Tónlist

Óskaði eftir að­stoð þegar hann tók eitt sitt stærsta lag

Eiður Þór Árnason skrifar
Tónleikarnir voru sendir út í beinni útsendingu á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 
Tónleikarnir voru sendir út í beinni útsendingu á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.  Vísir

Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Þeirra á meðal var slagarinn Á æðruleysinu sem kom út á plötunni Svona eru menn árið 2008.

Notaleg og persónuleg stemning var á veitingastaðnum Barion Bryggjunni á meðan þessi vinsæli tónlistarmaður hóf upp raust sína af sinni alkunnu snilld.

Tónleikarnir náðu svo hámarki þegar Kristján byrjaði að blístra og bað viðstadda um að taka þátt í fjörinu.

Klippa: KK - Á æðruleysinu

Horfa má á tónleikana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×