„Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 18:30 Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, Tómas Valgeirsson og Þórarinn Þórarinsson voru gestir Pallborðsins að þessu sinni. vísir/ragnar Þrír af helstu sérfræðingum í James Bond á Íslandi kunnu vel að meta No Time to Die, nýjustu myndina um einkaspjæjara hinnar hátignar. Einn hefur hitt Daniel Craig, sem lék Bond í fimmta og síðasta skiptið í myndinni, og ber honum ekki vel söguna. Sitt sýnist hverjum um ágæti nýju myndarinnar og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar um þennan dáða njósnara sem hefur verið eitt þekktasta vörumerki heimsins í tæp 60 ár. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, prestur, fornleifafræðingur og leiðsögumaður, sem varð landsfræg sem spurningahöfundur og dómari í Gettu betur, er einn helsti James Bond-aðdáandi Íslands og með sterkar skoðanir um þessa sögupersónu. Hún bjó í Vín þar sem eitt kvikmyndahús sýnir aðeins Bond myndir og gekk með þann draum í maganum á sínum tíma að standa fyrir ferðalögum til útlanda á tökustaði Bond-mynda. Klippa: Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur Ragnheiður Erla segir ýmislegt hafa breyst í fari James Bond í gegnum tíðina. Dæmi hafi verið um að Bond hafi nauðgað konum en í dag verði Bond ástfanginn og sýni meiri tilfinningar. Þórarinn Þórarinsson menningarblaðamaður á Fréttablaðinu segir nýju myndina, sem beðið hefur verið eftir í eitt og hálft ár, virka eins og hún sé nýgerð í kjölfar Covid-faraldurins. Raunin er hins vegar sú að hún hefur setið á ís og beðið þess að fólk geti streymt í kvikmyndahús. Hún sé klók að mörgu leyti. Undir þetta tekur Tómas Valgeirsson kvikmyndarýnir og blaðamaður hjá 24.is. Hann var ekki jafn jákvæður gangvart nýju myndinni og Þórarinn. En þó jákvæðari gagnvart Craig en Þórarinn sem hitti Daniel Craig einu sinni á ráðstefnu í Kaupmannahöfn og tók við hann viðtal. „Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur,“ segir Þórarinn og rifjaði upp fund þeirra í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Ein spurning Þórarins féll í grýttan jarðveg. Sú snerist um hvort framleiðendur Bond væru farnir að apa eftir myndum um Jason Bourne. Þá var rætt um tónlistina í Bond og margt fleira í þættinum sem sjá má upptöku af að neðan. Klippa: Pallborðið - James Bond Pallborðið James Bond Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um ágæti nýju myndarinnar og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar um þennan dáða njósnara sem hefur verið eitt þekktasta vörumerki heimsins í tæp 60 ár. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, prestur, fornleifafræðingur og leiðsögumaður, sem varð landsfræg sem spurningahöfundur og dómari í Gettu betur, er einn helsti James Bond-aðdáandi Íslands og með sterkar skoðanir um þessa sögupersónu. Hún bjó í Vín þar sem eitt kvikmyndahús sýnir aðeins Bond myndir og gekk með þann draum í maganum á sínum tíma að standa fyrir ferðalögum til útlanda á tökustaði Bond-mynda. Klippa: Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur Ragnheiður Erla segir ýmislegt hafa breyst í fari James Bond í gegnum tíðina. Dæmi hafi verið um að Bond hafi nauðgað konum en í dag verði Bond ástfanginn og sýni meiri tilfinningar. Þórarinn Þórarinsson menningarblaðamaður á Fréttablaðinu segir nýju myndina, sem beðið hefur verið eftir í eitt og hálft ár, virka eins og hún sé nýgerð í kjölfar Covid-faraldurins. Raunin er hins vegar sú að hún hefur setið á ís og beðið þess að fólk geti streymt í kvikmyndahús. Hún sé klók að mörgu leyti. Undir þetta tekur Tómas Valgeirsson kvikmyndarýnir og blaðamaður hjá 24.is. Hann var ekki jafn jákvæður gangvart nýju myndinni og Þórarinn. En þó jákvæðari gagnvart Craig en Þórarinn sem hitti Daniel Craig einu sinni á ráðstefnu í Kaupmannahöfn og tók við hann viðtal. „Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur,“ segir Þórarinn og rifjaði upp fund þeirra í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Ein spurning Þórarins féll í grýttan jarðveg. Sú snerist um hvort framleiðendur Bond væru farnir að apa eftir myndum um Jason Bourne. Þá var rætt um tónlistina í Bond og margt fleira í þættinum sem sjá má upptöku af að neðan. Klippa: Pallborðið - James Bond
Pallborðið James Bond Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein