Stefnir í yfirburðasigur Ortega í „látbragðskosningum“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2021 10:24 Veggmynd af Daniel Ortega í höfuðborginni Managva. Hann var marxískur skæruliðaforingi sem tók þátt í steypa einræðisherra landsins á 8. áratugnum. Sem forseti hefur hann sankað að sér völdum og fjölskylda hans hefur grætt á tá og fingri. AP/Andres Nunes Fyrstu tölur í forsetakosningunum í Níkaragva benda til stórsigurs Daniels Ortega forseta. Hann lét handtaka flesta mótframbjóðendur sínar fyrir kosningarnar og hefur Bandaríkjastjórn lýst kosningunum sem látbragðsleik. Yfirkjörstjórn Níkaragva segir að Ortega hafi fengið um 75 prósent atkvæða þegar um helmingur þeirra hefur verið talinn. Því bendir allt til þess að Ortega nái endurkjöri til fjórða kjörtímabils síns sem forseti. Enginn forseti hefur setið lengur á valdastóli í Rómönsku Ameríku. Ortega var fyrst forseti frá 1986 til 1990 en náði aftur kjöri árið 2007. Aðeins fimm lítt þekktir fulltrúar smáflokka fengu að bjóða sig fram gegn Ortega. Flokkarnir eru jafnframt í bandalagi með Sandínistahreyfingu Ortega. Mánuðina fyrir kosningarnar voru allir helstu leiðtoga stjórnarandstöðunnar handteknir og sakaðir um ýmsa glæpi. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu og Sambandi Ameríkuríkja fengu ekki að fylgjast með kosningunum og þá var erlendum blaðamönnum vísað frá landinu. Ortega var ekki beinlínis veglyndur þegar hann lýsti yfir sigri. Hann lýsti innlendum andstæðingum sínum sem „djöflum“. Hvorki frjálsar né sanngjarnar kosningar Í yfirlýsingu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi frá sér áður en greint var frá fyrstu tölum í Níkaragva sakaði hann Ortega og eiginkonu hans, Rosario Murillo, um að hafa skipulagt „látbragðskosningar sem voru hvorki frjálsar né sanngjarnar“. Bandarískir ráðamenn íhuga nú að leggja frekari viðskiptaþvinganir á Níkaragva og endurskoða aðild landsins á fríverslunarsamningi í heimshlutanum. Biden krafðist þess að Ortega endurreisti lýðræði í landinu og sleppti stjórnarandstöðuleiðtogum úr haldi. Í millitíðinni muni Bandaríkjastjórn veita stjórn Ortega aðhald með efnahagslegum og diplómatískum leiðum. Reuters-fréttastofan segir að þúsundir landsmanna hafi flúið Níkaragva frá því að Ortega barði niður mótmæli gegn stjórn hans árið 2018. Talið er öryggissveitir hans hafi drepið um þrjú hundruð manns. Níkaragva Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Yfirkjörstjórn Níkaragva segir að Ortega hafi fengið um 75 prósent atkvæða þegar um helmingur þeirra hefur verið talinn. Því bendir allt til þess að Ortega nái endurkjöri til fjórða kjörtímabils síns sem forseti. Enginn forseti hefur setið lengur á valdastóli í Rómönsku Ameríku. Ortega var fyrst forseti frá 1986 til 1990 en náði aftur kjöri árið 2007. Aðeins fimm lítt þekktir fulltrúar smáflokka fengu að bjóða sig fram gegn Ortega. Flokkarnir eru jafnframt í bandalagi með Sandínistahreyfingu Ortega. Mánuðina fyrir kosningarnar voru allir helstu leiðtoga stjórnarandstöðunnar handteknir og sakaðir um ýmsa glæpi. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu og Sambandi Ameríkuríkja fengu ekki að fylgjast með kosningunum og þá var erlendum blaðamönnum vísað frá landinu. Ortega var ekki beinlínis veglyndur þegar hann lýsti yfir sigri. Hann lýsti innlendum andstæðingum sínum sem „djöflum“. Hvorki frjálsar né sanngjarnar kosningar Í yfirlýsingu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi frá sér áður en greint var frá fyrstu tölum í Níkaragva sakaði hann Ortega og eiginkonu hans, Rosario Murillo, um að hafa skipulagt „látbragðskosningar sem voru hvorki frjálsar né sanngjarnar“. Bandarískir ráðamenn íhuga nú að leggja frekari viðskiptaþvinganir á Níkaragva og endurskoða aðild landsins á fríverslunarsamningi í heimshlutanum. Biden krafðist þess að Ortega endurreisti lýðræði í landinu og sleppti stjórnarandstöðuleiðtogum úr haldi. Í millitíðinni muni Bandaríkjastjórn veita stjórn Ortega aðhald með efnahagslegum og diplómatískum leiðum. Reuters-fréttastofan segir að þúsundir landsmanna hafi flúið Níkaragva frá því að Ortega barði niður mótmæli gegn stjórn hans árið 2018. Talið er öryggissveitir hans hafi drepið um þrjú hundruð manns.
Níkaragva Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira