Hyundai með flestar nýskráningar í október Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Framendinn á nýjum Tucson N Line. Alls voru 122 Hyundai bifreiðar nýskráðar, það voru flestar nýskráningar allra framleiðenda. Toyota var í öðru sæti með 84 eintök nýskráð og Volvo í þriðja sæti með 71 eintak. Alls voru nýskráð 1020 ökutæki í október, þar af 788 fólksbifreiðar, samkvæmt opinberum tölum á vef Samgöngustofu. Undirtegundir Hyundai Tucson var mest nýskráða undirtegundin með 72 eintök. Þar af eru 68 tengiltvinn bílar. Mazda MX-30 sú næst mest nýskráða með 49 eintök. Mercedes-Benz GLE er í þriðja sæti með 34 nýskráð eintök. Athygli vekur að Toyota sem er í öðru sæti í heildina sést ekki á lista yfir undirtegundir fyrr en í fjórða sæti, þar sem finna má Rav4 með 31 eintak. Fjöldi nýskráninga eftir orkugjafa. Orkugjafar Minnsti mögulegi munur er á bensín raftengilbílum annars vegar, sem er algengasti orkugjafi nýskráðra bíla í október með 277 eintök nýskráð og rafbíla hins vegar sem var næst algengasti orkugjafinn í október, 276 eintök. Þróun Samtals voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september á Íslandi. Það fækkar því um rúman fjórðung þar sem nýskráð ökutæki í október voru 1020. Það er þó smávægileg aukning á milli ára. Í október í fyrra voru 962 ökutæki nýskráð þannig að nýskráningum fjölgar um 6%. Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent
Undirtegundir Hyundai Tucson var mest nýskráða undirtegundin með 72 eintök. Þar af eru 68 tengiltvinn bílar. Mazda MX-30 sú næst mest nýskráða með 49 eintök. Mercedes-Benz GLE er í þriðja sæti með 34 nýskráð eintök. Athygli vekur að Toyota sem er í öðru sæti í heildina sést ekki á lista yfir undirtegundir fyrr en í fjórða sæti, þar sem finna má Rav4 með 31 eintak. Fjöldi nýskráninga eftir orkugjafa. Orkugjafar Minnsti mögulegi munur er á bensín raftengilbílum annars vegar, sem er algengasti orkugjafi nýskráðra bíla í október með 277 eintök nýskráð og rafbíla hins vegar sem var næst algengasti orkugjafinn í október, 276 eintök. Þróun Samtals voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september á Íslandi. Það fækkar því um rúman fjórðung þar sem nýskráð ökutæki í október voru 1020. Það er þó smávægileg aukning á milli ára. Í október í fyrra voru 962 ökutæki nýskráð þannig að nýskráningum fjölgar um 6%.
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent