Lét brjótast inn í síma Hayu prinsessu og lögmanna hennar Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2021 23:24 Sjeik Mohammed al Maktoum með Hayu prinsessu á viðburði árið 2017. Tveimur árum síðar flúði hún Dúbaí. Vísir/EPA Leiðtogi furstadæmisins Dúbaí lét fylgjast með símum Hayu prinsessu og lögmanna hennar á meðan á forræðisdeilum þeirra stóð fyrir breskum dómstólum. Hann er talinn hafa hindrað framgang réttvísinnar með afskiptunum. Mohammed al Maktoum, leiðtogi Dúbaí og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur átt í hatrammri skilnaðar- og forræðisdeilu við Hayu prinsessu af Jórdaníu undanfarin ár. Hún flúði til Evrópu og fékk hæli í Bretlandi. Nú hefur enskur dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sjeik Mohammed hafi látið brjótast inn í símana og látið koma fyrir í þeim njósnaforriti. Þannig hafi hann brotið gegn breskum hegningarlögum og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann hafi gerst sekur um að trufla störf dómstólsins, aðgang Hayu að réttarkerfinu og að misnota vald sitt sem þjóðarleiðtogi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pegasus-njósnaforrit ísraelska fyrirtækisins NSO gaf útsendurum sjeiksins upplýsingar um staðsetningu símanna, textaskilaboðum, tölvupóstum og skilaboðum í öðrum samskiptaforritum. Þá gátu þeir hlerað símtöl og fylgst með símaskrá, lykilorðum, færslum í almanak og myndum. Ekki aðeins það heldur bauð forritið upp á að þeim sem komu því fyrir gætu virkjað símana án vitneskju eigenda þeirra og jafnvel tekið upp og myndað þá. Sjeik Mohammed neitar nokkurri vitneskju um innbrotin. Hann hafi ekki skipað neinum að koma njósnaforriti fyrir í símum fyrrverandi konu sinnar, lögmanna hennar, aðstoðarmanns og tveggja öryggisvarða. Sérfræðingur sem var kallaður fyrir dóminn sagðist þó eki í vafa um að Pegasus-forritið hafi verið notað til þess að brjótast inn í símana. Einn aðili í einu þjóðríki hefði staðið að því. Fyrrverandi forsætisráðherrafrú benti á njósnirnar Upp um njósnirnar komst þegar Cherrie Blair, eiginkona fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lét lögmann Hayu vita af þeim. Blair hafði þá starfað sem ráðgjafi fyrir NSO. Starfsmenn fyrirtækisins bentu henni á að Pegasus-forritið kynni að hafa verið misnotað til þess að fylgjast með símum Hayu og lögmanns hennar. NSO hefur verið sakað um að gera einræðisherrum víða um heim kleift að fylgjast með andófsfólki og blaðamönnum. Fyrirtækið heldur því sjálft fram að forritið sé aðeins selt ríkisstjórnum til að berjast gegn glæpa- og hryðjuverkamönnum. Sameinuðu arabísku furstadæmin Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07 Leiðtogi Dúbaí og eiginkona takast á fyrir breskum dómstólum Haya prinsessa flúði Dúbaí til Þýskalands fyrr á þessa ári. Dómsmál varðandi börn hennar og Maktoum fursta verður tekið fyrir í Bretlandi. 30. júlí 2019 12:50 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Mohammed al Maktoum, leiðtogi Dúbaí og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur átt í hatrammri skilnaðar- og forræðisdeilu við Hayu prinsessu af Jórdaníu undanfarin ár. Hún flúði til Evrópu og fékk hæli í Bretlandi. Nú hefur enskur dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sjeik Mohammed hafi látið brjótast inn í símana og látið koma fyrir í þeim njósnaforriti. Þannig hafi hann brotið gegn breskum hegningarlögum og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann hafi gerst sekur um að trufla störf dómstólsins, aðgang Hayu að réttarkerfinu og að misnota vald sitt sem þjóðarleiðtogi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pegasus-njósnaforrit ísraelska fyrirtækisins NSO gaf útsendurum sjeiksins upplýsingar um staðsetningu símanna, textaskilaboðum, tölvupóstum og skilaboðum í öðrum samskiptaforritum. Þá gátu þeir hlerað símtöl og fylgst með símaskrá, lykilorðum, færslum í almanak og myndum. Ekki aðeins það heldur bauð forritið upp á að þeim sem komu því fyrir gætu virkjað símana án vitneskju eigenda þeirra og jafnvel tekið upp og myndað þá. Sjeik Mohammed neitar nokkurri vitneskju um innbrotin. Hann hafi ekki skipað neinum að koma njósnaforriti fyrir í símum fyrrverandi konu sinnar, lögmanna hennar, aðstoðarmanns og tveggja öryggisvarða. Sérfræðingur sem var kallaður fyrir dóminn sagðist þó eki í vafa um að Pegasus-forritið hafi verið notað til þess að brjótast inn í símana. Einn aðili í einu þjóðríki hefði staðið að því. Fyrrverandi forsætisráðherrafrú benti á njósnirnar Upp um njósnirnar komst þegar Cherrie Blair, eiginkona fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lét lögmann Hayu vita af þeim. Blair hafði þá starfað sem ráðgjafi fyrir NSO. Starfsmenn fyrirtækisins bentu henni á að Pegasus-forritið kynni að hafa verið misnotað til þess að fylgjast með símum Hayu og lögmanns hennar. NSO hefur verið sakað um að gera einræðisherrum víða um heim kleift að fylgjast með andófsfólki og blaðamönnum. Fyrirtækið heldur því sjálft fram að forritið sé aðeins selt ríkisstjórnum til að berjast gegn glæpa- og hryðjuverkamönnum.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07 Leiðtogi Dúbaí og eiginkona takast á fyrir breskum dómstólum Haya prinsessa flúði Dúbaí til Þýskalands fyrr á þessa ári. Dómsmál varðandi börn hennar og Maktoum fursta verður tekið fyrir í Bretlandi. 30. júlí 2019 12:50 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25
Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07
Leiðtogi Dúbaí og eiginkona takast á fyrir breskum dómstólum Haya prinsessa flúði Dúbaí til Þýskalands fyrr á þessa ári. Dómsmál varðandi börn hennar og Maktoum fursta verður tekið fyrir í Bretlandi. 30. júlí 2019 12:50