Lífið

„Hefur hjálpað mér persónulega í gegnum mitt þunglyndi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carlos Reynir hefur barist við þunglyndi og kvíðaröskun og hjálpaði LARPIÐ umtalsvert. 
Carlos Reynir hefur barist við þunglyndi og kvíðaröskun og hjálpaði LARPIÐ umtalsvert. 

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíll og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Í síðasta þætti einbeitti Ingileif sér að því sem kallast LARP. Einn viðmælenda Afbrigðis segir að LARP sé í raun spunaspil nema þátttakendur klæða sig upp í búninga og taka beint þátt í spilinu. Live Action Role Playing, eða rauntímaspunaspil er þýðingin á LARPI.

Í þættinum var rætt við Carlos Reyni sem segir að LARP hafi hjálpað honum í gegnum þunglyndi og kvíðaröskun.

„LARP hefur mjög marga eiginleika og hefur hjálpað mér persónulega í gegnum mitt þunglyndi og mína kvíðaröskun. Það eru einhverjir sálfræðingar að hjálpa krökkum að ganga í gegnum allskonar vandamál með LARPI,“ segir Carlos.

„Ég var frekar lokaður af áður en ég byrjaði í þessu. Mér finnst þetta hjálpa mér mikið með það að vera meira út á við. Og þarf ekki að halda jafn mikið aftur af mér í samskiptum við fólk,“ segir Albert Rúnarsson.

Klippa: LARPIÐ hjálpaði Carlos í gegnum þunglyndi og kvíðaröskun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×