Kaldar kveðjur til Brynjars í nýrri ljóðabók Bubba Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2021 17:12 Bubbi hefur samið ljóð um Brynjar, sem gefur lítið fyrir kveðskapinn. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi alþingismaður veltir því fyrir sér að svara kveðskap um sig eftir tónlistarmanninn og ljóðskáldið Bubba Morthens með ljóði. „Ég er örugglega ekki slappara ljóðskáld en hann,“ segir Brynjar. En Bubbi Morthens sendi nýverið frá sér ljóðabókina Orð, ekkert nema orð. Hann birti mynd á Facebook-síðu sinni úr bókinni, ljóðið „Torfbær í jakkafötum“ en það er einmitt einkunn sem hann hefur gefið Brynjar í orðaskaki á Facebook. Í ljóðinu segir meðal annars: „einn stóll í salnum hefur ávallt verið frátekinn fyrir þann sem í gegnum áratugina hefur haft það hlutverk að þagga niður í þeim sem gagnrýna siðferðið og einkavinavæðingu og pólitíska spillingu í skjóli grámans með lykillinn að dyrum rökkursins hvæsandi ekki vera að tjá þig um það sem þú veist ekkert um“. Og seinna segir: „ef þú gerir þér ferð niður á alþingi getur þú séð hann sitja í stólnum litlausan hnusandi útí loftið með aldagamalt glott á þunnum vörum“. Brynjar telur þessar ljóðlínur segja allt um manninn, í stuttu samtali við Vísi. „Hlaut að koma að því. Var búinn að biðja um ljóð um mig,“ segir Brynjar sem þó veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Uppfært 17:28 Í samtali Vísis við Bubba segir hann það ekki svo að þetta prósaljóð fjalli um Brynjar, þó vissulega hafi hann kallað Brynjar torfbæ og oft. En Bubbi segir það alltof þröngan lesskilning, ljóðið fjalli um alla þá fjölmörgu torfbæi sem setið hafi á þingi og varið sérhagsmuni með kjafti og klóm. Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég er örugglega ekki slappara ljóðskáld en hann,“ segir Brynjar. En Bubbi Morthens sendi nýverið frá sér ljóðabókina Orð, ekkert nema orð. Hann birti mynd á Facebook-síðu sinni úr bókinni, ljóðið „Torfbær í jakkafötum“ en það er einmitt einkunn sem hann hefur gefið Brynjar í orðaskaki á Facebook. Í ljóðinu segir meðal annars: „einn stóll í salnum hefur ávallt verið frátekinn fyrir þann sem í gegnum áratugina hefur haft það hlutverk að þagga niður í þeim sem gagnrýna siðferðið og einkavinavæðingu og pólitíska spillingu í skjóli grámans með lykillinn að dyrum rökkursins hvæsandi ekki vera að tjá þig um það sem þú veist ekkert um“. Og seinna segir: „ef þú gerir þér ferð niður á alþingi getur þú séð hann sitja í stólnum litlausan hnusandi útí loftið með aldagamalt glott á þunnum vörum“. Brynjar telur þessar ljóðlínur segja allt um manninn, í stuttu samtali við Vísi. „Hlaut að koma að því. Var búinn að biðja um ljóð um mig,“ segir Brynjar sem þó veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Uppfært 17:28 Í samtali Vísis við Bubba segir hann það ekki svo að þetta prósaljóð fjalli um Brynjar, þó vissulega hafi hann kallað Brynjar torfbæ og oft. En Bubbi segir það alltof þröngan lesskilning, ljóðið fjalli um alla þá fjölmörgu torfbæi sem setið hafi á þingi og varið sérhagsmuni með kjafti og klóm.
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira