Í síðasta þætti kynnti Ingileif sér BDSM-samfélagið á Íslandi.
„BDSM-hneigð er bara partur af þér hvort sem þú stundar það eða ekki,“ segir Magnús Hákonarson í þættinum sem var sýndur á miðvikudagskvöldið. Hann var með þeim fyrstu sem steig fram með BDSM hneigð hér á landi.
„Þú getur ekki flúið það, þú getur ekki læknað það, þetta er bara partur af þér. Ég held að það séu svona tuttugu ár síðan ég fór að svara spurningunni að ef ég þyrfti að velja á milli þess að missa handlegg eða hætta stunda BDSM þá er svarið, hvar ætlar þú að skera,“ segir Magnús.
Hér að neðan má sjá brot úr þættinum.