Ofurhleðslustöðvar Tesla ná allan hringinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. október 2021 07:00 Tesla hleðslustöð. Vilhelm Gunnarsson Tesla hefur nú tryggt að hringvegurinn er fær þeim sem vilja notast við ofurhleðslustöðvar Tesla. Tesla opnaði nýlega stöðvar á Höfn og á Akureyri sem þýðir að Hringvegurinn er orðinn greiðfær, aldrei meira en 300 km. á milli ofurhleðslustöðva. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Tesla. Tesla hefur nú lokað hringnum. Aldrei eru fleiri en 300 km. á milli ofurhleðslustöðva. „Okkur þykir spennandi að gera vistvænar ferðir mögulegar allan hringinn, þannig geta bæði Íslendingar og ferðamenn nýtt tækifærið til að ferðast með skilvirkum og útblásturslausum hætti,“ segir í tilkynningunni frá Tesla. Með Evrópu kynningu hreina raf-jepplingsins Model Y fyrr á þessu ári hefur Tesla haldið áfram að sjá mikla eftirspurn á Íslandi. Íslenskir viðskiptavinir vilja skipta yfir í hreina rafbíla. Model 3 og Model Y eru báðir á meðal fimm mest seldu bíla ársins á Íslandi hingað til, samkvæmt opinberum gögnum. Nýjar pantanir af öllum gerðum af Model 3 og Model Y Long Range eru enn á áætlun hvað varðar afhendingu fyrir árslok. Þriðja kynslóð af ofurhleðslutengi. Þriðja kynslóð ofurhleðslustöðva V3 ofurhleðslustöðvarnar geta náð allt að 250 kW hleðslu, sem þýðir enn styttri stopp til að hlaða. Það skilar sér vel þegar land er lagt undir fót á Tesla bifreið. Model 3 Long Range er fimm mínútur að auka drægnina um 120 km. á V3 ofurhleðslustöð. Meðal hleðslustopp verður væntanlega um 15 mínútur. V3 ofurhleðslustöðvarnar fela í sér miklar tækniframfarir og evrópskar V3 stöðvar nota eingöngu CCS tengi. Allar gerðir af Model 3 og Model Y styðja CCS tengi. Eigendur Model S og Model X geta fengið millistykki til að nota CCS tengi við sína bíla. Slík millistykki hafa fylgt öllum Model S og Model X bílum síðan í maí 2019. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Tesla. Tesla hefur nú lokað hringnum. Aldrei eru fleiri en 300 km. á milli ofurhleðslustöðva. „Okkur þykir spennandi að gera vistvænar ferðir mögulegar allan hringinn, þannig geta bæði Íslendingar og ferðamenn nýtt tækifærið til að ferðast með skilvirkum og útblásturslausum hætti,“ segir í tilkynningunni frá Tesla. Með Evrópu kynningu hreina raf-jepplingsins Model Y fyrr á þessu ári hefur Tesla haldið áfram að sjá mikla eftirspurn á Íslandi. Íslenskir viðskiptavinir vilja skipta yfir í hreina rafbíla. Model 3 og Model Y eru báðir á meðal fimm mest seldu bíla ársins á Íslandi hingað til, samkvæmt opinberum gögnum. Nýjar pantanir af öllum gerðum af Model 3 og Model Y Long Range eru enn á áætlun hvað varðar afhendingu fyrir árslok. Þriðja kynslóð af ofurhleðslutengi. Þriðja kynslóð ofurhleðslustöðva V3 ofurhleðslustöðvarnar geta náð allt að 250 kW hleðslu, sem þýðir enn styttri stopp til að hlaða. Það skilar sér vel þegar land er lagt undir fót á Tesla bifreið. Model 3 Long Range er fimm mínútur að auka drægnina um 120 km. á V3 ofurhleðslustöð. Meðal hleðslustopp verður væntanlega um 15 mínútur. V3 ofurhleðslustöðvarnar fela í sér miklar tækniframfarir og evrópskar V3 stöðvar nota eingöngu CCS tengi. Allar gerðir af Model 3 og Model Y styðja CCS tengi. Eigendur Model S og Model X geta fengið millistykki til að nota CCS tengi við sína bíla. Slík millistykki hafa fylgt öllum Model S og Model X bílum síðan í maí 2019.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent