Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2021 11:32 Stór hluti orku í Kína er framleiddur með því að brenna kol. AP/Olivia Zhang Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. Sá skortur, auk mikillar eftirspurnar og hertra reglugerða varðandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur leitt til mikillar verðaukningar. Í frétt Reuters segir að ráðamenn hafi byrjað að takmarka notkun rafmagns á háannatíma í norðausturhluta landsins í síðustu viku. Íbúar borgarinnar Changchun hafa sagt fjölmiðlum í Kína að síðan þá hafi rafmagnsleysið orðið verra. BBC segir að í yfirlýsingu frá einu orkufyrirtæki á svæðinu hafi því verið haldið fram að þetta ástand myndi vara til næsta vors og að rafmagnsleysi yrði brátt reglulegt. Sú yfirlýsing var þó fjarlægð af netinu. Þá hafa borist fregnir af því að 23 starfsmenn verksmiðju í Liaoning hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna eitrunar, eftir að lofthreinsibúnaður þeirra hætti að virka. Sömuleiðis hafa borist fregnir af því að fólk hafi verið flutt á sjúkrahús eftir að það kveikti elda í illa loftræstum herbergjum til að halda á sér hita. Þá hafi íbúar háhýsa neyðst til að nota stiga til að komast heim til sín þar sem lyftur hafi ekki virkað vegna rafmagnsleysis. BBC vitnar einnig í myndbönd og færslur af samfélagsmiðlum í Kína sem sýni að slökkt hafi verið á götulýsingu í Shenyang. Orkustofnun Kína hefur skipað kola og jarðgass-fyrirtækjum að tryggja að nægjanlegar birgðir verði til fyrir veturinn svo hægt verði að kynda heimili á svæðinu. Kína Loftslagsmál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Sá skortur, auk mikillar eftirspurnar og hertra reglugerða varðandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur leitt til mikillar verðaukningar. Í frétt Reuters segir að ráðamenn hafi byrjað að takmarka notkun rafmagns á háannatíma í norðausturhluta landsins í síðustu viku. Íbúar borgarinnar Changchun hafa sagt fjölmiðlum í Kína að síðan þá hafi rafmagnsleysið orðið verra. BBC segir að í yfirlýsingu frá einu orkufyrirtæki á svæðinu hafi því verið haldið fram að þetta ástand myndi vara til næsta vors og að rafmagnsleysi yrði brátt reglulegt. Sú yfirlýsing var þó fjarlægð af netinu. Þá hafa borist fregnir af því að 23 starfsmenn verksmiðju í Liaoning hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna eitrunar, eftir að lofthreinsibúnaður þeirra hætti að virka. Sömuleiðis hafa borist fregnir af því að fólk hafi verið flutt á sjúkrahús eftir að það kveikti elda í illa loftræstum herbergjum til að halda á sér hita. Þá hafi íbúar háhýsa neyðst til að nota stiga til að komast heim til sín þar sem lyftur hafi ekki virkað vegna rafmagnsleysis. BBC vitnar einnig í myndbönd og færslur af samfélagsmiðlum í Kína sem sýni að slökkt hafi verið á götulýsingu í Shenyang. Orkustofnun Kína hefur skipað kola og jarðgass-fyrirtækjum að tryggja að nægjanlegar birgðir verði til fyrir veturinn svo hægt verði að kynda heimili á svæðinu.
Kína Loftslagsmál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira