Kia EV6 Bíll ársins í Þýskalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. október 2021 07:02 Kia EV6 á ferð. Bernhard Kristinn Hinn nýi rafbíll Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins 2022 í Premium flokki í Þýskalandi. Verðlaunin þykja ein þau eftirsóknarverðustu í bílaheiminum. Kia EV6 hafði betur í baráttu við Volkswagen ID4, Audi Q4 e-tron, Skoda Enyaq og Hyundai Ioniq 5 í Úrvalsflokknum. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Þá var Kia EV6 í 2. sæti í flokknum Nýir orkugjafar. Kia EV6 var frumsýndur í Evrópu á dögunum en rafbíllinn verður kynntur hér á landi 18-20. nóvember nk. Kia EV6 rafbíll er með 528 km drægni samkvæmt WLTP staðli. EV6 er aflmikill rafbíll og hægt er að velja um 170 og 325 hestafla rafmótor. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á aðeins 18 mínútum og ná hleðslu sem dugar allt að 100 km á innan við fjórum og hálfri mínútu. EV6 er í boði bæði aftur- og fjórhjóladrifinn. Kia EV6 er töffaralegur bíll.Bernhard Kristinn „Það er mikill heiður að Kia EV6 vinni þessi stóru verðlaun í bílaheiminum. Þetta er frábær viðurkenning fyrir þennan nýja og magnaða rafbíl sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftrivæntingu. Við erum afar spennt að frumsýna EV6 hér í Öskju 18-20. nóvember og ég veit að það eru fjölmargir spenntir hér á landi að fá að sjá bílinn með eigin augum og prófa hann,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Vistvænir bílar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Þá var Kia EV6 í 2. sæti í flokknum Nýir orkugjafar. Kia EV6 var frumsýndur í Evrópu á dögunum en rafbíllinn verður kynntur hér á landi 18-20. nóvember nk. Kia EV6 rafbíll er með 528 km drægni samkvæmt WLTP staðli. EV6 er aflmikill rafbíll og hægt er að velja um 170 og 325 hestafla rafmótor. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á aðeins 18 mínútum og ná hleðslu sem dugar allt að 100 km á innan við fjórum og hálfri mínútu. EV6 er í boði bæði aftur- og fjórhjóladrifinn. Kia EV6 er töffaralegur bíll.Bernhard Kristinn „Það er mikill heiður að Kia EV6 vinni þessi stóru verðlaun í bílaheiminum. Þetta er frábær viðurkenning fyrir þennan nýja og magnaða rafbíl sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftrivæntingu. Við erum afar spennt að frumsýna EV6 hér í Öskju 18-20. nóvember og ég veit að það eru fjölmargir spenntir hér á landi að fá að sjá bílinn með eigin augum og prófa hann,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju.
Vistvænir bílar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira