T1 og Edward Gaming tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. október 2021 23:01 T1 tryggði sér fyrsta sæti B-riðils. Lance Skundrich/Riot Games Inc. via Getty Images Gamla stórveldið T1 hrifsaði efsta sæti B-riðils af Edward Gaming á Heimsmeistaramótinu í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll í dag. Bæði liðin fara þó upp úr riðlinum. Fyrsti leikur dagsins var viðureign DetonatioN FocusMe og Edward Gaming. Fyrir leikinn var DetonatioN FocusMe án sigurs, en Edward Gaming hafði ekki tapað einum einasta leik. Það breyttist ekki í þessari viðureign, því Edward Gaming vann nokkuð þægilegan sigur og hélt sigurgöngu sinni áfram. T1 og 100 Thieves áttust við í annarri viðureign dagsins, en sá leikur var upp á líf og dauða fyrir 100 Theives. Eftir jafnar fyrstu tíu mínútur tóku liðsmenn T1 öll völd og unnu að lokum öruggan sigur. Tapið þýddi það að 100 Thieves átti ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Sigur T1 tryggði Edward Gaming einnig sæti í átta liða úrslitum, og því í rauninni ekkert undir það sem eftir var dags, nema keppnin um fyrsta sæti riðilsins. #T1WIN@T1LoL eliminate @100Thieves and advance to the #Worlds2021 Quarterfinals! pic.twitter.com/EDaZy1pbJK— LoL Esports (@lolesports) October 16, 2021 Þriðja viðureign dagsins var einmitt viðureign T1 og Edward Gaming þar sem að þeir síðarnefndu gátu tryggt sér efsta sæti riðilsins. Hægt og bítandi byggðu liðsmenn T1 upp forskot sitt, og eftir rúmar tuttugu mínútur af League of Legends var brekkan orðin ansi brött fyrir Edward Gaming. Nokkrum mínútum síðar var sigur T1 í höfn, og baráttan um fyrsta sætið orðin galopin. 100 Thieves og DetonatioN FocusMe mættust svo í algjörlega þýðingarlausum leik í fjórðu viðureign dagsins. Þrátt fyrir að ekkert væri undir varð úr einn mest spennandi leikur mótsins hingað til. Liðin skiptust á að hafa forystuna og í raun gat ekkert skilið þessi tvö lið að. Eftir rúmar 48 mínútur fengu liðsmenn DetonatioN FocusMe nóg, og reyndi að fara bakdyrameginn að höfuðstöðvum 100 Thieves. Á einhvern ótrúlegan hátt náðu liðsmenn 100 Thieves að bjarga sér frá tapi, þrömmuðu þvert yfir kortið, og kláruðu leikinn. WHAT AN ENDING:@100Thieves turn the game around and take the win! #Worlds2021 pic.twitter.com/REWPwuM0fP— LoL Esports (@lolesports) October 16, 2021 DetinatioN FocusMe mætti svo T1 í næst síðasta leik dagsins, en náðu ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu og T1 vann nokkuð öruggan sigur. Tapið þýddi að DetonatioN FocusMe fór í gegnum B-riðil án þess að vinna einn einasta leik, en sigur T1 setti pressu á Edward Gaming, sem átti einn leik eftir. Seinasti leikur dagsins var viðureign Edward Gaming og 100 Thieves. Edward Gaming þurfti á sigri að halda til að tryggja sér umspilsleik gegn T1 um fyrsta sæti riðilsins, en 100 Thieves var einungis að spila upp á heiðurinn. 100 Thieves náði afgerandi forystu snemma leiks og lét hana aldrei af hendi. Edward Gaming þurfti því að gera sér annað sæti riðilsins að góðu. GOING OUT WITH A BANG:@100Thieves win against @EDG_Edward in their final game at #Worlds2021! pic.twitter.com/qyitobv16V— LoL Esports (@lolesports) October 16, 2021 Gamla stórveldið T1 tryggði sér því fyrsta sæti B-riðils á kostnað Edward Gaming sem fer upp úr riðlinum í öðru sæti. 100 Thieves lenti í þriðja sæti, en DetonatioN FocusMe rekur lestina án þess að vinna leik. Á morgun verður C-riðillinn kláraður þar sem að Royal Never Give Up og PSG Talon eru í kjörstöðu. Eins og áður verður hægt að fylgjat með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Rafíþróttir League of Legends Tengdar fréttir Ótrúlegur viðsnúningur tryggði Cloud9 upp úr A-riðli með heimsmeisturunum Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01 Þrjú lið enn með fullt hús stiga | Cloud9 og Fnatic með bakið upp við vegg Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01 Heimsmeistararnir enn taplausir | Allt jafnt í D-riðli Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01 Heimsmeistararnir hófu titilvörnina á sigri | Fullkomin endurkoma T1 Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01 Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst í dag | Titilvörnin byrjar á stórleik Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn
Fyrsti leikur dagsins var viðureign DetonatioN FocusMe og Edward Gaming. Fyrir leikinn var DetonatioN FocusMe án sigurs, en Edward Gaming hafði ekki tapað einum einasta leik. Það breyttist ekki í þessari viðureign, því Edward Gaming vann nokkuð þægilegan sigur og hélt sigurgöngu sinni áfram. T1 og 100 Thieves áttust við í annarri viðureign dagsins, en sá leikur var upp á líf og dauða fyrir 100 Theives. Eftir jafnar fyrstu tíu mínútur tóku liðsmenn T1 öll völd og unnu að lokum öruggan sigur. Tapið þýddi það að 100 Thieves átti ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Sigur T1 tryggði Edward Gaming einnig sæti í átta liða úrslitum, og því í rauninni ekkert undir það sem eftir var dags, nema keppnin um fyrsta sæti riðilsins. #T1WIN@T1LoL eliminate @100Thieves and advance to the #Worlds2021 Quarterfinals! pic.twitter.com/EDaZy1pbJK— LoL Esports (@lolesports) October 16, 2021 Þriðja viðureign dagsins var einmitt viðureign T1 og Edward Gaming þar sem að þeir síðarnefndu gátu tryggt sér efsta sæti riðilsins. Hægt og bítandi byggðu liðsmenn T1 upp forskot sitt, og eftir rúmar tuttugu mínútur af League of Legends var brekkan orðin ansi brött fyrir Edward Gaming. Nokkrum mínútum síðar var sigur T1 í höfn, og baráttan um fyrsta sætið orðin galopin. 100 Thieves og DetonatioN FocusMe mættust svo í algjörlega þýðingarlausum leik í fjórðu viðureign dagsins. Þrátt fyrir að ekkert væri undir varð úr einn mest spennandi leikur mótsins hingað til. Liðin skiptust á að hafa forystuna og í raun gat ekkert skilið þessi tvö lið að. Eftir rúmar 48 mínútur fengu liðsmenn DetonatioN FocusMe nóg, og reyndi að fara bakdyrameginn að höfuðstöðvum 100 Thieves. Á einhvern ótrúlegan hátt náðu liðsmenn 100 Thieves að bjarga sér frá tapi, þrömmuðu þvert yfir kortið, og kláruðu leikinn. WHAT AN ENDING:@100Thieves turn the game around and take the win! #Worlds2021 pic.twitter.com/REWPwuM0fP— LoL Esports (@lolesports) October 16, 2021 DetinatioN FocusMe mætti svo T1 í næst síðasta leik dagsins, en náðu ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu og T1 vann nokkuð öruggan sigur. Tapið þýddi að DetonatioN FocusMe fór í gegnum B-riðil án þess að vinna einn einasta leik, en sigur T1 setti pressu á Edward Gaming, sem átti einn leik eftir. Seinasti leikur dagsins var viðureign Edward Gaming og 100 Thieves. Edward Gaming þurfti á sigri að halda til að tryggja sér umspilsleik gegn T1 um fyrsta sæti riðilsins, en 100 Thieves var einungis að spila upp á heiðurinn. 100 Thieves náði afgerandi forystu snemma leiks og lét hana aldrei af hendi. Edward Gaming þurfti því að gera sér annað sæti riðilsins að góðu. GOING OUT WITH A BANG:@100Thieves win against @EDG_Edward in their final game at #Worlds2021! pic.twitter.com/qyitobv16V— LoL Esports (@lolesports) October 16, 2021 Gamla stórveldið T1 tryggði sér því fyrsta sæti B-riðils á kostnað Edward Gaming sem fer upp úr riðlinum í öðru sæti. 100 Thieves lenti í þriðja sæti, en DetonatioN FocusMe rekur lestina án þess að vinna leik. Á morgun verður C-riðillinn kláraður þar sem að Royal Never Give Up og PSG Talon eru í kjörstöðu. Eins og áður verður hægt að fylgjat með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport.
Rafíþróttir League of Legends Tengdar fréttir Ótrúlegur viðsnúningur tryggði Cloud9 upp úr A-riðli með heimsmeisturunum Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01 Þrjú lið enn með fullt hús stiga | Cloud9 og Fnatic með bakið upp við vegg Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01 Heimsmeistararnir enn taplausir | Allt jafnt í D-riðli Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01 Heimsmeistararnir hófu titilvörnina á sigri | Fullkomin endurkoma T1 Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01 Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst í dag | Titilvörnin byrjar á stórleik Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn
Ótrúlegur viðsnúningur tryggði Cloud9 upp úr A-riðli með heimsmeisturunum Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01
Þrjú lið enn með fullt hús stiga | Cloud9 og Fnatic með bakið upp við vegg Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01
Heimsmeistararnir enn taplausir | Allt jafnt í D-riðli Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01
Heimsmeistararnir hófu titilvörnina á sigri | Fullkomin endurkoma T1 Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01
Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst í dag | Titilvörnin byrjar á stórleik Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum. 15. október 2021 23:01