Baldur varð manni að bana og gefur nú út bók: „Þetta er risastórt uppgjör“ Frosti Logason og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 28. september 2021 14:31 Baldur Freyr Einarsson hefur síðustu 14 ár unnið í sjálfum sér. Hann var dæmdur í fangelsi árið 2002 fyrir að verða manni að bana. Ísland í dag „Ég var mikill ofbeldismaður og gerði mér ekki grein fyrir hversu hræðilegar afleiðingarnar af því gætu orðið.“ Þetta sagði Baldur Freyr Einarsson í þættinum Ísland í dag. „Þetta er risastórt uppgjör. Síðustu fjórtán ár hef ég verið að vinna í sjálfum mér frá því að ég sneri við blaðinu,“ segir Baldur sem vinnur nú að því að gefa út bókina Heimtur úr heljargreipum. Baldur var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2002 fyrir að verða manni að bana. Hann segir að bókaskrifin séu mesta sjálfsvinna sem hann hafi farið í. Mögulegt að koma aftur út í samfélagið Baldur Freyr Einarsson er maður sem óhætt er að segja að hafi lifað í það minnsta tveim ólíkum lífum. Hann var áður handrukkari, fíkniefnasali og ofbeldismaður. Hann var árið 2002 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás í Hafnarstræti sem leiddi til dauða ungs manns sem þá var í blóma lífs síns, rúmlega tvítugur. Baldur hefur nú skrifað þessa bók um lífshlaup sitt þar sem hann meðal annars lýsir nöturlegri æsku sinni og hrottafullum atburðum sem hann segist hafa upplifað. „Tilgangur bókarinnar er náttúrulega að aðrir sjái að það er mögulegt að koma aftur út í samfélagið.“ Ísland í dag viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Barðist við orðsporið og ímyndina Baldur er í dag framkvæmdastjóri Lausnarinnar, fjölskyldu og áfallamiðstöðvar, þar sem hann er einnig ráðgjafi auk þess að vera predikari í lítilli kirkju og faðir og fósturfaðir átta barna sem hann á með eiginkonu sinni Barböru Þórðardóttur. Baldur Freyr vonar einnig að bókin lýsi vel hvernig mögulegt sé að vinna með áföll sem fólk verði fyrir í æsku. Í viðtalinu við Frosta Logason í Ísland í dag sagði Baldur sína sögu. Hann hafi um tíma átt mjög ofbeldisfullan stjúpföður sem bæði beitti móður Baldurs og hann sjálfan mjög harkalegu ofbeldi. Móðir hans hafi vissulega reynt sitt besta en hún glímdi sjálf við fíkn og hafi af þeim sökum ekki alltaf getað verið til staðar. Baldur segir að það sé mikil lækning í bókinni en einn umsagnaraðila um hana sagði að þetta væri í raun kennslubók fyrir alla þá sem eru að vinna með fólk því sagan segi mjög skilmerkilega frá því hvernig Baldur varð að þeim manni sem hann varð og síðan hvernig hann vann sig frá því að vera ekki lengur sá maður. „Seinni hlutinn er svolítið eftir að líf mitt snýst við. Þá fer ég að berjast við orðsporið og ímyndina. Ég upplifi mig svolítið standa fyrir framan Golíat með nokkra steina. Hvað átti ég að gera? Hvernig átti ég að eiga möguleika á að koma til baka? Þegar þú ert með fortíð eins og mína þá er það hægara sagt en gert,“ segir Baldur í viðtalinu. Þurfti að horfast í augu við ofbeldið Í umfjöllun Ísland í dag er meðal annars farið yfir skuggalega fortíð hans. „Hann fór snemma að fá útrás fyrir reiði sinni með því að beita annað fólk ofbeldi, gerðist handrukkari, flutti inn fíkniefni í stórum stíl og rak um tíma vændishús í Reykjavík. En það versta sem Baldur hefur gert að eigin sögn var þegar hann í félagi við annan mann barði 22 ára gamlan mann svo illa að hann steig aldrei upp úr því aftur. Baldur var dæmdur fyrir að verða unga manninum að bana og tók út sinn dóm á Litla Hrauni. Hann segir það hafa verið bæði erfitt og sárt að rifja upp æsku sína og unglingsár.“ Baldur segir að það hafi verið erfitt að endurupplifa þessi ár. „Það var mjög erfitt að horfast í augu við allt ofbeldið sem ég hef gert öðrum. Var ég virkilega svona blindaður? Var ég virkilega svona lasinn?“ Baldur stefnir að því að gefa bókina út í lok október en hann safnar nú fyrir prentun á henni á vefsíðunni Karolina fund. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Bókaútgáfa Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Sjá meira
„Þetta er risastórt uppgjör. Síðustu fjórtán ár hef ég verið að vinna í sjálfum mér frá því að ég sneri við blaðinu,“ segir Baldur sem vinnur nú að því að gefa út bókina Heimtur úr heljargreipum. Baldur var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2002 fyrir að verða manni að bana. Hann segir að bókaskrifin séu mesta sjálfsvinna sem hann hafi farið í. Mögulegt að koma aftur út í samfélagið Baldur Freyr Einarsson er maður sem óhætt er að segja að hafi lifað í það minnsta tveim ólíkum lífum. Hann var áður handrukkari, fíkniefnasali og ofbeldismaður. Hann var árið 2002 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás í Hafnarstræti sem leiddi til dauða ungs manns sem þá var í blóma lífs síns, rúmlega tvítugur. Baldur hefur nú skrifað þessa bók um lífshlaup sitt þar sem hann meðal annars lýsir nöturlegri æsku sinni og hrottafullum atburðum sem hann segist hafa upplifað. „Tilgangur bókarinnar er náttúrulega að aðrir sjái að það er mögulegt að koma aftur út í samfélagið.“ Ísland í dag viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Barðist við orðsporið og ímyndina Baldur er í dag framkvæmdastjóri Lausnarinnar, fjölskyldu og áfallamiðstöðvar, þar sem hann er einnig ráðgjafi auk þess að vera predikari í lítilli kirkju og faðir og fósturfaðir átta barna sem hann á með eiginkonu sinni Barböru Þórðardóttur. Baldur Freyr vonar einnig að bókin lýsi vel hvernig mögulegt sé að vinna með áföll sem fólk verði fyrir í æsku. Í viðtalinu við Frosta Logason í Ísland í dag sagði Baldur sína sögu. Hann hafi um tíma átt mjög ofbeldisfullan stjúpföður sem bæði beitti móður Baldurs og hann sjálfan mjög harkalegu ofbeldi. Móðir hans hafi vissulega reynt sitt besta en hún glímdi sjálf við fíkn og hafi af þeim sökum ekki alltaf getað verið til staðar. Baldur segir að það sé mikil lækning í bókinni en einn umsagnaraðila um hana sagði að þetta væri í raun kennslubók fyrir alla þá sem eru að vinna með fólk því sagan segi mjög skilmerkilega frá því hvernig Baldur varð að þeim manni sem hann varð og síðan hvernig hann vann sig frá því að vera ekki lengur sá maður. „Seinni hlutinn er svolítið eftir að líf mitt snýst við. Þá fer ég að berjast við orðsporið og ímyndina. Ég upplifi mig svolítið standa fyrir framan Golíat með nokkra steina. Hvað átti ég að gera? Hvernig átti ég að eiga möguleika á að koma til baka? Þegar þú ert með fortíð eins og mína þá er það hægara sagt en gert,“ segir Baldur í viðtalinu. Þurfti að horfast í augu við ofbeldið Í umfjöllun Ísland í dag er meðal annars farið yfir skuggalega fortíð hans. „Hann fór snemma að fá útrás fyrir reiði sinni með því að beita annað fólk ofbeldi, gerðist handrukkari, flutti inn fíkniefni í stórum stíl og rak um tíma vændishús í Reykjavík. En það versta sem Baldur hefur gert að eigin sögn var þegar hann í félagi við annan mann barði 22 ára gamlan mann svo illa að hann steig aldrei upp úr því aftur. Baldur var dæmdur fyrir að verða unga manninum að bana og tók út sinn dóm á Litla Hrauni. Hann segir það hafa verið bæði erfitt og sárt að rifja upp æsku sína og unglingsár.“ Baldur segir að það hafi verið erfitt að endurupplifa þessi ár. „Það var mjög erfitt að horfast í augu við allt ofbeldið sem ég hef gert öðrum. Var ég virkilega svona blindaður? Var ég virkilega svona lasinn?“ Baldur stefnir að því að gefa bókina út í lok október en hann safnar nú fyrir prentun á henni á vefsíðunni Karolina fund. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Bókaútgáfa Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög