Solterra frumraun Subaru í rafbílaframleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. nóvember 2021 07:01 Subaru Solterra, frumraun Subaru í rafbílaframleiðslu. Subaru kynnti í vikunni rafjepplinginn Solterra, bíllinn er ávöxtur samstarfs Subaru og Toyota. Rétt eins og þegar Subaru og og Toyota framleiddu eins bíla í BRZ og GT86 þá eru þessir bílar, Solterra og Toyota bZ4X nánast alveg eins. Solterra verður til í framhjóla- og fjórhjóladrifs útgáfum, hann verður 210 hestöfl í framhjóladrifsútgáfu og 214 hestöfl með fjórhjóladrifi. Útgáfurnar eru sitthvoru megin við 2 tonn, augljóslega er framhjóladrifs bíllinn talsvert léttari, eða 90 kg. léttari. Innra rými í Subaru Solterra. Drægni og rafhlaða Framhjóladrifsbíllinn mun komast um 530 km á fullri hleðslu en fjórhjóladrifsbíllinn mun komast um 460 km. Báðar útfærslur munu nota sömu 71,4 kWh rafhlöðurnar. Bæði Toyota og Subaru eru frekar sein í rafjepplinga-leikinn. Sameinaðir kraftar þeirra eru þó frekar áhugaverð blanda. Fáir ef einhverjir framleiðendur vita meira um fjórhjóladrif en Subaru. Á meðan Toyota hefur varið síðustu þremur áratugum í að fullkomna rafhlöðutækni, sem hefur hingað til nýst tvinnbílum þeirra. Solterra séður frá hlið. Sagt hefur verið um þessa rafhlöður að þær muni einungis missa 10% af getu sinni á tíu árum eða 240.000 km. Það er eitthvað sem er nánast óþekkt í þessum bransa. Þá getur Solterra (og bZ4X) tekið inn 150 kW hleðslu og þar með hlaðið upp í um 80% drægni á hálftíma. Vistvænir bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Solterra verður til í framhjóla- og fjórhjóladrifs útgáfum, hann verður 210 hestöfl í framhjóladrifsútgáfu og 214 hestöfl með fjórhjóladrifi. Útgáfurnar eru sitthvoru megin við 2 tonn, augljóslega er framhjóladrifs bíllinn talsvert léttari, eða 90 kg. léttari. Innra rými í Subaru Solterra. Drægni og rafhlaða Framhjóladrifsbíllinn mun komast um 530 km á fullri hleðslu en fjórhjóladrifsbíllinn mun komast um 460 km. Báðar útfærslur munu nota sömu 71,4 kWh rafhlöðurnar. Bæði Toyota og Subaru eru frekar sein í rafjepplinga-leikinn. Sameinaðir kraftar þeirra eru þó frekar áhugaverð blanda. Fáir ef einhverjir framleiðendur vita meira um fjórhjóladrif en Subaru. Á meðan Toyota hefur varið síðustu þremur áratugum í að fullkomna rafhlöðutækni, sem hefur hingað til nýst tvinnbílum þeirra. Solterra séður frá hlið. Sagt hefur verið um þessa rafhlöður að þær muni einungis missa 10% af getu sinni á tíu árum eða 240.000 km. Það er eitthvað sem er nánast óþekkt í þessum bransa. Þá getur Solterra (og bZ4X) tekið inn 150 kW hleðslu og þar með hlaðið upp í um 80% drægni á hálftíma.
Vistvænir bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent