Aðeins fyrirmenni fá aðgang að allra helgasta hluta Davíðs Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 11:39 Davíð er að hluta falinn ofan í hólki í ítalska skálanum á heimssýningunni í Dúbaí. AP/Kamran Jebreili Framsetning á styttunni af Davíð á heimssýningunni í Dúbaí sem nú stendur yfir hefur vakið þó nokkrar deilur. Almennir gestir geta aðeins barið höfuð styttunnar augum en aðgangur að öðrum hlutum hennar er aðeins fyrir fyrirmenni. Stytta ítalska endurreisnarmyndhöggvarans Mikelangelos af Davíð konungi úr Biblíunni hefur lengi verið þrætuepli. Nekt Davíðs hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum í gegnum aldirnar, þar á meðal rómversk kaþólsku kirkjunni sem lét hylja manndóm Davíðs með fíkjublaði. Nýjasta deilan snýst um hvort að aðstandendur ítalska skálans á heimssýningunni hafi gerst sekir um ritskoðun og elítisma. Almennir gestir sjá aðeins höfuð eftirlíkingar af styttunni. Vildarvinir sýningarinnar sem eru með sérstakan aðgang geta hins vegar virt hana fyrir sér frá toppi til táar. „Það ætti ekki að vera tvennt ólíkt það sem þeir ríku, miklu og góðu geta séð annars vegar og venjulegt fólk hins vegar,“ segir Paul Gwynne, listsagnfræðingur við Bandaríska háskólann í Róm, við AP-fréttastofuna. Forstöðumaður ítalska skálans ber því við að framsetning styttunnar sé tegund af listrænni tjáningu. „Það er engin tilviljun að Davíð sést ekki neðan frá og upp eins og vanalega heldur tekur hann á móti fólki með því að horfa í andlitið á því,“ segir David Rampello. Svona birtist Davíð gestum sem stinga inn nefi í ítalska skálann. Þeir geta þó séð hluta af búknum með því að halla sér upp að handriði og líta niður. Fyrirmenni geta valsað um neðri hæð og virt styttuna fyrir sér í allri sinni dýrð.AP/Kamran Jebreili Blaðamaður ítalska blaðsins La Repubblica brást reiður við framsetningu styttunnar í Dúbaí. Styttan er innan í þröngum átthyrndum hólki umkringd eftirlíkingum af rómverskum súlum. Höfuðið stendur upp úr hólknum en búkurinn er fyrir neðan gegnsætt skilrúm. Aðeins er hægt að virða hann almennilega fyrir sér á annarri hæð fyrir neðan þá sem gestir koma fyrst inn. Kynfæri og rass stytturnar eru á milli hæða en gestir geta séð þau með því að standa nærri skilrúminu og líta upp. „Hvers vegna getur maður ekki séð allan líkama Biblíuhetjunnar, því maður sér aðeins höfuðið, mögnuð augun sem stara þögul á þig? Hvar er afgangurinn?“ sagði La Repubblica sem talaði um „afhöfðun“ styttunnar. Dinara Aksyanova, rússnesku gestur heimssýningarinnar, var á meðal þeirra sem varð fyrir sárum vonbrigðum með Davíð. „Hvers vegna var bara helmingur af honum? Það er ekkert vit í því. Áhugaverðasti hlutinn er fyrir neðan,“ sagði Aksyanova. Sameinuðu arabísku furstadæmin Myndlist Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Stytta ítalska endurreisnarmyndhöggvarans Mikelangelos af Davíð konungi úr Biblíunni hefur lengi verið þrætuepli. Nekt Davíðs hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum í gegnum aldirnar, þar á meðal rómversk kaþólsku kirkjunni sem lét hylja manndóm Davíðs með fíkjublaði. Nýjasta deilan snýst um hvort að aðstandendur ítalska skálans á heimssýningunni hafi gerst sekir um ritskoðun og elítisma. Almennir gestir sjá aðeins höfuð eftirlíkingar af styttunni. Vildarvinir sýningarinnar sem eru með sérstakan aðgang geta hins vegar virt hana fyrir sér frá toppi til táar. „Það ætti ekki að vera tvennt ólíkt það sem þeir ríku, miklu og góðu geta séð annars vegar og venjulegt fólk hins vegar,“ segir Paul Gwynne, listsagnfræðingur við Bandaríska háskólann í Róm, við AP-fréttastofuna. Forstöðumaður ítalska skálans ber því við að framsetning styttunnar sé tegund af listrænni tjáningu. „Það er engin tilviljun að Davíð sést ekki neðan frá og upp eins og vanalega heldur tekur hann á móti fólki með því að horfa í andlitið á því,“ segir David Rampello. Svona birtist Davíð gestum sem stinga inn nefi í ítalska skálann. Þeir geta þó séð hluta af búknum með því að halla sér upp að handriði og líta niður. Fyrirmenni geta valsað um neðri hæð og virt styttuna fyrir sér í allri sinni dýrð.AP/Kamran Jebreili Blaðamaður ítalska blaðsins La Repubblica brást reiður við framsetningu styttunnar í Dúbaí. Styttan er innan í þröngum átthyrndum hólki umkringd eftirlíkingum af rómverskum súlum. Höfuðið stendur upp úr hólknum en búkurinn er fyrir neðan gegnsætt skilrúm. Aðeins er hægt að virða hann almennilega fyrir sér á annarri hæð fyrir neðan þá sem gestir koma fyrst inn. Kynfæri og rass stytturnar eru á milli hæða en gestir geta séð þau með því að standa nærri skilrúminu og líta upp. „Hvers vegna getur maður ekki séð allan líkama Biblíuhetjunnar, því maður sér aðeins höfuðið, mögnuð augun sem stara þögul á þig? Hvar er afgangurinn?“ sagði La Repubblica sem talaði um „afhöfðun“ styttunnar. Dinara Aksyanova, rússnesku gestur heimssýningarinnar, var á meðal þeirra sem varð fyrir sárum vonbrigðum með Davíð. „Hvers vegna var bara helmingur af honum? Það er ekkert vit í því. Áhugaverðasti hlutinn er fyrir neðan,“ sagði Aksyanova.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Myndlist Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira