Enski boltinn

Paul Pogba meiddist á æfingu með franska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba verður líklega frá fram í desember.
Paul Pogba verður líklega frá fram í desember. Getty/Chloe Knott

Paul Pogba getur ekki tekið þátt í leikjum franska fótboltalandsliðsins í þessum glugga eftir að hafa tognað aftan í læri á æfingu franska liðsins.

Franska knattspyrnusambandið gaf það strax út að Pogba verði ekki með í leikjunum gegn Kasakstan heima og Finnlandi á útivelli. Frökkum vantar einn sigur í síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sér sæti á HM.

Meiðslin eru aftan í hægra læri og gæti þýtt það að hann verði frá í nokkrar vikur. Hann meiddist í skotæfngingu eins og sjá má hér fyrir neðan.

Pogba hefur ekki verið með í síðustu tveimur deildarleikjum Manchester United og hefði heldur ekki spilað næsta leik á móti Watford því hann er að taka út þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið á móti Liverpool.

Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem franskur landsliðsmaður Manchester United kemur meiddur heim út landsliðsverkefni. Raphael Varane kom meiddur út því síðasta.

Varane var byrjaður aftur að spila en tognaði aftan í læri í fyrsta leik. Edinson Cavani missti líka af síðasta leik á móti Manchester City vegna meiðsla og Luke Shaw fór af velli eftir höfuðhögg. Shaw er er ekki kominn til móts við enska landsliðið vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×