Skipulagt lið XY lagði árásargjarna Kórdrengi Snorri Rafn Hallsson skrifar 6. október 2021 13:04 Keliturbo hjá XY var valinn Critical leikmaður viðureignarinnar. XY lagði Kórdrengi í fyrsta leik tímabilsins í Vodafone deildinni í CS:GO. Eftir frábæran fyrri hálfleik fór að síga undan fæti hjá Kórdrengjum sem réðu ekkert við sterka sókn XY og töpuðu því 16-12. Miklar breytingar á liðum Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi verið eftir því að Vodafone deildin í CS:GO hæfist á ný. Miklar breytingar hafa orðið á liðum og samanstendur lið XY að stærstum hluta af liði Tindastóls frá því á síðasta tímabili sem lenti í fimmta sæti deildarinnar. Þeir mættu nýliðum Kórdrengja í þessum fyrsta leik mótsins, en Kórdrengir unnu fyrstu deildina á síðasta tímabili og mættu því sprækir til leiks eftir ágætan árangur á Stórmeistaramótinu í sumar. Keppt var í Overpass kortinu, en sú breyting hefur orðið á að í stað þess að annað liðið sé á heimavelli er tekin hnífalota til að skera úr um hver fær að velja sér hlið. Þar hafði XY betur á sannfærandi hátt og valdi að hefja leikinn í vörn (Counter-Terrorists). Fór af stað með látum Leikurinn fór af stað með látum fyrir Kórdrengi þar sem Hyperactive átti fyrstu fellu tímabilsins og náði tveimur þar að auki en liðsfélagi hans Blazter fylgdi vel eftir og felldi tvo leikmenn XY til að vinna lotuna. Næstu tvær loturnar féllu einnig Kórdrengjum í vil þar sem Blazter lét finna fyrir sér. XY náði aðeins að klóra í bakkann þegar þeim tókst að aftengja sprengju í fjórðu lotu og þá fimmtu opnaði KeliTURBO með þrefaldri fellu. Kórdrengir höfðu þó mikla yfirburði það sem eftir var hálfleiks. Þeir héldu efnahagi XY í skefjum sem gerði þeim erfitt fyrir að verjast hröðum aðgerðum en Kórdrengir voru í senn vel skipulagðir og mjög árásargjarnir. XY tókst aldrei að vinna meira en tvær lotur í röð og voru Kórdrengir því í afar góðri stöðu eftir fyrri hálfleik. Staða í hálfleik: XY 5 - 10 Kórdrengir Kórdrengir sterkir inn í seinni hálfleik Kórdrengir héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og var sautjánda lota einstaklega skemmtileg þar sem Xeny stóð á herðunum á öðrum leikmanni til að ná fyrstu fellunni. Demantur felldi svo þrjá í röð og hefði eflaust náð þeim fjórða ef ekki hefði verið fyrir óheppilega handsprengju frá liðsfélaga hans, Hyperactive. Eftir það var gleðin þó úti hjá Kórdrengjum. Í næstu lotu á eftir voru bæði lið afar leitandi þar til XY felldi fjóra leikmenn Kórdrengja á sprengjusvæði B. Hyperactive sem stóð einn eftir náði ekki að bjarga lotunni fyrir horn og leikmenn XY komust í gang. MiniDeGreez sem hafði verið fyrirferðarlítill á vappanum í fyrri hálfleik kom sterkur inn en mestu munaði um KelaTURBO sem fékk það hlutverk að halda Kórdrengjum uppteknum á meðan liðsfélagar hans læddust fram hjá vörninni. Þannig spiluðust loturnar ítrekað og það var sama hvað Kórdrengir gerðu, engar lausnir var að finna. XY voru jafnan snöggir að fella einn eða tvo leikmenn svo Kórdrengir gátu ekki spilað sama leik og þeir gerðu í upphafi. Þá áttu þeir lítið af vopnum og oft of fáa leikmenn til að gera raunverulega atlögu að því að aftengja sprengjuna. Með þessu frábæra skipulagi tókst XY að sigra 11 lotur í röð og eiga þar með frábæra endurkomu sem tryggði þeim sigur í sínum fyrsta leik sem nýtt lið. Lokastaða XY 16 - 12 Kórdrengir Rafíþróttir Vodafone-deildin Kórdrengir
XY lagði Kórdrengi í fyrsta leik tímabilsins í Vodafone deildinni í CS:GO. Eftir frábæran fyrri hálfleik fór að síga undan fæti hjá Kórdrengjum sem réðu ekkert við sterka sókn XY og töpuðu því 16-12. Miklar breytingar á liðum Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi verið eftir því að Vodafone deildin í CS:GO hæfist á ný. Miklar breytingar hafa orðið á liðum og samanstendur lið XY að stærstum hluta af liði Tindastóls frá því á síðasta tímabili sem lenti í fimmta sæti deildarinnar. Þeir mættu nýliðum Kórdrengja í þessum fyrsta leik mótsins, en Kórdrengir unnu fyrstu deildina á síðasta tímabili og mættu því sprækir til leiks eftir ágætan árangur á Stórmeistaramótinu í sumar. Keppt var í Overpass kortinu, en sú breyting hefur orðið á að í stað þess að annað liðið sé á heimavelli er tekin hnífalota til að skera úr um hver fær að velja sér hlið. Þar hafði XY betur á sannfærandi hátt og valdi að hefja leikinn í vörn (Counter-Terrorists). Fór af stað með látum Leikurinn fór af stað með látum fyrir Kórdrengi þar sem Hyperactive átti fyrstu fellu tímabilsins og náði tveimur þar að auki en liðsfélagi hans Blazter fylgdi vel eftir og felldi tvo leikmenn XY til að vinna lotuna. Næstu tvær loturnar féllu einnig Kórdrengjum í vil þar sem Blazter lét finna fyrir sér. XY náði aðeins að klóra í bakkann þegar þeim tókst að aftengja sprengju í fjórðu lotu og þá fimmtu opnaði KeliTURBO með þrefaldri fellu. Kórdrengir höfðu þó mikla yfirburði það sem eftir var hálfleiks. Þeir héldu efnahagi XY í skefjum sem gerði þeim erfitt fyrir að verjast hröðum aðgerðum en Kórdrengir voru í senn vel skipulagðir og mjög árásargjarnir. XY tókst aldrei að vinna meira en tvær lotur í röð og voru Kórdrengir því í afar góðri stöðu eftir fyrri hálfleik. Staða í hálfleik: XY 5 - 10 Kórdrengir Kórdrengir sterkir inn í seinni hálfleik Kórdrengir héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og var sautjánda lota einstaklega skemmtileg þar sem Xeny stóð á herðunum á öðrum leikmanni til að ná fyrstu fellunni. Demantur felldi svo þrjá í röð og hefði eflaust náð þeim fjórða ef ekki hefði verið fyrir óheppilega handsprengju frá liðsfélaga hans, Hyperactive. Eftir það var gleðin þó úti hjá Kórdrengjum. Í næstu lotu á eftir voru bæði lið afar leitandi þar til XY felldi fjóra leikmenn Kórdrengja á sprengjusvæði B. Hyperactive sem stóð einn eftir náði ekki að bjarga lotunni fyrir horn og leikmenn XY komust í gang. MiniDeGreez sem hafði verið fyrirferðarlítill á vappanum í fyrri hálfleik kom sterkur inn en mestu munaði um KelaTURBO sem fékk það hlutverk að halda Kórdrengjum uppteknum á meðan liðsfélagar hans læddust fram hjá vörninni. Þannig spiluðust loturnar ítrekað og það var sama hvað Kórdrengir gerðu, engar lausnir var að finna. XY voru jafnan snöggir að fella einn eða tvo leikmenn svo Kórdrengir gátu ekki spilað sama leik og þeir gerðu í upphafi. Þá áttu þeir lítið af vopnum og oft of fáa leikmenn til að gera raunverulega atlögu að því að aftengja sprengjuna. Með þessu frábæra skipulagi tókst XY að sigra 11 lotur í röð og eiga þar með frábæra endurkomu sem tryggði þeim sigur í sínum fyrsta leik sem nýtt lið. Lokastaða XY 16 - 12 Kórdrengir
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti