Bíó og sjónvarp

Disney birtir fyrstu stiklu Book of Boba Fett

Samúel Karl Ólason skrifar
Boba

Mannaveiðarinn Boba Fett ætlar að stíga í spor fyrrverandi yfirmanns síns, Jabba The Hut, og leggja undir sig undirheima stjörnuþokunnar fjarlægu sem hýsir söguheim Star Wars. Það er miðað við fyrstu stiklu þáttanna The Book of Boba Fett, sem Disney frumsýndi í dag.

Stiklan byrjar á því að Boba Fett segir Jabba hafa stjórnað með ótta. Hann ætlar þó að stjórna með virðingu með Fennec Shand sér við hlið.

Boba Fett er leikinn af Temuera Morrison og Fennec er leikin af Ming-Na Wen. 

Boba Fett, sem átti að hafa dáið á Tattooine fyrir löngu síðan, sneri aftur í hinum vinsælu þáttum; The Mandalorian. Ákveðið var að gera sérstaka þáttaröð um mannaveiðarann fræga. Hún verður frumsýnd þann 29. desember.


Tengdar fréttir

Klassíkin: Star Wars - Knights of the Old Republic

Þeir eru fáir Star Wars leikirnir, sem hafa notið jafn mikilla vinsælda og Star Wars: Knights of the Old Republic (KotOR) og það er ekki að ástæðulausu. Ég er persónulega ekki frá því að KotOR sé besti Star Wars leikurinn og inniheldur eitt besta tölvuleikjatvist sögunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.