„Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2021 10:30 Hann Björg er kynjafræðikennari við Borgarholtsskóla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla, hefur í yfir áratug reynt að bæta samskipti kynjanna, reynt að fá börn til að skilja betur hvar þeirra mörk liggja sem og virða annarra. Hún hefur barist fyrir því að kynjafræði sé kennd í öllum skólum og að karlmennskuímynd sé rót vandans í samskiptum kynjanna. Sindri Sindrason ræddi við Hönnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Karlmennskan er fangelsi, það er svolítið þannig. Hún leyfir lítið. Vegna þess að ef þú ferð út fyrir boxið þá ert þú farinn að detta í bleika boxið, þá ert þú bara kelling,“ segir Hanna og heldur áfram. „Vissulega fögnum við fjölbreytileikanum á svo marga vegu en við eigum langt í land, það er bara þannig.“ Sjö ára þegar þeir sjá fyrst klám Hanna er ekki í minnsta vafa um að klám eigi stóran þátt í því að samskipti kynjanna séu ekki nógu góð og geti farið mjög illa ef krakkarnir eru ekki nægilega vel upplýstir. „Rannsóknir sýna okkur að íslenskri strákar sjá fyrst klám að meðaltali sjö ára. Strákarnir hafa sagt við mig í tíma að þeir séu hættir að horfa á klám þar sem þeir voru orðnir fíklar. En ef maður ímyndar sér að strákur horfi fyrst á klám sjö ár, hann byrjar að örva sig fyrst yfir því 11, 12 ára og síðan stundar hann fyrst kynlíf 17 ára. Sérðu allt klámið sem hann er búinn að horfa á áður og örva sig með, og hvaða hugmyndir hann hefur hvernig kynlíf er. Við skulum hafa það í huga að klám er skilgreint sem kynferðislega örvandi efni sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu.“ Hanna segir að sumar ungar stúlkur horfi á klám til þess að læra. „Það er náttúrulega algjör skelfing en þau sogast inn í þessa menningu og með þessar hugmyndir hvernig kynlíf er. Þetta er stórslys og við ættum öll að vera öskra á eftir alvöru kynfræðslu og hún þarf að vera vönduð og hún þarf að vera ítrekuð og þarf að byrja mjög snemma.“ Fara yfir mörk í gáleysi Hanna segist hafa lent í nokkrum atvikum þar sem stelpur hreinlega brotni niður þegar þær átta sig á því hvernig kynlíf þær eru búnar að stunda með kærastanum sínum. „Ég hef haft milligöngu um það að þær fari til Stígamóta, það er bara þannig. Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi. Þú ert bara sósaður af hugmyndum sem eru ofbeldisfullar og þú ert bara ekki að gera þér grein fyrir því og heldur að svona eigi þetta bara að vera. Og þú heldur bara að stelpunum finnist þetta gott. Að fara yfir mörk í gáleysi er til. Við getum ekki kallað þá stráka nauðgara. Þetta eru strákar sem vaða í villu og svima og við þurfum bara að grípa í taumana. Það er bara eitt sem við getum gert, og það er að byrja fræðslu og hún þarf að byrja snemma.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Hún hefur barist fyrir því að kynjafræði sé kennd í öllum skólum og að karlmennskuímynd sé rót vandans í samskiptum kynjanna. Sindri Sindrason ræddi við Hönnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Karlmennskan er fangelsi, það er svolítið þannig. Hún leyfir lítið. Vegna þess að ef þú ferð út fyrir boxið þá ert þú farinn að detta í bleika boxið, þá ert þú bara kelling,“ segir Hanna og heldur áfram. „Vissulega fögnum við fjölbreytileikanum á svo marga vegu en við eigum langt í land, það er bara þannig.“ Sjö ára þegar þeir sjá fyrst klám Hanna er ekki í minnsta vafa um að klám eigi stóran þátt í því að samskipti kynjanna séu ekki nógu góð og geti farið mjög illa ef krakkarnir eru ekki nægilega vel upplýstir. „Rannsóknir sýna okkur að íslenskri strákar sjá fyrst klám að meðaltali sjö ára. Strákarnir hafa sagt við mig í tíma að þeir séu hættir að horfa á klám þar sem þeir voru orðnir fíklar. En ef maður ímyndar sér að strákur horfi fyrst á klám sjö ár, hann byrjar að örva sig fyrst yfir því 11, 12 ára og síðan stundar hann fyrst kynlíf 17 ára. Sérðu allt klámið sem hann er búinn að horfa á áður og örva sig með, og hvaða hugmyndir hann hefur hvernig kynlíf er. Við skulum hafa það í huga að klám er skilgreint sem kynferðislega örvandi efni sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu.“ Hanna segir að sumar ungar stúlkur horfi á klám til þess að læra. „Það er náttúrulega algjör skelfing en þau sogast inn í þessa menningu og með þessar hugmyndir hvernig kynlíf er. Þetta er stórslys og við ættum öll að vera öskra á eftir alvöru kynfræðslu og hún þarf að vera vönduð og hún þarf að vera ítrekuð og þarf að byrja mjög snemma.“ Fara yfir mörk í gáleysi Hanna segist hafa lent í nokkrum atvikum þar sem stelpur hreinlega brotni niður þegar þær átta sig á því hvernig kynlíf þær eru búnar að stunda með kærastanum sínum. „Ég hef haft milligöngu um það að þær fari til Stígamóta, það er bara þannig. Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi. Þú ert bara sósaður af hugmyndum sem eru ofbeldisfullar og þú ert bara ekki að gera þér grein fyrir því og heldur að svona eigi þetta bara að vera. Og þú heldur bara að stelpunum finnist þetta gott. Að fara yfir mörk í gáleysi er til. Við getum ekki kallað þá stráka nauðgara. Þetta eru strákar sem vaða í villu og svima og við þurfum bara að grípa í taumana. Það er bara eitt sem við getum gert, og það er að byrja fræðslu og hún þarf að byrja snemma.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira