Jólin komin á fullt í Rúmfatalagernum Rúmfatalagerinn 21. október 2021 08:46 Jólin eru komin í Rúmfatalagernum og hillurnar svigna undan fallegum jólavörum. Ljósaseríur og luktir vinsælar til að lýsa upp skammdegið. „Jólalínan frá Jysk í ár er einstaklega falleg og smart og höfðar til allra, í náttúrulegum litum í bland við gyllt, brons, silfur og hvítt. Það er mikið af basti og greni og fallegum jólakúlum, ljósaseríum og luktum. Fyrstu jólavörurnar komu inn um miðjan september,“ segir Vilma Ýr Árnadóttir, verslunarstjóri í Rúmfatalagernum Bíldshöfða. Vilma Ýr Árnadóttir, verslunarstjóri í Rúmfatalagernum Bíldshöfða Hún segir Íslendinga duglega við að lýsa upp skammdegið og jólaseríurnar fara vel af stað enda mjög vinsælar og í miklu úrvali. „Við eigum svo mikið úrval af fallegum seríum bæði úti og inni og af rafhlöðukertum og kertaluktum til að gera heimilið hlýlegt. Það er mjög fallegt að setja „warm white -seríur í vasa eða luktir nú þegar farið er að rökkva fyrr. Rafhlöðukertin eru mjög vinsæl og mætti eiginlega segja að þau séu til á hverju heimili. Það er líka gaman að setja seríur inni í barnaherbergi en yngsta kynslóðin er auðvitað lang spenntust fyrir jólunum og gaman fyrir þau að fá skraut inni í herbergi. Við eigum rafhlöðuseríur í öllum litum,“ segir Vilma og hvetur fólk til að koma við í verslunum Rúmfatalagersins og kíkja á útstillingarnar til að fá hugmyndir og komast í jólaskap. „Eitt mesta úrval jólavara er hjá Rúmfatalagernum en við pöntum alltaf jólavörur frá nokkrum framleiðendum til að eiga sem mest. Sumir vilja hafa minimalískan stíl meðan aðrir vilja hafa mikið skreytt og mikla liti. Fallega skreytt borð setur stemminguna og gerir allt jólalegra og við fengum til dæmis allskonar grenilengjur, fínlegar og þunnar með glimmeri og án. Þær er mjög fallegt að setja á mitt matarborðið og til eru fallegar diskamottur til að setja undir matardiskana, það setur skemmtilega hátíðarstemmingu. Svo er flott að setja eina ef ekki tvær jólakúlur á servíettuna á matardiskunum til að gera meiri hátíðarstemningu. Í verslunum okkar höfum við stillt upp fallegum útstillingum til að gefa hugmyndir að skreytingum,“ segir Vilma. Jól Verslun Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
„Jólalínan frá Jysk í ár er einstaklega falleg og smart og höfðar til allra, í náttúrulegum litum í bland við gyllt, brons, silfur og hvítt. Það er mikið af basti og greni og fallegum jólakúlum, ljósaseríum og luktum. Fyrstu jólavörurnar komu inn um miðjan september,“ segir Vilma Ýr Árnadóttir, verslunarstjóri í Rúmfatalagernum Bíldshöfða. Vilma Ýr Árnadóttir, verslunarstjóri í Rúmfatalagernum Bíldshöfða Hún segir Íslendinga duglega við að lýsa upp skammdegið og jólaseríurnar fara vel af stað enda mjög vinsælar og í miklu úrvali. „Við eigum svo mikið úrval af fallegum seríum bæði úti og inni og af rafhlöðukertum og kertaluktum til að gera heimilið hlýlegt. Það er mjög fallegt að setja „warm white -seríur í vasa eða luktir nú þegar farið er að rökkva fyrr. Rafhlöðukertin eru mjög vinsæl og mætti eiginlega segja að þau séu til á hverju heimili. Það er líka gaman að setja seríur inni í barnaherbergi en yngsta kynslóðin er auðvitað lang spenntust fyrir jólunum og gaman fyrir þau að fá skraut inni í herbergi. Við eigum rafhlöðuseríur í öllum litum,“ segir Vilma og hvetur fólk til að koma við í verslunum Rúmfatalagersins og kíkja á útstillingarnar til að fá hugmyndir og komast í jólaskap. „Eitt mesta úrval jólavara er hjá Rúmfatalagernum en við pöntum alltaf jólavörur frá nokkrum framleiðendum til að eiga sem mest. Sumir vilja hafa minimalískan stíl meðan aðrir vilja hafa mikið skreytt og mikla liti. Fallega skreytt borð setur stemminguna og gerir allt jólalegra og við fengum til dæmis allskonar grenilengjur, fínlegar og þunnar með glimmeri og án. Þær er mjög fallegt að setja á mitt matarborðið og til eru fallegar diskamottur til að setja undir matardiskana, það setur skemmtilega hátíðarstemmingu. Svo er flott að setja eina ef ekki tvær jólakúlur á servíettuna á matardiskunum til að gera meiri hátíðarstemningu. Í verslunum okkar höfum við stillt upp fallegum útstillingum til að gefa hugmyndir að skreytingum,“ segir Vilma.
Jól Verslun Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur