Stjóri ensks úrvalsdeildarliðs svaf í tjaldi yfir nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 10:00 Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, á hliðarlínunni í leik á móti Liverpool á Anfield. Getty/Shaun Botterill Graham Potter og þjálfarateymi hans hjá Brighton & Hove Albion fóru á dögunum sérstaka leið til að vekja athygli á stöðu heimilislausra í Brighton & Hove sem er á suðurströnd Englands. Knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins ákvað nefnilega að kynnast því á eigin skinni hvernig væri að vera heimilislaus á þessum tíma ársins. Potter, aðstoðarmaður hans Billy Reid og Bruno þjálfari aðalliðsins sváfu því úti um helgina í miðbæ Brighton & Hove. Þeir voru saman í tjaldi og markmiðið var að vekja meiri athygli á slæmri stöðu heimilislausra sem og að safna peningi fyrir málefnið. Our boss — Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 14, 2021 Þeir fundu sér stað fyrir utan St Peter's kirkjuna og sváfu þar aðfaranótt laugardagsins. Það var enginn leikur hjá Brighton & Hove Albion um helgina því það var landsleikjahlé. „Við fengum auðveldu útgáfuna af því að sofa við erfiðar aðstæður en það gaf okkur samt innsýn í þær áskoranir sem heimilislausir glíma við dag og nótt,“ sagði Graham Potter í viðtali við heimasíðu Brighton & Hove Albion. „Eftir að hafa fengið að þola eina svona nótt á götunni þá get ég ekki ímyndað mér hvernig væri að lifa við slíkt án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér eða hvaðan næsti matartími kæmi,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) ' „Það er fáránleg skömm síðan tengt þessu. Þetta eru margar af viðkvæmustu manneskjunum í okkar samfélagi og þau þurfa hjálp okkar og stuðning. Margir eru að glíma við sjúkdóma, slæma heilsu og það er harmþrungið að árið 2021 sé fólk enn á götunni,“ sagði Potter. Graham Potter er 46 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion frá árinu 2019. Liðið varð í fimmtánda sæti á fyrsta tímabili sínu og í sextánda sæti á síðasta tímabili. Í ár hefur liðið gert enn betur og er eins og er í sjöunda sæti með jafnmörg stig og stórstjörnulið Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins ákvað nefnilega að kynnast því á eigin skinni hvernig væri að vera heimilislaus á þessum tíma ársins. Potter, aðstoðarmaður hans Billy Reid og Bruno þjálfari aðalliðsins sváfu því úti um helgina í miðbæ Brighton & Hove. Þeir voru saman í tjaldi og markmiðið var að vekja meiri athygli á slæmri stöðu heimilislausra sem og að safna peningi fyrir málefnið. Our boss — Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 14, 2021 Þeir fundu sér stað fyrir utan St Peter's kirkjuna og sváfu þar aðfaranótt laugardagsins. Það var enginn leikur hjá Brighton & Hove Albion um helgina því það var landsleikjahlé. „Við fengum auðveldu útgáfuna af því að sofa við erfiðar aðstæður en það gaf okkur samt innsýn í þær áskoranir sem heimilislausir glíma við dag og nótt,“ sagði Graham Potter í viðtali við heimasíðu Brighton & Hove Albion. „Eftir að hafa fengið að þola eina svona nótt á götunni þá get ég ekki ímyndað mér hvernig væri að lifa við slíkt án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér eða hvaðan næsti matartími kæmi,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) ' „Það er fáránleg skömm síðan tengt þessu. Þetta eru margar af viðkvæmustu manneskjunum í okkar samfélagi og þau þurfa hjálp okkar og stuðning. Margir eru að glíma við sjúkdóma, slæma heilsu og það er harmþrungið að árið 2021 sé fólk enn á götunni,“ sagði Potter. Graham Potter er 46 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion frá árinu 2019. Liðið varð í fimmtánda sæti á fyrsta tímabili sínu og í sextánda sæti á síðasta tímabili. Í ár hefur liðið gert enn betur og er eins og er í sjöunda sæti með jafnmörg stig og stórstjörnulið Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira