Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun Samúel Karl Ólason og skrifa 3. nóvember 2021 11:33 Peng Shuai á blaðamannafundi árið 2014. Getty/K.Y. Cheng Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu. Ásakanir sem þessar gegn hæst settu meðlimum Kommúnistaflokks Kína eru svo gott sem óþekktar, samkvæmt frétt Washington Post. Peng, sem er 35 ára, varpaði ásökuninni fram á Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill sem líkist Twitter. Hún segir Zhang, sem er 75 ára, hafa brotið á sér fyrst fyrir um þremur árum. Hann og eiginkona hans hafi boðið henni í mat og hann hafi nauðgað henni. „Ég veitti aldrei samþykki þetta kvöld, grátandi allan tímann,“ skrifaði Peng. Peng segist hafa átt í sambandi við Zhang á milli 2007 og 2012. Hún segist hafa látið undan þrýstingi frá Zhang og hitt hann oftar og hann hafi aftur brotið á henni. Peng viðurkenndi í færslunni að hún gæti ekki sannað ásakanir sínar. Í frétt New York Times segir að færslan hafi fljótt verið fjarlægð af internetinu í Kína og nú sé ekki hægt að leita að nafni hennar eða orðinu tennis í Kína. Skjáskot hafi hins vegar verið í dreifingu manna á milli vegna frægðar hennar og Zhang. MeToo-hreyfingin hefur átt undir högg að sækja í Kína og hafa aðgerðasinnar verið handteknir. Í september var málið sem hóf hreyfinguna í Kína fellt niður og öll umræða um þá ákvörðun var fjarlægð af samfélagsmiðlum og internetinu í Kína. Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, birti skilaboð þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Peng og sagðist vona að hún væri ekki í hættu. Peng var ein skærasta tennisstjarna Kína. Með Hsieh Su-wei vann hún tvíliðaleik á Wimbledon árið 2013 og franska opna meistarmótinu árið 2014. Það ár komst hún einnig í undanúrslit í bandaríska opna meistaramótinu. Árið 2014 var hún í efsta sætinu á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins í tvíliðaleik og því fjórtánda í einliðaleik. Kína MeToo Kynferðisofbeldi Tennis Tengdar fréttir Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. 15. september 2021 14:40 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Ásakanir sem þessar gegn hæst settu meðlimum Kommúnistaflokks Kína eru svo gott sem óþekktar, samkvæmt frétt Washington Post. Peng, sem er 35 ára, varpaði ásökuninni fram á Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill sem líkist Twitter. Hún segir Zhang, sem er 75 ára, hafa brotið á sér fyrst fyrir um þremur árum. Hann og eiginkona hans hafi boðið henni í mat og hann hafi nauðgað henni. „Ég veitti aldrei samþykki þetta kvöld, grátandi allan tímann,“ skrifaði Peng. Peng segist hafa átt í sambandi við Zhang á milli 2007 og 2012. Hún segist hafa látið undan þrýstingi frá Zhang og hitt hann oftar og hann hafi aftur brotið á henni. Peng viðurkenndi í færslunni að hún gæti ekki sannað ásakanir sínar. Í frétt New York Times segir að færslan hafi fljótt verið fjarlægð af internetinu í Kína og nú sé ekki hægt að leita að nafni hennar eða orðinu tennis í Kína. Skjáskot hafi hins vegar verið í dreifingu manna á milli vegna frægðar hennar og Zhang. MeToo-hreyfingin hefur átt undir högg að sækja í Kína og hafa aðgerðasinnar verið handteknir. Í september var málið sem hóf hreyfinguna í Kína fellt niður og öll umræða um þá ákvörðun var fjarlægð af samfélagsmiðlum og internetinu í Kína. Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, birti skilaboð þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Peng og sagðist vona að hún væri ekki í hættu. Peng var ein skærasta tennisstjarna Kína. Með Hsieh Su-wei vann hún tvíliðaleik á Wimbledon árið 2013 og franska opna meistarmótinu árið 2014. Það ár komst hún einnig í undanúrslit í bandaríska opna meistaramótinu. Árið 2014 var hún í efsta sætinu á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins í tvíliðaleik og því fjórtánda í einliðaleik.
Kína MeToo Kynferðisofbeldi Tennis Tengdar fréttir Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. 15. september 2021 14:40 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. 15. september 2021 14:40