Pólverjar saka Hvítrússa um að smala fólki að landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2021 13:06 Úr myndbandi sem tekið var úr þyrlu yfir landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Varnarmálaráðuneyti Póllands Pólverjar sökuðu í morgun stjórnvöld Hvíta-Rússlands um að undirbúa umfangsmikla ögrun með því að smala stórum hópi flótta- og farandfólks að landamærum Póllands. Fjöldi hermanna hafa verið sendir að landamærunum. Utanríkisráðherra Póllands sagði í útvarpsviðtali að Hvítrússar vonuðust til þess að átök ættu sér stað og jafnvel að einhverjir yrðu skotnir til bana. Það sagði hann í útvarpsviðtali samkvæmt frétt DW. Fyrr í morgun hafði Varnarmálaráðuneyti Póllands birt myndband sem tekið var úr þyrlu við bæinn Gmina Kuznica og sýndi fjölda fólks við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Grupa migrantów znajduje si obecnie w okolicach Ku nicy pic.twitter.com/w5VxXp9QqQ— Ministerstwo Obrony Narodowej (@MON_GOV_PL) November 8, 2021 Pólverjar segja hermenn frá Hvíta-Rússlandi hafa flutt hópinn að landamærunum. Myndbönd frá Hvíta-Rússlandi styðja þá ásökun en á þeim má sjá hermenn fylgja fólkinu. NEXTA fréttaveitan, sem rekin er af andstæðingum Viktors Lukasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, segja marga Kúrda frá Írak vera í hópnum og þar séu margar konur og börn. Þá segir fréttaveitan að hermenn hafi notað hunda til að smala fólki að landamærum Póllands. #Belarusian military with dogs drove migrants off the road into the forestThey did not reach the checkpoint. Most of the #migrants in the convoy are #Kurds who have recently arrived in #Belarus from #Iraq. There are many women and children among them. pic.twitter.com/52TJbYbdgY— NEXTA (@nexta_tv) November 8, 2021 Litháar hafa einnig sent hermenn að landamærum Litháens og Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Reuters. Evrópusambandið hefur sakað ríkisstjórn Lukasjenka um að nota flótta- og farandfólk sem vopn gegn Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota ríkisstjórnar hans í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn hans hefur hvatt fólk frá Afríku og Mið-Austurlöndum til að ferðast þangað og reyna að komast þaðan til Evrópu. Þá hafa Pólverjar verið gagnrýndir fyrir að reka fólkið aftur til Hvíta-Rússlands og sakaðir um að brjóta á réttindum þeirra. Sjá einnig: Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Franak Viačorka, ráðgjafi Svetlönu Tíkanovskaju, sem er fyrrverandi forsetaframbjóðandi og einn helsti andstæðingur Lúkasjenka, segir ríkisstjórn Hvíta-Rússlands þvinga þetta flótta- og farandfólk til að sofa úti við erfiðar aðstæður. Þeim sé til að mynda meinað að fara inn í verslunarmiðstöðvar og lestarstöðvar. Fólk hefur fundist látið beggja megin við landamærin. Hér má sjá myndand frá landamærunum. VIDEO: Standoff between Polish military police and refugees after they were herded into no-mans-land by Belarusian security forces. - @TadeuszGiczan pic.twitter.com/JsgTPyti3j— Conflict News (@Conflicts) November 8, 2021 Hvíta-Rússland Pólland Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6. október 2021 12:08 Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar. 28. september 2021 16:00 Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Utanríkisráðherra Póllands sagði í útvarpsviðtali að Hvítrússar vonuðust til þess að átök ættu sér stað og jafnvel að einhverjir yrðu skotnir til bana. Það sagði hann í útvarpsviðtali samkvæmt frétt DW. Fyrr í morgun hafði Varnarmálaráðuneyti Póllands birt myndband sem tekið var úr þyrlu við bæinn Gmina Kuznica og sýndi fjölda fólks við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Grupa migrantów znajduje si obecnie w okolicach Ku nicy pic.twitter.com/w5VxXp9QqQ— Ministerstwo Obrony Narodowej (@MON_GOV_PL) November 8, 2021 Pólverjar segja hermenn frá Hvíta-Rússlandi hafa flutt hópinn að landamærunum. Myndbönd frá Hvíta-Rússlandi styðja þá ásökun en á þeim má sjá hermenn fylgja fólkinu. NEXTA fréttaveitan, sem rekin er af andstæðingum Viktors Lukasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, segja marga Kúrda frá Írak vera í hópnum og þar séu margar konur og börn. Þá segir fréttaveitan að hermenn hafi notað hunda til að smala fólki að landamærum Póllands. #Belarusian military with dogs drove migrants off the road into the forestThey did not reach the checkpoint. Most of the #migrants in the convoy are #Kurds who have recently arrived in #Belarus from #Iraq. There are many women and children among them. pic.twitter.com/52TJbYbdgY— NEXTA (@nexta_tv) November 8, 2021 Litháar hafa einnig sent hermenn að landamærum Litháens og Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Reuters. Evrópusambandið hefur sakað ríkisstjórn Lukasjenka um að nota flótta- og farandfólk sem vopn gegn Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota ríkisstjórnar hans í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn hans hefur hvatt fólk frá Afríku og Mið-Austurlöndum til að ferðast þangað og reyna að komast þaðan til Evrópu. Þá hafa Pólverjar verið gagnrýndir fyrir að reka fólkið aftur til Hvíta-Rússlands og sakaðir um að brjóta á réttindum þeirra. Sjá einnig: Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Franak Viačorka, ráðgjafi Svetlönu Tíkanovskaju, sem er fyrrverandi forsetaframbjóðandi og einn helsti andstæðingur Lúkasjenka, segir ríkisstjórn Hvíta-Rússlands þvinga þetta flótta- og farandfólk til að sofa úti við erfiðar aðstæður. Þeim sé til að mynda meinað að fara inn í verslunarmiðstöðvar og lestarstöðvar. Fólk hefur fundist látið beggja megin við landamærin. Hér má sjá myndand frá landamærunum. VIDEO: Standoff between Polish military police and refugees after they were herded into no-mans-land by Belarusian security forces. - @TadeuszGiczan pic.twitter.com/JsgTPyti3j— Conflict News (@Conflicts) November 8, 2021
Hvíta-Rússland Pólland Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6. október 2021 12:08 Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar. 28. september 2021 16:00 Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6. október 2021 12:08
Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar. 28. september 2021 16:00
Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15