Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hófu nýlega göngu sína á Stöð 2. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er stjórnandi þáttanna, sem eru teknir upp fyrir framan áhorfendur í sal.
Meðal verkefna sem lögð voru fyrir í öðrum þætti var gerð auglýsingar. Auddi gerði auglýsingu fyrir Haltu nágranna þínum, þjónustu fyrir fólk sem vill ekki að nágrannar þess flytji. Auddi naut liðsinnis Jóns Jónssonar tónlistarmanns við gerð auglýsingarinnar.
Auglýsinguna og útskýringu á henni má sjá í spilaranum hér að neðan:
Steindi ákvað hins vegar, ásamt Friðriki Dór, tónlistarmanni og bróður Jóns, að framleiða auglýsingu fyrir skóhorn. Þeir félagar skildu ekkert í því hvers vegna Steinunni Ólínu og andstæðingum þeirra þætti það fyndið.
Auglýsinguna sem er í formi lags má sjá í spilaranum hér að neðan: