Vísindamenn sem hafa birt niðurstöður sínar í tímaritinu Science segja misskilningin felast í einkennum sem maðurinn fann fyrir 8. desember 2019, sem hafa síðan verið rakin til tannvandamála.
Fjöldi dýrategunda var seldur á markaðnum.
Einkenni mannsins vegna Covid-19 hófust 16. desember en þá höfðu þegar nokkrir starfsmenn Huanan-markaðarins greinst með sömu veikindi. Fyrst þeirra var kona sem seldi sjávarafurðir á markaðnum en hún hóf að finna fyrir einkennum 11. desember.
Menn greinir enn á um uppruna vírusins og hvernig hann barst í menn og hefur málið valdið töluverðri spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Kína. Sameiginleg rannsókn Kína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar leiddi þó í ljós að ólíklegt væri að kórónuveiran hefði borist út í samfélagið af rannsóknarstofu. Líklegra þótti að hún hefði smitast úr leðurblökum í menn, með millilendingu í óþekktri dýrategund.
Samkvæmt vísindamönnunum sem birtu niðurstöður sínar í Science störfuðu flestir starfsmanna markaðarins sem fyrst sýndu einkenni í vesturhluta hans, þar sem marðarhundum var haldið í búrum.
Einn vísindamannanna, Michael Worobey, var áður þeirrar skoðunar að rannsaka þyrfti þann möguleika að kórónuveiran hefði „sloppið út“ af rannsóknarstofu í Wuhan en segir þessa nýjustu rannsókn benda til þess að veiran hafi smitast í menn á markaðnum.