Enski boltinn

Klopp: Ég átti gula spjaldið skilið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Læti á hliðarlínunni.
Læti á hliðarlínunni. vísir/Getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var í skýjunum með frammistöðu sinna manna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arsenal eygði þess von að komast upp fyrir Liverpool í töflunni en aldrei var spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda á Anfield í kvöld þó jafnræði hafi verið með liðunum til að byrja með.

„Allir leikir eru tækifæri. Þetta var stórkostleg frammistaða. Við uxum inn í leikinn og urðum betri og betri ef því sem leið á. Við stjórnuðum leiknum vel og gerðum skemmtilega hluti á réttum augnablikum.“

„Þetta var fullkomin blanda af þroskaðri og skemmtilegri frammistöðu,“ segir Klopp.

Klopp fékk að líta gula spjaldið frá Michael Oliver, dómara leiksins, líkt og kollegi hans hjá Arsenal, Mikel Arteta. Klopp vildi ekki gera mikið úr atvikinu í leikslok.

„Þetta snerist um það að Sadio (Mane) var ekki brotlegur en Arsenal bekkurinn stökk á fætur eins og hann ætti að fá rautt spjald. Ég spurði þá hvað þeir væru eiginlega að biðja um. Við þurftum að taka Sadio útaf á móti Atletico því þeir voru að reyna að veiða hann út af. Það var hárrétt hjá dómaranum að gefa mér gult spjald,“ sagði Klopp.


Tengdar fréttir

Arsenal gjörsigraðir á Anfield

Liverpool lék sér að Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin áttust við á Anfield í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×