Nær öruggt að Ortega ríghaldi í völdin eftir forsetakosningar Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 13:09 Bolir með mynd af Ortega forseta og Rosario Murillo, konu hans. Murillo er valdamikil í stjórn Ortega þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til nokkurs embættis. Vísir/EPA Daniel Ortega, forseti Níkaragva, mætir lítilli raunverulegri mótspyrnu í forsetakosningum sem fara fram í landinu um helgina en hann hefur gengið á milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni og frjálsum fjölmiðlum undanfarin misseri. Búist er við að hann herði enn tökin eftir kosningarnar. Kosningarnar í Níkaragva fara fram á sunnudag. Orgega býður sig þar fram til endurkjörs í þriðja skipti. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram í kosningunum 2016. Á meira en áratugslangri valdatíð sinni hefur hann fest völd sín í sessi á sama tíma og fjölskyldan hans hefur auðgast gífurlega. Á þessu ári hefur Ortega látið fangelsa fjölda mögulega mótframbjóðenda sinna, andófsfólks, blaðamanna og kaupsýslumanna. Aðrir gagnýnendur forsetans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Mótframbjóðendur Ortega í kosningunum eru lítt þekktir og gagnrýnendur forsetans fullyrða að þeir séu honum handgengnir. Margir íbúar landsins hafa lítinn áhuga á því að kjósa. „Ég ætla ekki að taka þátt í þessu kosningahringleikahúsi,“ segir Sherly, 25 ára gömul kona, við Reuters-fréttastofuna. Móðir hennar hefur verið í fangelsi í ár fyrir að mótmæla stjórn Ortega. Skoða frekari þvinganir Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Níkaragva til þess að mótmæla ófrjálsum kosningum þar. Antony Blinken, utanríkisráðherra, hefur sakað Ortega um að skipuleggja „gervikosningar“ til að koma á fót ættarveldi. Bandaríkjastjórn beitir þegar embættismenn í Níkaragva, þar á meðal ættingja Ortega, viðskiptaþvingunum og ferðabanni. Á meðal þess sem Bandaríkjastjórn hefur til skoðunar er aðild Níkaragva að fríverslunarsamningi Mið-Ameríkuríkja og Bandaríkjanna. Um helmingur útflutnings Níkaragva er til Bandaríkjanna. Óljóst er þó hvort að nágrannaríki Níkaragva styðji slíkar aðgerðir. Sjö þeirra, þar á meðal Mexíkó, Argentína, Gvatemala og Hondúras, sátu hjá þegar Samtök Ameríkuríkja greiddu atkvæði um ályktun þar sem áhyggjum var lýst af tilraunum Ortega til að grafa undan heilindum kosninganna í síðasta mánuði. Sakaður um að líkjast einræðisherranum sífellt meira Ortega var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna Sandínista sem steyptu Anastasio Somoza, einræðisherra Níkgaragva, af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en komst aftur á valdastól í kosningum árið 2006. Síðan þá hefur Ortega verið sakaður um að líkjast einræðisherranum sem hann steypti æ meira. Frambjóðendur stjórnarandstöðunnar lét hann handtaka á grundvelli laga um landráð sem hann lét samþykkja. Öryggissveitir Ortega drápu um þrjú hundruð manns í mótmælum gegn ríkisstjórn hans sem blossuðu upp árið 2018. Mótmælin beindust að umdeildum breytingum á lífeyriskerfi landsins en snerust síðan upp í almennt andóf gegn ríkisstjórninni. Flestar lykilstofnanir í níkaragvönsku samfélagi eru taldar hallar undir Ortega, þar á meðal dómstólar landsins. Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Kosningarnar í Níkaragva fara fram á sunnudag. Orgega býður sig þar fram til endurkjörs í þriðja skipti. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram í kosningunum 2016. Á meira en áratugslangri valdatíð sinni hefur hann fest völd sín í sessi á sama tíma og fjölskyldan hans hefur auðgast gífurlega. Á þessu ári hefur Ortega látið fangelsa fjölda mögulega mótframbjóðenda sinna, andófsfólks, blaðamanna og kaupsýslumanna. Aðrir gagnýnendur forsetans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Mótframbjóðendur Ortega í kosningunum eru lítt þekktir og gagnrýnendur forsetans fullyrða að þeir séu honum handgengnir. Margir íbúar landsins hafa lítinn áhuga á því að kjósa. „Ég ætla ekki að taka þátt í þessu kosningahringleikahúsi,“ segir Sherly, 25 ára gömul kona, við Reuters-fréttastofuna. Móðir hennar hefur verið í fangelsi í ár fyrir að mótmæla stjórn Ortega. Skoða frekari þvinganir Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Níkaragva til þess að mótmæla ófrjálsum kosningum þar. Antony Blinken, utanríkisráðherra, hefur sakað Ortega um að skipuleggja „gervikosningar“ til að koma á fót ættarveldi. Bandaríkjastjórn beitir þegar embættismenn í Níkaragva, þar á meðal ættingja Ortega, viðskiptaþvingunum og ferðabanni. Á meðal þess sem Bandaríkjastjórn hefur til skoðunar er aðild Níkaragva að fríverslunarsamningi Mið-Ameríkuríkja og Bandaríkjanna. Um helmingur útflutnings Níkaragva er til Bandaríkjanna. Óljóst er þó hvort að nágrannaríki Níkaragva styðji slíkar aðgerðir. Sjö þeirra, þar á meðal Mexíkó, Argentína, Gvatemala og Hondúras, sátu hjá þegar Samtök Ameríkuríkja greiddu atkvæði um ályktun þar sem áhyggjum var lýst af tilraunum Ortega til að grafa undan heilindum kosninganna í síðasta mánuði. Sakaður um að líkjast einræðisherranum sífellt meira Ortega var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna Sandínista sem steyptu Anastasio Somoza, einræðisherra Níkgaragva, af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en komst aftur á valdastól í kosningum árið 2006. Síðan þá hefur Ortega verið sakaður um að líkjast einræðisherranum sem hann steypti æ meira. Frambjóðendur stjórnarandstöðunnar lét hann handtaka á grundvelli laga um landráð sem hann lét samþykkja. Öryggissveitir Ortega drápu um þrjú hundruð manns í mótmælum gegn ríkisstjórn hans sem blossuðu upp árið 2018. Mótmælin beindust að umdeildum breytingum á lífeyriskerfi landsins en snerust síðan upp í almennt andóf gegn ríkisstjórninni. Flestar lykilstofnanir í níkaragvönsku samfélagi eru taldar hallar undir Ortega, þar á meðal dómstólar landsins.
Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15
Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45