Guardiola: Brugge leikurinn er miklu mikilvægari en leikurinn við Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 16:00 Pep Guardiola í tapleik Manchester City á móti Crystal Palace á Etihad leikvanginum um helgina. Getty/Naomi Baker Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City hefur meiri áhyggjur af Meistaradeildarleik liðsins á móti Club Brugge heldur en Manchester slagnum á laugardaginn. Manchester City er í öðru sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar á eftir Paris Saint-Germain og getur tekið stórt skref í átt að sæti í sextán liða úrslitunum með sigri á belgíska liðinu á heimavelli á morgun. „Þessi leikur er miklu mikilvægari en United leikurinn,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir Club Brugge leikinn. Pep Guardiola believes #ManCity's upcoming #UCL match vs Club Brugge is 'more important' than the Manchester derby this weekend:https://t.co/NlG4EDkc6H— City Xtra (@City_Xtra) November 2, 2021 „Þarna er möguleiki fyrir okkur að taka ótrúlegt skref í átt að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar,“ sagði Guardiola. „Í ensku úrvalsdeildinni eru margir leikir en hér eru bara sex og það eru bara þrír eftir. Það er ekki mikið og hver þeirra skiptir því svo miklu máli ekki síst þriðji og fjórði leikurinn. Þetta eru mikilvægustu leikirnir og við þurfum að taka þá alvarlega,“ sagði Guardiola. „Á morgun fáum við tækifæri en þetta verður erfiðara með hverju árinu. Þetta eru bara sex leikir, það er erfitt ef lið tapa meira en einum leik og við erum þegar búnir að tapa í París,“ sagði Guardiola. Manchester City átti ekki góða viku því liðið datt út úr enska deildarbikarnum eftir tap á móti West Ham í vítakeppni og steinlá síðan 2-0 á heimavelli á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Það búast flestir við auðveldum Manchester City sigri í kvöld eftir að City vann 5-1 sigur í fyrri leik liðanna í Belgíu. „Við erum einbeittir á það að vinna Brugge. Ef þú gerir nógu marga góða hluti þá getur þú unnið leiki. Við erum ennþá að gera mistök, í fjögurra manna varnarlínunni og í pressunni. Það er eðlilegt. Ég horfði aftur á leikinn á móti Brugge og sá hversu marga hluti við gerðum ekki nógu vel. Við vorum aftur á móti góðir í sókninni,“ sagði Guardiola. „Ég er nokkuð viss um það að þeir muni aðlaga sinn leik og reyna að refsa okkur. Við þurfum líka að aðlaga okkur til að verða betri. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Manchester City er í öðru sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar á eftir Paris Saint-Germain og getur tekið stórt skref í átt að sæti í sextán liða úrslitunum með sigri á belgíska liðinu á heimavelli á morgun. „Þessi leikur er miklu mikilvægari en United leikurinn,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir Club Brugge leikinn. Pep Guardiola believes #ManCity's upcoming #UCL match vs Club Brugge is 'more important' than the Manchester derby this weekend:https://t.co/NlG4EDkc6H— City Xtra (@City_Xtra) November 2, 2021 „Þarna er möguleiki fyrir okkur að taka ótrúlegt skref í átt að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar,“ sagði Guardiola. „Í ensku úrvalsdeildinni eru margir leikir en hér eru bara sex og það eru bara þrír eftir. Það er ekki mikið og hver þeirra skiptir því svo miklu máli ekki síst þriðji og fjórði leikurinn. Þetta eru mikilvægustu leikirnir og við þurfum að taka þá alvarlega,“ sagði Guardiola. „Á morgun fáum við tækifæri en þetta verður erfiðara með hverju árinu. Þetta eru bara sex leikir, það er erfitt ef lið tapa meira en einum leik og við erum þegar búnir að tapa í París,“ sagði Guardiola. Manchester City átti ekki góða viku því liðið datt út úr enska deildarbikarnum eftir tap á móti West Ham í vítakeppni og steinlá síðan 2-0 á heimavelli á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Það búast flestir við auðveldum Manchester City sigri í kvöld eftir að City vann 5-1 sigur í fyrri leik liðanna í Belgíu. „Við erum einbeittir á það að vinna Brugge. Ef þú gerir nógu marga góða hluti þá getur þú unnið leiki. Við erum ennþá að gera mistök, í fjögurra manna varnarlínunni og í pressunni. Það er eðlilegt. Ég horfði aftur á leikinn á móti Brugge og sá hversu marga hluti við gerðum ekki nógu vel. Við vorum aftur á móti góðir í sókninni,“ sagði Guardiola. „Ég er nokkuð viss um það að þeir muni aðlaga sinn leik og reyna að refsa okkur. Við þurfum líka að aðlaga okkur til að verða betri. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira