Rafbílavæðing sparaði 66°Norður 19 tonn CO2 í útblæstri Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. október 2021 07:00 Kristmann F. Dagsson, sölustjóri fyrirtækjasölu hjá Bílaumboðinu Öskju, og Elín Tinna Logadóttir, sölu- og rekstrarstjóri fyrirtækja- og heildsölusviðs 66Norður fyrir framan Kia e-Niro rafbílaflotann. 66°Norður hefur fengið afhenta níu Kia e-Niro rafbíla frá Bílaumboðinu Öskju sem eru þegar komnir í notkun hjá fyrirtækinu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Uppfærsla 66°Norður á bílaflota fyrirtækisins í rafmagnsbíla er einn liður af mörgum í að draga úr áhrifum á umhverfið. Í dag er hlutfall rafbíla í notun hjá fyrirtækinu 73% og er markmiðið að ná því upp í 93% árið 2021. 66°Norður er m.a. einnig með rekstur og verksmiðjur í Lettlandi og er markmið að allar bifreiðar í rekstrinum verði knúnar rafmagni árið 2024. Áhrif á uppfærslu bílaflota 66°Norður í rafbíla skilaði sparnaði upp á 19 tonn CO2 í útblæstri árið 2020. „Þetta skref að innleiða rafmagnsbíla er bara einn hluti af þeim aðgerðum sem erum að vinna að. Þó að 66°Norður hafi verið kolefnishlutlaust fyrirtæki frá árinu 2019 er það eingögnu með heildrænni sýn og markvissum aðgerðum sem við náum að draga úr umhverfisáhrifum og haft jákvæð heildaráhrif. Sjálfbærni er kjarninn og leiðarljós í starfsemi okkar, allt frá því að flík verður til á teikniborðinu yfir í hvaða efni við notum, hvernig við nýtum umframefni, yfir í endurnýtingu, endurvinnslu, hvernig við högum rekstrinum almennt og síðan mótvægisaðgerðir,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður. Fyrirtækið hefur verið kolefnishlutlaust fyrirtæki síðan 2019. Kia e-Niro er hreinn rafbíll með engan útblástur. Bíllinn er með 64 kWh lithium rafhlöðu sem skilar drægni upp á alls 455 km í blönduðum akstri og allt að 615 km í borgarakstri samkvæmt mælingum WLTP. Rafmótorinn skilar alls 204 hestöflum og 395 Nm í togi. Bíllinn er aðeins 7,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Rafhlaðan er undir farangursrýminu sem myndar lágan þyngdarpunkt og tryggir hámarks stöðugleika og akstursánægju. „Við erum mjög ánægð með að 66°Norður hafi valið að rafvæða bílaflota sinn í samstarfi með Öskju. Kia e-Niro er 100% rafbíll sem er bæði umhverfisvænn og hagkvæmur í rekstri. Með þessu sýnir 66°Norður umhverfisstefnuna í verki og á sama tíma lækkar rekstrarkostnaður bílaflotans verulega fyrir fyrirtæki sem eru með marga bíla í keyrslu,“ segir Kristmann F. Dagsson, sölustjóri fyrirtækjasölu hjá Bílaumboðinu Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. Vistvænir bílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Uppfærsla 66°Norður á bílaflota fyrirtækisins í rafmagnsbíla er einn liður af mörgum í að draga úr áhrifum á umhverfið. Í dag er hlutfall rafbíla í notun hjá fyrirtækinu 73% og er markmiðið að ná því upp í 93% árið 2021. 66°Norður er m.a. einnig með rekstur og verksmiðjur í Lettlandi og er markmið að allar bifreiðar í rekstrinum verði knúnar rafmagni árið 2024. Áhrif á uppfærslu bílaflota 66°Norður í rafbíla skilaði sparnaði upp á 19 tonn CO2 í útblæstri árið 2020. „Þetta skref að innleiða rafmagnsbíla er bara einn hluti af þeim aðgerðum sem erum að vinna að. Þó að 66°Norður hafi verið kolefnishlutlaust fyrirtæki frá árinu 2019 er það eingögnu með heildrænni sýn og markvissum aðgerðum sem við náum að draga úr umhverfisáhrifum og haft jákvæð heildaráhrif. Sjálfbærni er kjarninn og leiðarljós í starfsemi okkar, allt frá því að flík verður til á teikniborðinu yfir í hvaða efni við notum, hvernig við nýtum umframefni, yfir í endurnýtingu, endurvinnslu, hvernig við högum rekstrinum almennt og síðan mótvægisaðgerðir,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður. Fyrirtækið hefur verið kolefnishlutlaust fyrirtæki síðan 2019. Kia e-Niro er hreinn rafbíll með engan útblástur. Bíllinn er með 64 kWh lithium rafhlöðu sem skilar drægni upp á alls 455 km í blönduðum akstri og allt að 615 km í borgarakstri samkvæmt mælingum WLTP. Rafmótorinn skilar alls 204 hestöflum og 395 Nm í togi. Bíllinn er aðeins 7,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Rafhlaðan er undir farangursrýminu sem myndar lágan þyngdarpunkt og tryggir hámarks stöðugleika og akstursánægju. „Við erum mjög ánægð með að 66°Norður hafi valið að rafvæða bílaflota sinn í samstarfi með Öskju. Kia e-Niro er 100% rafbíll sem er bæði umhverfisvænn og hagkvæmur í rekstri. Með þessu sýnir 66°Norður umhverfisstefnuna í verki og á sama tíma lækkar rekstrarkostnaður bílaflotans verulega fyrir fyrirtæki sem eru með marga bíla í keyrslu,“ segir Kristmann F. Dagsson, sölustjóri fyrirtækjasölu hjá Bílaumboðinu Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi.
Vistvænir bílar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent