Kia EV6 - Getur rótgróinn bílaframleiðandi framleitt góðan rafbíl? Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. október 2021 07:01 Kia EV6 á ferð. Bernhard Kristinn Kia kynnti í upphafi árs nýtt lógó og nýja rafbílalínu, EV línuna sem á að ná frá 1 og upp í 9, samkvæmt vörumerkjaskráningum Kia. Blaðamanni Vísis var nýlega boðið til Frankfurt með Öskju til að prófa fyrsta meðlim EV fjölskyldu Kia, EV6. Rafjepplingur nær eiginlega ekki utan um EV6. Bíllinn er um 3,5 sekúndur í 100 km/klst. úr kyrrstöðu. Frekar ólíkt hefðbundnum jepplingum. Hann hefur því talsverða sport eiginleika. Ferðasagan Ofanrituðum var boðið að koma með starfsmanni Öskju, ljósmyndara og öðrum blaðamanni til Frankfurt að reynsluaka Kia EV6. Það þurfti ekki að spyrja oft eða grátbiðja. Fimmta kynslóð af Kia Sportage var forsýndur íslenskum bílablaðamönnum í Frankfurt á dögunum.Kristinn Ásgeir Gylfason Þegar út var komið og dagurinn runninn upp hófst hann á kynningu á nýjum Kia Sportage, sem var bannað að tala um í nokkra daga eftir að heim var komið en hefur nú verið opinberaður með pompi og prakt. Fallegur bíll og smekklega hannaður að mati þess sem hér skrifar. Eftir kynningu og ljósmyndun tók við reynsluakstur á EV6. Ég verð að viðurkenna að ég var bæði í senn efins um að Kia gæti keppt við Tesla sem er að verða einskonar rafbílakóngur og einhvern veginn spenntur að sjá hvað hefðbundnari bílaframleiðandi hefði fram að færa. Sérstaklega í ljósi þess að mikið var gert úr kynningunni á EV-línunni og nýjum stefnum Kia á kynningu í byrjun árs. Rými ökumanns í EV6.Bernhard Kristinn Fljótlega varð þó ljóst að Kia var ekkert að grínast, en meira um það síðar. Við ókum af stað fyrirfram skiðulagða leið sem hafði verið sett inn í leiðsögukerfi bílsins. Sú leið leiddi okkur um þýska fjallvegi og út á hið víðfræga Autobahn Þjóðverjans, þar sem oft og tíðum er enginn hámarkshraði. Draumaaðstæður þess fólks sem reynsluekur bílum að staðaldri. Reynsluaksturinn fór fram, áfallalaust og í góðum félagsskap þeirra sem áður voru taldir. Markaðsteymi Kia sem hafði þjónustað okkur fyrr um daginn hékk eftir okkur lengur en til hafði staðið, það var bara svo gaman að keyra. Bíllinn Bíllinn er fimm manna raf(sport)jepplingur sem verður fáanlegur með 58 eða 77 kWh rafhlöu og aftur- og fjórhjóladrifi, allt eftir óskum kaupenda. Drægnin er frá 371 - 528km. eftir búnaði. Fljótasta týpan verður um 3,5 sekúndur í 100km/klst. úr kyrrstöðu, sá bill er lauflétt 585 hestöfl. Tesla Model 3 hlaðinn með EV6.Kristinn Ásgeir Gylfason EV6 getur tekið 11 kW á heimahleðslustöð og minni rafhlaðan tekur á móti 180 kW í hraðhleðslu en sú stærri 240 kW. Þá er einnig 220V tengilstykki sem hægt er að stinga í hleðslukapalstengið og til dæmis hlaða aðra rafbíla sem hafa orðið rafmagnslausir, eða ryksuga bílinn eða hvað eina annað. Við reynsluaksturinn rákumst við á Tesla Model 3 og prófuðum að stinga honum í samband og Teslan var að fá inn á sig um 3 kW sem er fljótt að koma rafmagnslausum bíl í næstu hraðhleðslu. Snilldar græja þetta tengilstykki. Tengilstykki sem gerir notanda kleift að stinga raftækjum, eða öðrum bílum í samband við EV6.Bernhard Kristinn Aksturseiginleikar EV6 eru einstakir, ég leyfi mér að fullyrða það, vegna þess að hönnun á fjöðrun bílsins er ný. Það er í stuttu máli þannig að dempararnir ganga hraðar til baka þegar högg kemur á þá, sem gerir það að verkum að þeir grípa meira og eru oftar til staðar. Með þessu er dregið úr áhrifum sem misfellur í veginum hafa en á sama tíma er það ekki upplifun ökumanns að fjöðrunin sé stíf, fyrr en tekið er á henni. Vangasvipur EV6.Bernhard Kristinn Upplifun blaðamanns var bíllinn vissi jafnvel hvað stæði til, hvort taka ætti beygju á einhverri ferð eða bara aka um hraðbrautina í beinni línu. Hann er eins og skáti, ávallt viðbúinn. Þetta gerir bílinn góðan í fjölbreyttari aðstæðum en gengur og gerist, yfirleitt hafa bílar bara annað hvort, þægindi eða snerpu en EV6 hefur bæði. Þar að auki er þetta frekar þungur bíll, hann er rúm tvö tonn. Sem fyrir bíl af þessari stærðargráðu er vel í lagt, en rafbílar eru almennt þyngri en sprengihreyfilsbílar. Fjöðrunin þarf því að vera góð og þessi hönnun gerir það að verkum að upplifunin var ekki að bíllinn væri þungur. Upplifunin sem situr eftir er af sportlegum jeppling með að því er virðist ótæmandi afl. Upptakið er auðvitað svakalegt og það er ekkert leiðinlegt að fá að taka í á Autobahn-inu. Verð reyndar að viðurkenna að það var ákveðið svekkelsi að hann var takmarkaður við 193 km/klst. Hann fór þangað en þar við sat. Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið sérstaklega lengi á leiðinni þangað, hefði verið gaman að sjá hvað hann raunverulega getur farið hratt. Innra rými í Kia EV6 er fallega hannað og nytsamlega hannað.Bernhard Kristinn Innra rýmið í bílnum er skemmtilegt, bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var frumgerð og því ekki búinn endanlegum búnaði, sætisáklæðið var annað og efnisval aðeins öðruvísi en verður í fjöldaframleiddum bílum. En innra rýmið var góður staður til að vera á og allt á vísum stað. Það var ekkert mál að ná áttum í afþreyingarkerfinu og hnapparnir voru á þeim stað sem almennt er við að búast. Þá er bíllinn afar svalur að innan og umhverfið og útsýnið gott fyrir ökumann og farþega. Þá er rýmið fyrir farþega aftur í einkar gott. Það fer vel um tvo fullorðna aftur í EV6. Skottið er nokkuð gott, 520 lítrar sem er bærilegt fyrir bíl af þessari stærð. Umgengni um bílinn er með þægilegasta móti, veghæðin er þannig að það er gott að setjast inn í hann. Það þarf ekki að setjast niður í bílinn né heldur upp í hann. Kia EV6 er töffaralegur bíll.Bernhard Kristinn Útlit bílsins er toffaralegt og öðruvísi, hann er ekkert sérstaklega Kia-legur ef það er hægt að lýsa Kia bíl þannig. Hann er svalur og maður fær þá tilfinningu að hann viti að hann sé töff. Svolítið eins og Tom Cruise í Top Gun. Samantekt Á heildina litið var það akstursupplifunin af bíl sem var svona blíður á hraðbrautinni en svona snarpur og fastur fyrir í beygjum sem situr helst eftir. Þessi bíll er beinn keppinautur Tesla Model Y og hafandi nýlega keyrt þann góða bíl þá er óhætt að segja að EV6 sé verðugur keppinautur, feti framar á einhverjum sviðum eins og fjöðrun en farangursplássið er meira í Model Y. Afturendi Kia EV6.Bernhard Kristinn Kia hefur með EV6 sannað að hefðbundinn bílaframleiðandi getur náð Tesla þegar kemur að því að framleiða gæða rafbíl og hefur gert. Bæði EV6 og Model Y eru nýir bílar og þeir eru afar sambærilegir að lang mestu leyti. Það kæmi ofanrituðum mjög á óvart ef EV6 verður ekki gríðarlega vinsæll bíll á Íslandi. Fyrstu bílar eru væntanlegir í lok árs og byrjun þess næsta. Vistvænir bílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent
Rafjepplingur nær eiginlega ekki utan um EV6. Bíllinn er um 3,5 sekúndur í 100 km/klst. úr kyrrstöðu. Frekar ólíkt hefðbundnum jepplingum. Hann hefur því talsverða sport eiginleika. Ferðasagan Ofanrituðum var boðið að koma með starfsmanni Öskju, ljósmyndara og öðrum blaðamanni til Frankfurt að reynsluaka Kia EV6. Það þurfti ekki að spyrja oft eða grátbiðja. Fimmta kynslóð af Kia Sportage var forsýndur íslenskum bílablaðamönnum í Frankfurt á dögunum.Kristinn Ásgeir Gylfason Þegar út var komið og dagurinn runninn upp hófst hann á kynningu á nýjum Kia Sportage, sem var bannað að tala um í nokkra daga eftir að heim var komið en hefur nú verið opinberaður með pompi og prakt. Fallegur bíll og smekklega hannaður að mati þess sem hér skrifar. Eftir kynningu og ljósmyndun tók við reynsluakstur á EV6. Ég verð að viðurkenna að ég var bæði í senn efins um að Kia gæti keppt við Tesla sem er að verða einskonar rafbílakóngur og einhvern veginn spenntur að sjá hvað hefðbundnari bílaframleiðandi hefði fram að færa. Sérstaklega í ljósi þess að mikið var gert úr kynningunni á EV-línunni og nýjum stefnum Kia á kynningu í byrjun árs. Rými ökumanns í EV6.Bernhard Kristinn Fljótlega varð þó ljóst að Kia var ekkert að grínast, en meira um það síðar. Við ókum af stað fyrirfram skiðulagða leið sem hafði verið sett inn í leiðsögukerfi bílsins. Sú leið leiddi okkur um þýska fjallvegi og út á hið víðfræga Autobahn Þjóðverjans, þar sem oft og tíðum er enginn hámarkshraði. Draumaaðstæður þess fólks sem reynsluekur bílum að staðaldri. Reynsluaksturinn fór fram, áfallalaust og í góðum félagsskap þeirra sem áður voru taldir. Markaðsteymi Kia sem hafði þjónustað okkur fyrr um daginn hékk eftir okkur lengur en til hafði staðið, það var bara svo gaman að keyra. Bíllinn Bíllinn er fimm manna raf(sport)jepplingur sem verður fáanlegur með 58 eða 77 kWh rafhlöu og aftur- og fjórhjóladrifi, allt eftir óskum kaupenda. Drægnin er frá 371 - 528km. eftir búnaði. Fljótasta týpan verður um 3,5 sekúndur í 100km/klst. úr kyrrstöðu, sá bill er lauflétt 585 hestöfl. Tesla Model 3 hlaðinn með EV6.Kristinn Ásgeir Gylfason EV6 getur tekið 11 kW á heimahleðslustöð og minni rafhlaðan tekur á móti 180 kW í hraðhleðslu en sú stærri 240 kW. Þá er einnig 220V tengilstykki sem hægt er að stinga í hleðslukapalstengið og til dæmis hlaða aðra rafbíla sem hafa orðið rafmagnslausir, eða ryksuga bílinn eða hvað eina annað. Við reynsluaksturinn rákumst við á Tesla Model 3 og prófuðum að stinga honum í samband og Teslan var að fá inn á sig um 3 kW sem er fljótt að koma rafmagnslausum bíl í næstu hraðhleðslu. Snilldar græja þetta tengilstykki. Tengilstykki sem gerir notanda kleift að stinga raftækjum, eða öðrum bílum í samband við EV6.Bernhard Kristinn Aksturseiginleikar EV6 eru einstakir, ég leyfi mér að fullyrða það, vegna þess að hönnun á fjöðrun bílsins er ný. Það er í stuttu máli þannig að dempararnir ganga hraðar til baka þegar högg kemur á þá, sem gerir það að verkum að þeir grípa meira og eru oftar til staðar. Með þessu er dregið úr áhrifum sem misfellur í veginum hafa en á sama tíma er það ekki upplifun ökumanns að fjöðrunin sé stíf, fyrr en tekið er á henni. Vangasvipur EV6.Bernhard Kristinn Upplifun blaðamanns var bíllinn vissi jafnvel hvað stæði til, hvort taka ætti beygju á einhverri ferð eða bara aka um hraðbrautina í beinni línu. Hann er eins og skáti, ávallt viðbúinn. Þetta gerir bílinn góðan í fjölbreyttari aðstæðum en gengur og gerist, yfirleitt hafa bílar bara annað hvort, þægindi eða snerpu en EV6 hefur bæði. Þar að auki er þetta frekar þungur bíll, hann er rúm tvö tonn. Sem fyrir bíl af þessari stærðargráðu er vel í lagt, en rafbílar eru almennt þyngri en sprengihreyfilsbílar. Fjöðrunin þarf því að vera góð og þessi hönnun gerir það að verkum að upplifunin var ekki að bíllinn væri þungur. Upplifunin sem situr eftir er af sportlegum jeppling með að því er virðist ótæmandi afl. Upptakið er auðvitað svakalegt og það er ekkert leiðinlegt að fá að taka í á Autobahn-inu. Verð reyndar að viðurkenna að það var ákveðið svekkelsi að hann var takmarkaður við 193 km/klst. Hann fór þangað en þar við sat. Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið sérstaklega lengi á leiðinni þangað, hefði verið gaman að sjá hvað hann raunverulega getur farið hratt. Innra rými í Kia EV6 er fallega hannað og nytsamlega hannað.Bernhard Kristinn Innra rýmið í bílnum er skemmtilegt, bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var frumgerð og því ekki búinn endanlegum búnaði, sætisáklæðið var annað og efnisval aðeins öðruvísi en verður í fjöldaframleiddum bílum. En innra rýmið var góður staður til að vera á og allt á vísum stað. Það var ekkert mál að ná áttum í afþreyingarkerfinu og hnapparnir voru á þeim stað sem almennt er við að búast. Þá er bíllinn afar svalur að innan og umhverfið og útsýnið gott fyrir ökumann og farþega. Þá er rýmið fyrir farþega aftur í einkar gott. Það fer vel um tvo fullorðna aftur í EV6. Skottið er nokkuð gott, 520 lítrar sem er bærilegt fyrir bíl af þessari stærð. Umgengni um bílinn er með þægilegasta móti, veghæðin er þannig að það er gott að setjast inn í hann. Það þarf ekki að setjast niður í bílinn né heldur upp í hann. Kia EV6 er töffaralegur bíll.Bernhard Kristinn Útlit bílsins er toffaralegt og öðruvísi, hann er ekkert sérstaklega Kia-legur ef það er hægt að lýsa Kia bíl þannig. Hann er svalur og maður fær þá tilfinningu að hann viti að hann sé töff. Svolítið eins og Tom Cruise í Top Gun. Samantekt Á heildina litið var það akstursupplifunin af bíl sem var svona blíður á hraðbrautinni en svona snarpur og fastur fyrir í beygjum sem situr helst eftir. Þessi bíll er beinn keppinautur Tesla Model Y og hafandi nýlega keyrt þann góða bíl þá er óhætt að segja að EV6 sé verðugur keppinautur, feti framar á einhverjum sviðum eins og fjöðrun en farangursplássið er meira í Model Y. Afturendi Kia EV6.Bernhard Kristinn Kia hefur með EV6 sannað að hefðbundinn bílaframleiðandi getur náð Tesla þegar kemur að því að framleiða gæða rafbíl og hefur gert. Bæði EV6 og Model Y eru nýir bílar og þeir eru afar sambærilegir að lang mestu leyti. Það kæmi ofanrituðum mjög á óvart ef EV6 verður ekki gríðarlega vinsæll bíll á Íslandi. Fyrstu bílar eru væntanlegir í lok árs og byrjun þess næsta.
Vistvænir bílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent