Nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi opnaði í vikunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2021 22:00 Nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi, Arena, opnaði síðastliðinn fimmtudag. Mynd/ArenaGaming.is Síðastliðinn fimmtudag opnaði rafíþróttahöllin Arena í turninum í Kópavogi, en um er að ræða nýjan þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi. Arena býður upp á frábæra aðstöðu til rafíþróttaiðkunnar, sem og tölvuleikjaspilunnar. Hvort sem að um er að ræða tölvuleikjaspilara í leit að afdrepi til að spila í rólegheitum í flottri aðstöðu, eða rafíþróttalið sem stefnir hátt og lætur aðeins bjóða sér það besta, geta allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi á Arena. Boðið er upp á fyrsta flokks aðstöðu á staðnum þar sem að allar PC-tölvurnar eru af nýjustu gerð og á Arena má einnig finna PlayStation 5 tölvur. Hægt er að leigja sali fyrir hópa með PC-tölvum og VIP-herbergi með PlayStation 5 tölvu. Á Arena verður einnig hægt að panta sér veitingar í fljótandi og föstu formi af veitingastaðnum Bytes sem er samtengdur staðnum. View this post on Instagram A post shared by Arena Gaming (@arenagamingisl) Sigurjón Steinsson, framkvæmdarstjóri Arena, sagði í samtali við mbl.is að fyrstu gestirnir hafi verið virkilega ánægðir með aðstöðuna. „Það gekk ótrúlega vel í gær. Allir sem komu voru ánægðir með aðstöðuna og búnaðinn sem við bjóðum uppá. Fólk er ennþá að uppgvöta staðinn og við búumst við því að það verði mikið að gera í dag og um helgina.“ „Við hlökkum til að leyfa fólki að prófa og erum spennt að taka á móti gestum. Við miðum að því að búa til vinalega og skemmtilega stemningu fyrir allan aldur og eru allir velkomnir,“ sagði Sigurjón. Einnig eru á döfinni margir viðburðir hjá Arena, svo sem mót í mismunandi tölvuleikjum og einnig verður hægt að horfa á heimsmeistaramótið í League of Legends á staðnum. Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst einmitt á morgun. Rafíþróttir Kópavogur Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport
Hvort sem að um er að ræða tölvuleikjaspilara í leit að afdrepi til að spila í rólegheitum í flottri aðstöðu, eða rafíþróttalið sem stefnir hátt og lætur aðeins bjóða sér það besta, geta allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi á Arena. Boðið er upp á fyrsta flokks aðstöðu á staðnum þar sem að allar PC-tölvurnar eru af nýjustu gerð og á Arena má einnig finna PlayStation 5 tölvur. Hægt er að leigja sali fyrir hópa með PC-tölvum og VIP-herbergi með PlayStation 5 tölvu. Á Arena verður einnig hægt að panta sér veitingar í fljótandi og föstu formi af veitingastaðnum Bytes sem er samtengdur staðnum. View this post on Instagram A post shared by Arena Gaming (@arenagamingisl) Sigurjón Steinsson, framkvæmdarstjóri Arena, sagði í samtali við mbl.is að fyrstu gestirnir hafi verið virkilega ánægðir með aðstöðuna. „Það gekk ótrúlega vel í gær. Allir sem komu voru ánægðir með aðstöðuna og búnaðinn sem við bjóðum uppá. Fólk er ennþá að uppgvöta staðinn og við búumst við því að það verði mikið að gera í dag og um helgina.“ „Við hlökkum til að leyfa fólki að prófa og erum spennt að taka á móti gestum. Við miðum að því að búa til vinalega og skemmtilega stemningu fyrir allan aldur og eru allir velkomnir,“ sagði Sigurjón. Einnig eru á döfinni margir viðburðir hjá Arena, svo sem mót í mismunandi tölvuleikjum og einnig verður hægt að horfa á heimsmeistaramótið í League of Legends á staðnum. Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst einmitt á morgun.
Rafíþróttir Kópavogur Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport