum gefur tilefni til efasemda um þær tölur. EQA getur tekið 100 kW í hraðhleðslu og 11 kW í heimahleðslu. EQA 250. Verð og samantekt EQA kostar frá 6.790.000 kr. og upp í 9.390.000 kr. Hann er vel verðlagður í grunnútgáfunni sem er vel búin, með hita í framsætum og nálgunarvara að framan og aftan, ásamt fleiru. Hann er fáanlegur fjórhjóladrifinn frá 7.590.000 kr. EQA er skemmtilegur rafjepplingur sem er svo greinilega afurð Mercedes-Benz. Hann er Benz út í gegn og verandi rafbíll er þetta sennilega þegar öllu er á botninn hvolft ódýrasti nýi Benz sem þú getur eignast. En það er ekki eins og skorið sé við nögl í neinu. Afar þéttur og góður bíll fyrir fólk sem er ekki mikið að ferja fullorðna aftur í né mikinn farangur að staðaldri.
Vistvænir bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent